Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 10

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 10
74 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands rétlu geta talist eign hjá félaginii umfram þaö, er efna- iiagsskýrslan sýnir, og mun varla ofmælt, að margt fyrir- tækið mundi liafa talið forsvaranlegt að sýna eignahalla- lausa efnahagsskýrslu þar, sem slíkar ástæður voru fyrir hendi, og þar með lialdið sjóðum sinum óskertum. En Sláturfélagið hefir frá fyrstu byrjun viðhaft þá reglu, að gera efnahagsskýrslu sina svo varlega, að hún gæti talist óhrekjandi réttur spegill af fjárhagsáslæðum félagsins, og þeirri reglu vill það fylgja framvegis. Ætti sú regla síst að geta orðið þymir í augum félagsmanna. En hvað er þá um rekstur félagsins á þessu ári? „Er von á áframhaldandi reksturshalla?“, munu menn spyrja. Þessu er ekki auðvelt að svara að svo stöddu, en ýmis- legt bendir til þess, að nú séu byrjaðir betri tímar lijá fé- laginu. Um síðaslliðin áramót skuldaði félagið bönkum 230 þús. krónum minna en um næstu áramót á undan, og seint á s. 1. ári lækkuðu forvextir um 1%. Afleiðing af þessu hvorutveggja er sú, að á 5 fyrstu mánuðum þessa árs hefir félagið borgað I6V2 þús. lcr. minna í vexti en á sama tíma í fyrra. Er þetta drjúgt spor í áttina til lækk- andi reksturskoslnaðar. Góðar vonir eru einnig um, að kreppuráðstafanir síðasta Alþingis lélti nokkuð á félaginu í þessu efni. Vörusala félagsins hefir verið mjög greið, það sem af er þessu ári, svo að telja má víst, að allar eldri vörubirgð- ir þess scljist upp á þessu sumri, nema niðursuðuvörurnar. Þó mun létta svo á þeim, að liægt verði að bæla nokkuru við þær aftur á komandi liausti, sérstaklega einslakar teg- undir, sem seljast munu upp að mestu eða öllu leyli. Til dæmis um það, hvað vörusalan liefir verið greiðari það, sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra, má geta þess, að á 4 fyrstu mánuðum þessa árs seldist 29 smálestum meira af frosnu kjöti en sömu mánuði fyrra árs, og frá pylsugerð félagsins hefir á 5 fyrstu mánuðum þessa árs selst 8V2 smálest meira af alskonar pylsum og farsi, en

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.