Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 10

Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 10
10 EINING þeirra samtaka, er eiga aðild að bindindishreyfingunni í land- inu. Auk þeirra félagasamtaka um bindindisstarfsemi, er minnst hefur verið á hér að framan, er enn að geta Afengisvarna- nefndar kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði. Eru það lands- samtök kvenna til áfengisvarna. Störfuðu þau á liðnu ári sem fyrr, og voru 10 ár liðin frá stofnun þeirra. Aldrei hefur bindindishreyfingin á íslandi átt ítök í jafn- mörgum félögum og nú' og spáir það góðu um framtíðina. Þörfin er Iíka mikil. Drykkjuskaparfaraldurinn er næsta ískyggilegur með þjóð vorri, og er það viðurkennt af ábyrg- um aðiljum í landinu. En þá er það líka skylda þeirra að leggja hönd á plóginn til þess að uppræta drykkjutízkuna, því að í skjóli hennar vex illgresið á akrinum. Hér þurfa að taka höndum saman þau mörgu menningarfélög, sem sam- einast hafa í Landssamband gegn áfengisbölinu. Væntum vér öflugra átaka af hálfu kirkju, skóla, íþróttahreyfingar, ung- mennafélaga, kvennasamtaka, skólaæsku og annarra menn- ingarhreyfinga í samráði við Stórstúkuna og áfengisvarna- ráðið. Ég þakka á þessum áramótum góða samvinnu þeim hin- um mörgu, er ég hef átt viðskipti við og stutt hafa bindindis- málið, bæði góðtemplurum, öðrum bindindismönnum og bindindisvinum. Einnig þakka ég Alþingi og ríkisstjórn það, sem þau hafa vel gert til bindindismála. Bræður og systur í reglu góðtemplara! Ég kann yður öll- um beztu þakkir fyrir gamla árið og árna yður góðs og giftu- drjúgs nýjárs. Vaxandi gengi reglunnar er til blessunar landi og lýð. Einnig þakka ég áfengisvarnanefndunum það, sem þær hafa vel gert á liðna árinu, og óska þeim farsæls nýjárs. Guð blessi alla Islendinga ! Brynleifur Tobiasson. Ritgerðasamkeppni Eftir áramótin síðustu efndi stjórn Bind- indisfélags íslenzkra kennara til ritgerða- samkeppni meðal allra 12 ára barna á land- inu og var ritgerðaefnið þetta: Er þaS hyggi- legl aS vera bindindismab'ur og hvers vegna ? Stjórn félagsins fór fram á það við náms- stjórana, að þeir önnuðust þessa samkeppni hver í sínu umdæmi, og er það því þeim að þakka að þetta tókst. Þakkar stjórnin þeim ágœta aðstoð. Þrennum verðlaunum var heitið á hverju námsstjórasvæði. I. verðlaun 200 kr., II. verðlaun 125 kr. og III. verðlaun 75 kr. Þátttaka varð allgóð af öllum svæðum, þó bárust ritgerðir aðeins frá einum skóla í Reykjavík. Það hefur vakið athygli við lestur þess- ara ritgerða, hve börnin vita mikið um þessi mál, og öll hafa þau ákveðna skoðun, sem þau rökstyðja mörg mjög vel. Þessi börn hlutu verðlaun: 1. Verðlaun. Unnur Bergland Pétursdótt- ir, Barnaskóla Keflavíkur. Elfa Björk Gunn- arsdóttir, Laugarnesskólanum Reykjavík. Jón H. Jóhannsson, Víðiholti, Reykjahverfi S. Þing. Kristleif J. S. Björnsdóttir, Barna- skóla Borgarness. Þórunn Stefánsdóttir, Berunesi Reyðarfirði. 2. Verðlaun: Björgvin Halldórsson, Hvols- skóla, Rangárvallas. Guðlaug V. Kristjáns- dóttir, Seljalandi, Hörðadal, Dalas. Guðbjörg Baldursdóttir, Barnaskóla Siglufjarðar. Helgi H. Jónsson, Laugarnesskóla Reykja- vík. Jóhanna I. Sigmarsdóttir. Skeggjastöð- um, Bakkafirði. 3. Verðlaun: Fanney Ingvarsdóttir, Barna- skóla Stykkishólms. Guðríður Eiríksdóttir, Kristncsi, Eyjafirði. Helgi Þór Guðmunds- son, Búlandi, Austurlandeyjum. Jakobína Úlfsdóttir, Vopnafirði. Þorgerður Ingólfs- dóttir, Laugarnesskóla Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti, sem slík ritgerða- samkeppni fer fram hér á landi, en hún er mjög algeng víða erlendis, einkum á Norður- löndum. Verður ekki annað sagt, en hún hafi tekizt vel. Við sendum öllum börnum, sem tóku þátt í þessari keppni bezta þakk- læti og kærar kveðjur. Stjórn B. í. K. Hver borgar? „Mér þætti gaman að vita", sagði skoti nokkur við vin sinn, „hver semur þessar lygasögur um nísku Skotanna". „Hringdu til ritstjóra blaðsins og spurðu hann," svaraði vinurinn. „Hver borgar þá símtalið?" spurði Skot- inn. Heimsviðburðirnir og við Enn einu sinni erum við, hér á yztu þrömum menningarheimsins, heyrnar- vottar að sorglegum viðburðum í lífi þjóðanna. Við finnum sárt til með þeim, sem kúgaðir eru, en fyllumst viðbjóði á ofríki kgúaranna, hverjir sem þeir eru. Er okkur hætta búin? Hvers vegna eru hin miklu hröp í lífi stórþjóðanna? Hafa þær ekki byggt hús sitt að ein- hverju leyti á sandi? — Byggjum við hús okkar á bjargi? Þeim, sem horfir hátt eða út um hvippinn og hvappinn, en ekki niður fyrir fætur sér, er hætt við falli. Við megum ekki stara svo á við- burðina úti í heimi, að við gleymum að athuga undirstöður þjóðfélags okkar. Eru þær traustar? Er siðgæðisþróttur þjóðarinnar slíkur, að allt hennar sé á því óhagganlega bjargi reist? Þess- ari spurningu verður hver maður að svara fyrir sig. Hann einn getur rannsakað og prófað sig sjálfan, hvort hann er heiðarlegur í öllu og þannig sannur kji'öirviður í þjóðfélagsbygging- unni. Slíkur kjörviður verðum við ekki, né ,,lifandi steinar", eins og postulinn orð- ar það, í þjóðfélags-menningarmuster- inu, nema við séum sannir lærisveinar Meistarans og framgöngum í lítillæti, þjónslund, óeigingirni og kærleika, í samfélagi við þann friðarins heilaga anda, sem slíku kemur til vegar í okkur. Frá gluggasýningu Bindindisfélags ökumanna.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.