Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 6

Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 6
6 EINING Jörðiit Svo heitir ein af bókum Menningar- sjóðs árið 1955. Hún er ein af bóka- flokknum Lönd og lýðir. Þetta eru allt eigulegar bækur, fróðlegar og skemmti- legar. Hefði þjóðin fengið slíkar bækur fyrir 50—60 árum, hefðu þær verið lesnar og marglesnar, lærðar og rædd- ar. Þá fengum við okkur ekki sadda af bókum, en nú er búið að gefa óát í hjörðina, og er þar um að kenna, eins og flest annað illt, peningagræðginni. Á Islandi hefur sá löngum þótt slæm- ur sauðamaður, er gefið hefur óát í hjörðina. Þótt jörð vor sé í algeiminum ekki fyrirferðarmeiri, að sýnu leyti, en arið í sólargeislanum, er hún samt í vitund okkar og þekkingu það stór, að ekki er í lítið ráðist að skrifa um alla jörðina, alla hennar ótalþættu tilveru. Hér er þess engin leið að lýsa bók- inni neitt að ráði, aðeins hægt að minna á hana. Til þess að dæma réttlátlega, hversu góð skil höfundurinn hefur gert viðfangsefni sínu, þarf auðvitað sérfróð- an mann á því sviði. Hitt er víst, að sá maður mundi ekki talin ófróður um jörð- ina, sem kynni allan þann fróðleik utan- bókar, sem fáanlegur er í bókinni, og öll er hún einnig ágætlega myndskreytt. Bókin hefst á kaflanum: Jörðin og sólkerfið. Er þar góður fróðleikur um sól, tungl og stjörnur. Þá tekur við kafl- inn um Loftið, og þar margt um veður- far. Næstu kaflar eru: JarSbelti og lands- nytjar, Dýralíf, Hafið, og er kaflinn um hafið mjög yfirgripsmikill og margþætt- ur. Síðasti aðalkaflinn er: Landið. Síðast í bókinni eru fróðlegar töflur um stærð eyja og landa, lengd og stærð fljóta, stærð stöðuvatna, einnig um sund og eiði og hæð fjalla, þó aðeins hin hæstu. Enn eru lönd að nema. Margir virðast hafa áhyggjur út af því, hvað gera skuli við alla mannfjölg- unina í heiminum. Hér er einn kafli í bókinni, sem er ef til vill mörgum ný- ung: „Regnskógasvæðin eru tilvalin til ræktunar, ef skógurinn er ruddur. Þar er hægt að fá uppskeru tvisvar á ári og af t. d. hrísgrjónum jafnvel fjórum sinnum. Regnskógarnir þekja feiknastór flæmi, einkum í Amazónlandinu í Suð- ur-Ameríku og á ströndum Guínaflóans og í Kongódældinni í Afríku. Samt eru landgæðin þar óvíða hagnýtt enn sem komið er, því að skógarbúar eru frum- stæðir að allri atvinnumenningu. Ekki leikur neinn vafi á, að þessi frjósömu héruð geta orðið dvalarstaður hundraða milljóna manna, þegar þau verða tekin til ræktunar. Þær 25 milljónir manna, sem bætast við íbúatölu jarðarinnar á hverju ári, gætu um marga áratugi stofnað sér ný heimkynni í þessum gróðursælu löndum, ef samtök væru um að skipuleggja þá mannflutninga . . . Gott dæmi um það, hve miklu má til vegar koma í hitabeltislöndunum, er Java. I landbúnaðarhéruðunum þar búa um 300 manns á hverjum ferkílómetra. Með sömu jarðnýtingu gæti helmingur alls mannkyns hafzt við í Amazónland- inu. Þetta er ekki eins fjarstæðukennt og virðast mætti í fljótu bragði, því að þess eru dæmi, að í hrísgrjónaræktar- héruðum búi 500 manns á hverjum fer- kílómetra og sums staðar jafnvel 1000“. Huggið ykkur við þetta, ungu bænda- efni. Hægt væri að flytja heila, áhrifaríka prédikun um örfáar línur á einum stað í bókinni, bls. 85, þar sem minnst er á kóraldýrin og undursamlegt afrek þeirra, að mynda kóralrif, eins og t. d. eitt við suðurströnd Ástralíu, sem er 300 hundruð til 2000 metra breitt og 2000 kílómetra langt. Meðaldýpt hafsins er 3800, metrar en mesta dýpt þess, sem mælst hefur 10,830 metrar. Meðalhæð landsins yfir sjávarflöt er 840 metrar, en hæsta fjall- ið, Mount Everest, er 8910 metrar. Siglingaleiðir um stórfljótin í Amazóns- landinu eru 27 þúsund sjómílur. Fyrir rúmum 90 árum var olíufram- leiðsla heimsins aðeins 70,000 smálest- ir, 20 árum síðar var hún orðin 3 milljónir. Árið 1920 var hún 90 milljón- ir og 1952 rúmar 650 milljónir. Þannig mætti halda áfram að nefna ýmsar furðulegar tölur í þessari fróð- legu bók, en nú er bezt að láta lesaran sjálfan um að kynnast bókinni. Hún er ágæt og eiguleg. -------ooOoo------- Rödd úr f jarlægð- inni Athafnamikill öldungur skrifar úr Vesturheimi: „Mun mér því mál að víkja og lofa ungu kynslóðinni að komast að. Hinir ungu gera kröfu til að vera herrar dagsins. Ég öfunda þá ekki af því að taka við arfinum. Alls staðar logar óvild- in og sundurlyndið. Vélamenningin okk- ar, sem við státum af, er lítilsvirði, þeg- ar andlega menningin og siðferðið er í hnignun. Hvað bjargar nú? Það er gáta, sem enginn fær ráðið. Meðalið þekkjum við, en fæstir vilja nota það . . . Glæp- um og slysum fjölgar hér svo ört, að allir standa undrandi. Ber mest á þessu meðal æskumanna á aldrinum 10 til 18 ára. Morð og ofbeldisverk mega heita daglegir viðburðir“. Svo minnist gamli maðurinn nokkuð á áfengismálin og segir svo: „Þökk og heiður Akureyringum, sem neituðu að opna aftur“. Hann var ekki búinn að fá fréttir af síðustu atkvæðagreiðslu á Akureyri. Svo víkur hann að heimamál- um og segir: „Fólkinu í bænum líður ljómandi vel, næg vinna handa öllum og kaupið hátt, og síhækkandi ásamt ótal vildar- kjörum. Vinnuveitendur verða að gera eins og þeim er sagt fyrir af vinnulýðn- um, engin málamiðlun kemur þar til greina. Þeir ráða mestu, sem vita minnst og vilja verst, æstir upp af kommunist- um. En við erum þeim ekki eins góðir og þið Islendingar, að setja þá í stjórn- ina og fáir þeirra eða engir hafa komizt á þing hjá okkur, en hér vinna þeir á bak við tjöldin. Leynilögreglan í Canada veit um 14 hundruð af þeim, sem eru í leyni leigutól Rússa, launaðir af þeim, en látast í flestum tilfellum vera and- stæðingar kommunista. Illu öflun eiga marga vegi eins og áfengissalarnir“. Gamli maðurinn segir ýmislegt um stjórnmálalífið okkar hér heima fyrir, en ég áræði ekki að hafa fleira en þetta eftir honum. P. S. ■----—ooooo---------- BlaSagreinar um áfengis- og bindindismál frá 1. okt. 1955 til 1. okt. 1956 Blöð Greinar í fyrra Alþýðublaðinu, Hafnarfirði . . 2 Alþýðublaðinu, Reykjavík 79 55 Alþýðumanninum, Akureyri 7 4 Austurlandi, Neskaupstað 7 1 Baldri, ísafirði .............. 1 Degi, Akureyri ............... 31 21 Framsóknarblaðinu, Vestm. 12 4 Frjálsri þjóð, Rcykjavík .... 7 4 Hamri, Hafnarfirði ............ 4 Heimskringlu, Winnipeg .... 1 íslendingi, Akureyri.......... 24 12 Morgunblaðinu, Reykjavík . . 137 88 Siglfirðingi, Siglufirði ...... 2 Suðurlandi, Selfossi .......... 1 Tímanum, Reykjavík ........... 97 53 Verkamanninum, Akureyri 2 1 Vesturlandi, ísafirði.......... 3 1 Vísi, Reykjavík ............. 158 154 Þjóðviljanum, Reykjavík .... 73 58 Öðrum blöðum .................. C 12 Samtals 654 í fyrra (1. 10. ‘54 — 1. 10. ‘55) voru greinarnar alls 471- Þakklœtisbœn Til er bæn frá því snemma á 17. öld á þessa leið: „Ó ]jú, sem veitt hefur oss svo margvís- leg gæði, veit oss af náð ennþá eitt — þakklát hjörtu“.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.