Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 2

Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 2
EINING Það sem verður ferðamann- inum hugstæðast Fyrir augu ferðamannsins ber margt, en eitt fremur öðru verður þó hugstæð- ast. Eg átti eftir ofurlítið niðurlag á frá- sögn minni um förina til Árósa í Dan- mörk sl. sumar. Á heimleiðinni áformuð- um við hjónin að dvelja nokkra daga í Kaupmannahöfn. Um þær mundir var mjög knappt um hótelrúm í sjálfri borg- inni. Við fengum okkur því verustað í Hellerup, sem er hluti af kaupmanna- höfn. Ekki minnist ég þess, að hafa gist jafnrólegan stað í stórborg, en Hellerup er raunar útjaðar hennar. Mér finnst jafnan ég verða betri maður, er ég dvel þar, sem snyrtimennska hefur völdin. Hellerup er sérlega þrifalegur bær og trjágróðurinn þar mesta prýði. Ég er jafnan mjög árrisull og á ferða- lögum mínum nota ég oft fyrstu, hljóðu og yndislegu stundir morgunsins til þess að reika um á þeim slóðum, er einna mesta hugsvölun veita anda mínum eða túlka eitthvað af hinni máttugu alvöru lífsins, stundum hinn mesta harmleik. I Hellerup er einn staður, sem mun vera mjög sérstæður helgidómur allrar þjóðarinnar. Gestur tekur þar ofan og stendur berhöfðaður frammi fyrir hljóð- um en máttugum vitnisburði. Staðurinn heitir Mindelunden (Minningalundur- inn). Þetta er allstórt afgirt svæði. Jafn- vel inngangurinn upp í lundinn er til- komumikill minnisvarði. Gagnvart inn- ganginum, utan girðingarinnar, í ömur- legu skógarrjóðri standa þrír staurar, engir venjulegir staurar. Þangað fær gestur ekki að koma. Þaðan heyrði fólk- ið í Hellerup oft skothvelli á þeim árum, er þýzka hervaldíð hélt Danmörku í kveljandi klóm sínum. Við þessa staura voru ungir og tápmiklir föðurlandsvin- ir bundnir og skotnir. Einnig aldraðar hetjur, er tóku þátt í andspyrnunni gegn ofbeldinu. I Minningalundinum hvíla nú margir þessara manna, er létu lífið fyrir föður- land sitt. Lundurinn er mjög einstæður grafreitur. Þar eru 137 grafir, allar af sömu gerð, lágar og prýddar fögrum, lágvöxnum gróðri, sem myndar um- gjörð um hverja grafhellu. Þetta er allt mjög snoturt og látlaust. Grafirnar eru hlið við hlð, allar á sama upphækkaða svæðinu í þessum hljóða og helga minn- ingalundi. Út við einn girðingarvegginn, sem er á aðra mannhæð, eru yfirbyggð- ar 242 minninga-steinplötur. Þær eru mannhæðarháar, en ekki breiðar og standa í röð meðfram öllum veggnum. Þar eru skráð nöfn þeirra, er fórust sporlaust í „helvíti Hitlers", eins og það er orðað í leiðarvísi, einnig nöfn nokk- urra fanga, sem unnt var að þekkja, er líkin voru flutt heim frá fangabúðunum. Þegar Þjóðverjar gáfust upp og hurfu frá Danmörku, röktu menn djúp hjól- spor að staðnum, þar sem þeir höfðu dysjað á mjög óvirðulegan hátt þessi fórnarlömb sín. Þar fundust 198 lík, sem unnt var að þekkja. Alls misstu Danir nokkuð á fimmta þúsund manns í þessum hernaðarátökum. Sumir fórust í fangabúðunum, aðrir voru teknir af lífi eins og hér hefur verið greint frá, enn aðrir féllu í hernaðaraðgerðum eða fórust á ýmsan hátt. Allt er þetta mjög átakanleg saga, og getum við aðeins óljóst hugsað okkur líðan þeirra feðra og mæðra, er vissu drengina sína á valdi misþyrminganna eða bundna við staur síðustu augnablikin, andspænis byssu- kjöftunum. Minningalundurinn er margvíslega prýddur fögrum trjágróðri. Hann er Dönum heilagur staður. Yfir honum hvílir hin djúpa alvara, en einnig yndis- þokki. Ég gekk hvað eftir annað út í annan almennan og allumfangsmikinn grafreit. Hvílíkur frágangur og hvílík fegurð! Ef sálir hinna framliðnu gætu reikað um á slíkum stað, mættu þær sér vel una. Slíkir grafreitir eru hinir fegurstu skrúð- garðar. Einn yndislegur staður í Hellerup heitir Öregaardspark. Þar reikaði ég um tvívegis árla morguns, eða sat í hljóðri undrun og aðdáun. Ég get ekki gert mér sjálfum ljóst, hvað það er helzt, sem gagntekur mig þannig frammi fyrir hin- um risastóru og voldugu eikum. Ég get setið og horft í orðlausri undrun á him- ingnæfandi tréð, með slíkt greinaveldi og laufskrúð að yfirskyggir stórt svæði, og veit, að það seilist hlutfallslega jafnvítt og djúpt með rætur sínar til þess að flytja lífefni jarðar um hinn geysi- svera stofn og út í hverja grein og fín- gerðustu æðar hvers laufblaðs þessarar miklu lífheildar. En mitt í hljóðri og orðlausri undrun og aðdáun, brýzt skyndilega fram í huga mínum sú skuggalega mynd, að hyggju- vit mannsins, í þjónustu eyðingarafl- anna og djöfullegu áformi, skuli hafa tekizt að ná slíkum tökum á duldum frumkrafti tilverunnar, að hann með einni sprengju getur umhverft þessu jarðneska dýrðarríki í hvæsandi, ægilegt og allteyðandi helvíti. Einnig, að lífið sjálft, þegar svo ber við, kastar sem fánýti hvaða fegurð, yndisleika og dásemdum sem er og ofurselur það allt gereyðingu. — Svo furðuleg er skap- gerð náttúruaflanna, einnig mannsins, sem er mjög sama eðlis. En þrátt fyrir allt, lútum við lotningarfyllst og veg- sömum skaparann fyrir alla undursam- lega fegurð og dásemdir lífsins. P. S. Getur nokkur bætt úr því Mig vantar f jögur tölublöð í S ó k n, til þess að eiga alla árganga blaðsins í heilu lagi. Blöðin sem mig vantar eru 28., 38. og 50. tölubl. 1. árgangs, og 43. tölubl. 2. árgangs. Skyldi einhver lesandi Einingar eiga þessi blöð og geta misst þau, þætti mér vænt um að geta eignast þau. Pétur Sigurðsson. í írlandi, hefði meinið verið upphöggvið með rótum og blóm- legt þjóðlíf þróast. Þjóðin hefði þá líka fengið að njóta krafta æskumanna sinna í stað þess að sjá á eftir þeim til Ameríku að leita sér öryggis og bættra lífskjara. Hér lýkur hr. Winterton þessari stuttu frásögn, sem birtist 14. júní 1956' í blaðinu Christian World og seinna í Research Student Service. Þetta er auðvitað aðeins örlítið brot af starfssögu þessa mikla andans manns, sem megnaði ótrúleg afreksverk. Slík undur hafa gerzt og geta gerzt enn, því að, þótt tímar og siðvenjur breytist, er manns sálin æ hin sama, opin fyrir alls konar áhrifum, illum og góðum. Máttur orðsins er enn hinn sami og áður var, ef aðeins andinn og krafturinn fylgir því, og heilagt líferni. Þetta er mikill leyndardómur, en marg- sönnuð sannreynd. Eitt af vélabrögðum villunnar nú á dög- um er það, að telja mönnum trú um, að hið talaða orð hafi mist mátt sinn, en í stað þess verði að koma alls konar félags- málabrölt, sem þó megnar aldrei að svala sálum manna né hefja þær í hærra veldi. Sannleikann þarf að boða enn í dag, en hann verður að boðast af eldlegum áhuga og sannfæring- arkrafti, því að það eitt nær til hjartnanna, sem frá hjartanu er komið, og köllunin verður að vera verk Guðs. Þannig vann Faðir Mathew sitt undursamlega siðbótarverk. Gleymum svo ekki því, að þá kom í ljós eins og oftar, að fengi fólkið að ráða, mundi það útiloka alla áfengissölu, en í veginum fyrir velferð þjóða stendur áfengissalinn, hver sem hann er, og þótt hann sé stjórnir þjóðanna, sem eiga að vera verndarar þeirra. Það er hvað raunalegast.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.