Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 15

Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 15
EINING 15 stjórinn á samkomu bindindisfélags æskumanna í skólum Iandsins. Þetta eru vissulega leiðinlegar fréttir úr heimi íþróttanna, en oftar og víðar hefur eitthvað heyrzt í þessa átt. Slíkt er Ijótur blettur á sannri íþróttamenningu og má ekki þrífast. // Ég hvorki reyki eða neyti áfengis", segir Per Asplín. í sumar hefur norski gamanleikarinn Per Asplín leikið í Cirkusrevyunni i Kaup- mannahöfn og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Hann er templar og því að sjálfsögðu bindindismaður á áfenga drykki og reykir ekki heldur. Um það efni segir hann sjálfur: „Ég er bindindismaður, ekki vegna sjálfs mín, en til þess að mót- mæla því böli, sem áfengið veldur. í Frakk- landi er talað um að vín sé hollt, en ég vil heldur kalla það svipu satans. Ég er fylgjandi hollum lifnaðarháttum, en tel að leiklistarlífinu fylgi nokkrar veilur í því efni." Þetta sagði hann í viðtali við stórblaðið Poletiken í sumar. -------------00O00—--------- Barnasftúkan „Samúð;; 25 ára Barnastúkan ,'Samúð" nr. 102 á Akureyri minntist 25 ára afmælis síns á hátíðafundi í Skjaldborg 9. des. síð- astliðinn. Á fundinum mættu reglufélag- ar úr Umdæmisstúku Norðurlands og fluttu henni árnaðaróskir. Stúkan var stofnuð af Hannesi J. Magnússyni, skólastjóra, 29. nóvember 1931, og var hann gæzlumaður hennar til áramóta 1948—1949. Hún telur nú um 350 félaga og hafa 70 börn gengið í hana á síðastliðnu ári. Á síðasta Stórstúkuþingi hlaut hún verðlaun fyrir það, að 28 félagar hennar höfðu gengið í undirstúk- ur á árinu. Fundarsókn er góð í stúk- unni og sjá börnin að mestu leyti sjálf um skemmtiefni á fundum. Gæzlumenn stúkunnar eru Eiríkur Sigurðsson og Gunnar Lórenzson. --------—ooOoo----------- Presftur ftekinn fyrir ölvun við aksftur Nýlega var danskur prestur tekinn fyr- ir ölvun við akstur. Frá þessu er sagt í Unge Krcefter. Presturinn er nafngreind- ur og starfsvið hans. Danir og Norð- menn eru ekkert ragir við að nafngreina menn, sem gerast þannig alvarlega brot- legir. Hvers vegna þurfum við, hér á landi, að halda áfram með þenna felu- leik, að þora ekki að segja frá viðburð- unum eins og þeir gerast, nafngreina mennina og áfengið, þegar það er að verki. Það gæti þó orðið mörgum til viðvörunatf. Við þekkjiim hörmulegar sögur, sem ekki má tala um upphátt. Við þekkjum líka aðdragandann. Fólk horf- ir á þegar bílinn veltur um koll, sér fólk velta út úr honum, einnig flöskur og á götunni Hggja afhöggnir fingur, en svo heyrist aldrei orð um viðburðinn. Menn undir áhrifum áfengis fá annan til að stýra bifreiðinni á meðan þeir eru að komast úr augsýn manna, en taka svo við stjórninni og valda dauðaslysi. Frá slysinu er sagt, en um allan aðdragand- ann verður að þeygja. Danski presturinn var að koma frá Svíþjóð. Hafði sopið ofurlítið á leiðinni, en var svo öruggur um, að hann væri alls ekki ölvaður, að hann gekk fúslega undir rannsókn, en þá kom í ljós, að hann var í meira lagi undir áhrifum. Þannig er það alltaf með þessa menn, sem halda sig geta ratað veg hófsemdar- innar, þeir trúa því ekki sjálfir, að þeir séu undir áhrifum, þótt þeir séu stór- hættulegir limum og lífi manna. Prest- urinn var búinn að aka ofurlítið á bíl, sem stóð kyrr, en hélt samt áfram. Mað- ur á vélhjóli var á eftir honum og sá, hversu óstyrkur aksturinn var og gerði lögreglunni aðvart. Við lifum á öld vélanna. Öll farar- tæki eru vélknúin. Milljónir manna vinna daglega við vélar. Allir þurfa á fullum sönsum að halda, því að þeir eru sjaldan um oi. Fólk á að afsegja alla embættismenn, alla lækna, alla presta, alla stjómendur farartækja, sem geta ekki látið áfengið eiga sig. Það verður að vera lágmarkskrafa til kennara, presta og allra embættismanna, sem launaðir eru í þjónustu almennings og þeim laun greidd af almannafé, að þeir séu fyrirmyndir í bindindi og reglusemi. Sömu kröfu verður að gera til ríkis- stjórna og bæjarstjórna, að þær hætti öllu áfengissulli í veizlum sínum, ekkert annað sæmir siðuðu og menntuðu fólki, og velferð þjóðanna krefst þessa. Skyldi öllum nœgja dyggSin Ung fegurðardis varð ástfangin af ung- um manni, er var kurteis mjög og mikið kvennagull. Hann demdi yfir hana mörgum aðdáunarorðum og lauk þeim með þessari setningu: „Það sem ég elska þó mest í fari þínu, er dyggðin." .,Sé svo," svaraði sú litla, „þá bið ég þess, að þú stofnir mér ekki í neina hættu, er kynni að rýra þetta í fari mínu, sem þú elskar mest". Spurull Maður. nokkur sagði við spurulan lítinn son sinn: „Þú átt ekki að vera svona spur- ull. Það getur þá farið fyrir þér eins og drengnum, sem alltaf var að spyrja um eitt og annað, en varð svo sjálfur að spurning- armerki". „En, pabbi", spurði drengurinn, „hvern- ig gat hann haldið punktinum fyrir neðan sig?" -----------ooOoo----------- Fallegar og heimskar „Ekki skil ég", sagði ergilegur eiginmað- ur, „hvers vegna drottinn skapaði konurn- ar svona fallegar en heimskar". „Jú, það get ég sagt þér, góði minn", svar- aði konan blíðlega. Guð skapaði okkur fall- legar til þess að þið karlmennirnir gætuð elskað okkur, og heimskar til þess að /ið gætum elskað ykkur". Hembygden. -------------ooOoo------------- Hin furðulega undantekning Miklu fé er varið til þess að lækna sjúk- dóma. Engin samtök eru til, sem vinna að því að efla og útbreiða sjúkdóma, hina venjulegu sjúkdóma, og til þess er ekki var- ið fé. En hundruðum milljóna króna, doll- ara eða annars gjaldeyris er varið til þess að fá þá, sem ekki hafa drukkið, til þess að drekka áfengi, og þá, sem drekka til þess að drekka meira áfengi. Þetta leiðir svo til sjúkdóma, slysa, glæpa og alls konar ófarnaðar. Öboðnir gestir hin nýja ljóðabók Péfurs SigurHssonar hefur nú verið send í bókaverzlanir víðs vegar um land. Prófessor Sigurbjörn Einarsson fer um bókina svo feldum orðum, m.a.: ,,Þessi ljóðabók geymir það mikið af persónu höfundar síns, af heitu þeli vors og grósku, hollum anda, örvandi áhuga, snjallri athugun og glöggu mannviti, að þeim hinum mörgu, sem honum hafa kynnzt og meta hann mikils, mun þykja þessi bók góður gestur". Ísafoldaiprenftsmiðja h.f.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.