Austurland


Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 30

Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 30
28 JÓLIN 1985. Tryggvi Ólafsson: Minningabrot um Kjarval Þessi grein birtist á dönsku í tímaritinu CRAS, tidskrift for kunst og kultur, XLIII, 1985. Ögmundur Helgason þýddi hana til birtingar í jólablaöi Austurlands. Jóhannes S. Kjarval. Ljósm. Kristján Magnússon. Bátaskýlið nœr, hús Kjarvals fjœr. Ljósm. Karl Hjelm. að það kom gráleitt lag á léreft- ið. Því næst byrjaði hann að teikna ofan í litinn með pensil- skaftinu. Loks bætti hann við öðrum daufum litum á stöku stað. Hann reif stykki úr tusk- unni, vafði því um hausinn á óvenju slitnum pensli og nudd- aði litablettina, svo að þeir máð- ust næstum út. Þá tók hann smærri pensla og hóf að mála, strauk hröðum höndum smá strik á myndflötinn. Hann spurði, hvort mín yrði ekki saknað heima í þessu hunda- veðri. Þá skildi ég, að hann vildi ekki láta trufla sig. Hann sagði, að við gætum hist síðar í góðu tómi. Á myndinni runnu himinn og jörð næstum saman. Dag einn málaði hann aðeins í hvít- um og bláum litum. Ég man að hann sagði, að andlit það sem hann hefði séð daginn áður, í snjófönn í eystri hluta Dyrfjalla, virtist sér unglegra í dag. Nýja húsið hafði mikið að- dráttarafl, en erfiðara var að gera sér grein fyrir annríki málarans. Nokkrum sinnum bauð hann góðan dag, en hafði greinilega engan tíma aflögu. í annan tíma var mér velkomið að koma inn fyrir. Hann var ávallt vingjarnlegur og í góðu skapi og bauð mér gjarnan eitt- hvað. Það var á hinn bóginn all- misjafnt, hversu margt hann hafði að bjóða. Ég undraðist hversu fábreytt fæða hans var. Bændurnir í nágrenninu voru málkunningjar Kjarvals. Hon- um var oft boðið í lambasteik á sunnudögum, en hann afþakk- aði ætíð og kvaðst leiður yfir að geta ekki þegið boðið. Auk þess hefði hann nóg að borða. Einu sinni dró hann höndina upp úr vasanum þessu til sönnunar og var þá með klístraðar sveskjur í lófanum. Hann hafði fengið þær sendar; þessa afbragðs- fæðu, sem komin var allt frá Kaliforníu. Öðru sinni benti hann í átt að læknum, þar sem hann féll í smáfossi niður af kletti. „Vinur minn, kaupmað- urinn á Reyðarfirði, sendi mér saltfisk með mánudagsbílnum," sagði hann, „sem liggur þarna í bleyti." Hann hafði hlaðið litla stíflu í lækjarfarveginn og gat því útvatnað fiskinn eftir þörfum. Þriðja sinnið bar hann því, við, að hann hefði fengið sendan fullan poka af hollensk- um kartöflum, sem væru enn betri en þær íslensku. í það sinn Hreimsstaðir, Beinageitarfjall í baksýn. borðaði hann eingöngu kartöfl- ur á meðan þær entust. Eldavélin var eini hitagjafinn í húsinu. Hún var af þeirri gerð, sem fólk kallaði olíumaskfnu, þ. e. var með olíufýringu. Það var því mikil olíulykt í húsinu, einkum ef kalt var í veðri. Þar sem hann hafði ekki annað elds- neyti, • varð hann fljótt uppi- skroppa. A. m. k. sást hann oft rölta í átt að Ketilsstöðum, Ljósm. Karl Hjelm. beinn í baki, með dunk í annarri hendi en sendibréf í hinni. Einu sinni áttum við Gunn- laugur bóndi leið framhjá húsi hans um hábjarta sumarnótt. Kjarval var úti og hafði stillt upp þrem trönum og málaði til skiptis myndir á þeim öllum. Hann sönglaði einhvern lagstúf og reykti stóran vindil. Skip- stjóri á Esjunni hafði sent hon- um kassa af Havanavindlum. £> Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Jóhannesar S. Kjarvals. Á 6. áratugnum dvaldist hann oft sumarlangt á bemskuslóðum sínum á Austur- landi og málaði. Ég var í sveit á þessum árum. Þegar skóla lauk í maí 1950*, hélt ég að Tjarnarlandi á Úthér- aði, til hjónanna Gunnlaugs Gunnþórssonar og Sigríðar Hrólfsdóttur. Þá stóð sauðburð- ur sem hæst og fyrstu vikurnar fóru í að skeina lömb eða annað stúss af því tagi. Vordagarnir vom langir og kaldir. Húsfreyja sagði, að þegar hreindýrin hyrfu úr byggð og stefndu til jökla, þá liði ekki á löngu þar til Kjarval kæmi. í nokkur ár hafði hann búið í tjaldi í landareign Ketilsstaða, sem er næsti bær. Einn góðan veðurdag sást hvar stór vörubíll silaðist eftir þjóðveginum. Á pallinum voru Verkefni mitt var m. a. að moka flórinn, reka beljurnar og fara með póst að Ketilsstöðum. Frá þjóðveginum hafði enn ekki verið lagður vegur heim að Tjarnarlandi, svo þann spöl vom aðdrættir á hestum. Klár- arnir létu sig gjaman hverfa á nóttunni, svo að það gat tekið mestan hluta dagsins að finna þá í jafn leitóttum holta- og hæðardrögum og eru á þessu svæði. Á slíku róli úti í náttúrunni var mikil freisting að stansa í nokkurri fjarlægð frá hinum stórkostlega málara og horfa á hann að starfi. Hann málaði á öllum tímum sólarhringsins, hvort heldur var þoka eða regn eða björt sumarnótt; síður í sterku sólskini. Ef það rigndi í marga daga, hvarf hann sjónum, og bændunum fannst hann væri ansi duglegur að sofa. Þá var eins og eitthvað vantaði. Húsið sem Kjarval bjó í við Selfljót, þar sem hann málaði oft á sumrin. Ljósm. Karl Hjelm. húsflekar, lausatimbur og ann- að byggingarefni. Nú reis á skammri stundu lítið hús eða skúr, er vakti sérstakan áhuga á að heimsækja málarann. Kjarval fæddist í Meðallandi, en sleit barnsskónum hjá frænda sínum, Jóhannesi Jónssyni, í Geitavík í Borgarfirði, handan hinna hrikalegu Dyrfjalla, er hann notaði hér sem myndefni. Á þessum slóðum getur orðið hvað mest sumarblíða á öllu landinu; dögum saman sólskin og stillilogn, þótt ísköld haf- þoka grúfi yfir fjörðunum. Þarna höfðu bændur aðalfram- færi af sauðfjárbúskap, en kýr voru aðeins hafðar til að mjólka heimilinu; þá voru fáeinir brúk- unarhestar á hverjum bæ. * Samkvæmt tilmælum frá höfundi, hefur ártalinu verið breytt úr 1951 í 1950 frá frumprentun. En það var jafnframt hughreyst- ing, að hann birtist brátt á ný. Nokkrum sinnum lá hann og svaf í miðdegissólinni með barðastóran hatt yfir andlitinu; alveg eins og ég hafði séð í Norðfjarðarbíó. Stundum reis hann hægt á fæt- ur og gekk í hring, eins og hann væri að bíða eftir einhverjum. Þessu næst hóf hann að teikna eða mála með koli eða tússlit. Kjarval málaði í öllum veðrum. í sólskini var hann snöggklæddur eða í málara- sloppnum og þá jafnan fáklædd- ur undir. Þegar rigndi var hann í regnkápu með stóra hattinn. í hvassviðri notaði hann þvingu til að festa myndrammann við þrífótinn. Ég sá hann taka olíu- flösku, gegnvæta tusku og smyrja á myndflötinn. Klútur- inn var ekki alveg hreinn, svo

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.