Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Side 2

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Side 2
82 Félagsrit Slúturfélags Suðurlands laginu sé verulega ranglát. MeÖan svo er, að flestir koma með lömbin ógelt til slátrunar, mun það vera lilut- fallslega nokkuð jafnt, sem kemur frá hverjum einstök- 'um félagsmanni af gimbrum og hrútum, svo að á móti því að færri gimbrar komast í betri flolck vegna vigtar- takmarkanna, komast þangað líka fleiri hrútar en vera mundi, ef flokkað væri eftir holdgæðum. Og livað, sem segja má um þá flokkaskiftingu, sem gilt hefir, er þó mikill og greinilegur munur að líta á þá rá, sem á hanga 10 lil 13 kgr. kroppar, eða liina, sem á lianga eingöngu kroppar, sem elcki ná 10 kgr. Er sá munur svo mikill, að engum, sem vit lieíir á kjöti, getur dulist, að rang- lætið í þeirri flokkun er undantekning, en ekki aðal- regla. Eins og áður er að vikið, eru það aðallega menn úr lakari sauðfjárhéruðum, sem að flokkuninni finna, en þeir munu tæplega gera sér ljóst, að undir langflestum kringumstæðum er fé úr þeim héruðum yfirleitt liold- lítið, jafnvel þó að kropparnir nái nokkurum þunga. Af- leiðing af þvi, að lioldgæði væri skilyrði fyrir því, að kroppur kæmist í sæmilegan flokk, yrði þá sennilega sú, að miklu fleiri kroppar úr hinum lakari sauðfjár- héruðum mundu lenda í lakara flokki, ef flokkað er eftir mati, en raun er á, meðan flokkað er eftir vigt. Þessa umsögn munu þeir menn staðfesta, sem fengist hafa við kjötflokkun á enskan markað hjá félaginu hin síðari ár. Það mun þó varla áhugamál þessara manna, að flokka- skiftingunni sé breylt í það horf, að liún verði þeim í óliag, lieldur liitt, að fá fleira af kroppunum tekið í betri flokka, og minni verðmun á flokkunum, en verið hefir að undanförnu. Skulu liér færð nokkur rök fyrir því, að stilla verður slíkum kröfum í hóf, ef engir eiga að verða misrétti beittir. Fyrir nokkrum árum var það föst venja við sölu á

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.