Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 16

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 16
80 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands Hænsnabú mörg og stór er nú verið að setja á stofn í nágrenni Reykjavíkur. Er hætt við, að slíkt leiði til ofmikillar eggjaframleiðslu í framtíðinni, og er illa farið, að sú framleiðsla er gerð að stóriðju gróðamanna, sem búast má við, að eyðileggi aukatekjur þær, er bændur ættu og gætu haft af þeirri framleiðslu. Ranghermi. Tvö af dagblöðum bæjarins liafa með nokkru millibili flutt þá fregn, að ísl. saltkjöt lægi óseljanlegt í Noregi. Sem belur fer, er þetta svo gjörsamlega tilhæfulaust, að eftirspurn eftir ísl. saltkjöti til Noregs var töluverð seinni part síðasta vetrar, en framboð ekkert. Til dæmis má geta þess, að norskt sldp, sem var að fara til Spitsbergen í síðasta mánuði, liafði ekkert salt- kjöt getað fengið í Noregi. Kom það svo hér við og keypti nokkrar tunnur af ærkjöti frá s.l. hausti, lieldur en að fara saltkjötslaust. Eini fóturinn fyrir áðurnefndum fregnum gæti verið sá, að í Bergen lágu lengi nokkrar tunnur af ærkjöti frá 1930 og 1931. En slikt kjöt hefir einnig legið óseljanlegt lær á landi til skamms tima. Félagsmenn! Munið, að Sláturfélagið er yðar eigið félag. Útgefandi: SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS. Félagsprentsmi'ðjan.

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.