Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 7

Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 7
E I N1 NG 7 Afrek Ungmenna- félags Reykjavíkur Laugardagskvöld 5. október sl. opn- aði Ungmennafélag Reykjavíkur nýjan og glæsilegan samkomusal. Flestir mun- um við boðsgestir hafa orðið nokkuð undrandi, er við komum inn í þenna bjarta, vistlega og mikla sal, er settur var fjórum langborðum stafna á milli og einu háborði. Öll voru þau vel búin undir móttöku gestanna. Stefán Runólfsson, form. bygginga- nefndar, bauð gesti velkomna, en fól svo Kjartani Bergmann stjórn sam- kvæmisins. Fyrstur ræðumanna var Stefán Runólfsson og ræddi hann um sögu og starf félagsins. Arið 1942 stofnuðu 300 manns UMFR. Var þann- ig geist af stað farið, en ekki sótt fram að því skapi fyrstu árin og horfði ekki vænlega fyrir félaginu um tíma. I upp- hafi var þó „eldurinn kveiktur“, sagði Stefán. Sá eldur tók þó fyrst að loga glatt, er hann tók að sér forustu félags- ins. Ef til vill er ekki of mikið sagt, að líf sitt eigi félagið honum að þakka, en góða samstarfsmenn hefur hann haft sér til liðveizlu. Færði hann þeim góð- ar þakkir, en ekki síst borgarstjóra og hæjarstjórn Reykjavíkur, einnig íþrótta- bandalagi Reykjavíkur. Stefán kvaðst hafa fengið að velja lóð félagsheimilisins og telur hana hina heztu í bænum. Við byggingarfram- kvæmdir var tekið til starfa 1952, en 1954 við hinn nýja hluta byggingarinn- ar, sem enn er þó ekki nema hálfnuð. Um vinnubrögð iðnaðarmannanna, er unu við hinn nýja samkomusal, sagði Stefán Runólfsson, að þar hefði líkast því verið, sem þrjú verkfæri væru á lofti í höndum hvers manns. Gaman er að heyra slíkan vitnisburð. Hinn nýi salur er leigður bænum næstu tvö árin til skólahalds. Næstur ræðumanna var Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. Þakkaði hann UMFR dugnað og gott starf og ræddi annars um nauðsyn slíkra æskulýðs- heimila og framkvæmda í sambandi við iðkun íþrótta og ýms konar menningar- starf. Þriðju aðalræðuna flutti séra Eiríkur J. Eiríksson, forseti Ungmennafélags Islands. Margt snjallt og gott sögðu ræðumennirnir, sem ekki er þó unnt að endurtaka í þessari stuttu frásögn. Séra Eiríkur minnti á, að æskumenn þjóðar- innar væri bezti gjaldmiðill hennar. Þar mætti ekki verða gengisfelling. Hér þyrfti að skapa hin æðstu verðmæti menningar og drengskapar. Stutt ávörp fluttu svo Gísli Ölafsson, ritari ÍSÍ, Gísli Halldórsson, formaður Iþróttabandalags Reykjavíkur, Birna Bjarnleyfsdóttir, varaform. Ungmenna- félags Reykjavíkur, Erlendur Ó. Péturs- son, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Lárus Rist, Lárus Salómonsson, Steinþór Guð- mundsson og fleiri. Lárus Salómonsson skilaði tveimur gjöfum til UMFl, var önnur fánastöng, gjöf frá glímudeild félagsins. Hin gjöfin var frá Jóhannesi Jósefssyni, hótelstjóra. Það var falleg litmynd af honum sjálfum, máluð á leirskjöld, ætluð til þess að hanga á þili, var umgerð myndarinnar mjög sér- kennileg og haglega gerð. Kristinn Hallsson, óperusöngvari söng nokkur lög og hlaut aðdáun og beztu þakkir fyrir góða skemmtun. Sömuleiðis Ragnar Björnsson, er lék einleik á píanó. Kaffiveitingar voru góðar og allt sam- kvæmið hið ánægjulegasta. Félagsheim- ili UMFÍ er við Holtaveg í Laugardal, og skilja þá allir, er til þekkja, að betur gat það varla verið staðsett. Félagið er nú 15 ára. Haldi það áfram sem nú horfir, á það áreiðanlega eftir að vinna heimabæ sínum mikið gagn, og þjóðinni vonandi allri, með því að skila henni vel uppöldum drengskaparmönn- um. Þær munu hafa verið óskir okkar boðsgestanna félaginu til handa þetta merkiskvöld þess. Hvernig skemmfta frændur okkar sér ftyrir vesftan? Hvergi sýngja íslendingar og afkom- endur þeirra ættjarðarsöngvana af meiri innilegleik en í framandi löndum. Þjóð- hollusta þeirra snertir strengina í sálum okkar í heimalandinu. Þeir gleyma okk- ur ekki og við megum ekki gleyma þeim. EINING getur ekki stillt sig um að birta eftirfarandi grein úr LÖGBERGI, 30. maí 1957. Hún heitir: Samkoma að Geysir 17. maí Það var gaman að vera að Geysir um daginn, því gleðinnar ríktu þar veizluhöld, — og það var hvert einasta sæti setið í salnum þetta umrædda kvöld. Það var leikið og sungið af lífi og fjöri svo ljómuðu andlit af hrifning og þrá, er íslenzku Ijóðin og „ylhýra málið“ ómaði barnanna vörum frá. Og æskunnar framsögn í ljóði var lipur og Iýsti ekki glötunarsýki né kröm, — og mér er til efs, að á íslandi sjálfu áhrifin verði eins hamingjusöm. Það kann nú að álítast öfgar, að halda því fram sem felst í þessum er- indum. Því fer þó fjærri. Skemmtunin var ein sú yndislegasta sem ég hefi ver- ið á af þessu tagi um margra ára skeið. Flestum er ljóst, að hreinar og fagr- ar barna og unglingaraddir, vel þjálfað- ar í framsögn og söng, eru hrífandi. Þegar við hjónin fórum á samkom- una að Geysir þann 17. maí, var ég sannfærður um, að við mundum skemmta okkur vel, en að til eyrna okk- ar bærist svona hrífandi skemmtun, dreymdi okkur ekki um. Það er ekki mögulegt, sökum tak- markaðs rúms í blöðunum okkar, að segja hér allt sem mig langar til, eða lýsa hverju atriði á skemmtiskránni. Verði því að stikla á steinum. Þess skal getið, að þarna sungu tveir kórar, barna- og unglingakór. I öðrum voru 36 börn á aldrinum frá 3ja til 10 ára og söng þessi lög. „Fuglinn í fjör- unni“, „Krakkar úti kátir hoppa“, „Siggi var úti með æmar í haga“ og „Fyrst allir aðrir þegja.“ I unglingakórnum voru 32 á aldrin- um frá 9—16 ára, kom tvisvar fram um kvöldið og söng þrjú lög í hvert sinn, þessi: „Fífilbrekka gróin grund“, „Ó, blessuð vertu sumarsól”, „Nú yfir heiði háa“, „A Sprengisandi“, „Svíf þú nú sæta“ og „ísland! ísland!“ Og þið ættuð bara að sjá og heyra hvað þessir kórar sungu vel. Gayle, Irene og Faye, Finnssons systurnar, 4—11 ára, sungu þessi lög: „Fyrr var oft í koti kátt“ og „Tíðin blíða lífi ljær.“ Kristín, Herdís, Ólöf og Lilja, John- sons systurnar, á aldrinum frá 11—17 ára, sungu þrjú lög: „Sú rödd var svo fögur“, „Hreðavatns-valsinn“ og „Vögguljóð", undir laginu „All Through the Night.“ I sambandi við söng þessara systra skal þess getið, að fyrir ekki löngu síðan hlustaði ég á skemmtiskrá yfir TV-kerfið, sem heitir „Happyland“, þar sem hinn vinsæli og góði söngvari, Kerr Wilson skemmtir oft, og heyrði ég þar þrjár systur syngja. Þær sungu vel, en þegar ég bar þær í huganum saman við söng systranna í Nýja-íslandi, fann ég að Johnsons syst- urnar stóðu hinum talsvert framar. Það voru átta börn með framsögn í Ijóði, og fórst þeim það svo vel, að ég reyni ekki að útlista það með orðum, því þau mundu ekki ná að túlka það rétt. En í þess stað vil ég hvetja alla, sem geta, að sannfærast um það sjálfir með því að fara norður til Geysir og hlusta á skemmtiskrána, sem verður endurtekin, föstudagskvöldið 7. júní næstkomandi. Tvö systkini, Valdina og Jón Mart- in, léku samspil á píanó og skemmtu öllum ágætlega. Framh. á 15. bls.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.