Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 2

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 2
66 Félagsrit Slálurfélags Suðurlands Þetla var tekið fyrir: 1. Skýrsla félagsstjórnarinnar. Forstjóri gaf stutt yfirlit yfir starfsemi liðins árs. 2. Reikningar félagsins fyrir s. 1. ár lagðir fram til samþyktar, og teknar ákvarðanir þcim viðvíkjandi. Stultar fyrirspurnir urðu um reikningana. Eftir svör við þeim, voru þeir bornir undir atkvæði fundarins, og voru þeir samþyktir með öllum atkvæðum. 1 sambandi við afgreiðslu reikninganna var samþykt í einu liljóði tillaga félagsstjórnarinnar og endurskoðenda þess efnis, að afskrifa af varasjóði svo mikið, sem félags- lögin leyfa til þess að bæta upp eignahalla samkvæmt síð- ustu efnahagsskýrslu. 3. Kosnir 2 menn í stjórn félagsins, 2 varamenn þeirra og 1 varamaður fyrir Rangárvallasýslu. tlr voru dregnir þeir Pétur Oltesen og Lárus Helgason. Kosningin fór svo, að þeir voru báðir endurkosnir. Varamaður Péturs var kosinn Hallvarður Ólafsson, en varamaður Lárusar, Helgi Jónsson. Varamaður fyrir Rangárvallasýslu var kosinn Guðjón Jónsson. 4. Kosinn einn endurslcoðandi. Ólafur Ólafsson átti að ganga úr og var endurkosinn. Varamaður lians kosinn Guðmundur Árnason, sömuleiðis endurkosinn. 5. Deildarf ulltrúaf undargerðir. a. Starfsmannahald. Deildarfulltrúafundurinn, sem lialdinn var að Selfossi 3. maí s.l., samþykli tillögu til atliugunar um að lækka laun slarfsmanna félagsins og draga úr rekstrarkostnaði. Þess vegna gaf forstjóri skýrslu um kaup allra fastra starfsmanna félagsins. Allmiklar umræður urðu um þetla mál meðal fundarmanna, er mest snerust um vinnu við sauðfjárslátrun yfir hausltímann. b. Skipulagsbreyting. Á sama fundi kom og fram önnur tillaga, sem gerir ráð

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.