Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 9

Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 9
E I NI NG 9 hollvinahugir hverfa vestur um hafið til að fagna með dr. Richard Beck sextugum, árna honum heilla og minnast af- reka þessa austfirzka sægarps, sem svo örugglega hefur num- ið sér land á túnum Braga og Sökkvabekk Sögu“. Bókin, sem er 280 blaðsíður birtir svo erindi, ræður og ritgerðir um ýmislegt efni og ýmsa merkismenn. Má hver gera sér ljóst, hvers konar Iesmál þar er, ef nefnd eru aðeins nokkur nöfn þessara manna. Þeir eru til dæmis: „Menning- arfrömuðurinn og þjóðhetjan, Jón Arason“, Sveinn Björns- son, forseti íslands, Sigurður Jónsson, Arnarvatni, Jón Magnússon, skáld, Jakob Jóhannesson Smári, skáld, skáld- konan Elinborg Lárusdóttir, Tómas Guðmundsson, skáld, Sigurður skólameistari Guðmundsson, Þórir Bergsson, skáld, skáldjöfurinn Stephan G. Stephansson, Þorsteinn Þ. Þor- steinsson, skáld og rithöfundur, Sigurður Júl. Jóhannesson, læknir og skáld, Hjörtur Thordarson, raffræðingur. Dr. Richard Beck vitnar víða í verk þessara manna, og eru þar víða ljóðaperlur og annað til auðgunar anda hvers manns. Enginn þarf að ætla, að jafnlærður, málhagur og þjálfað- ur maður við menntastörf, hjartahlýr og mikill mannvinur sem dr. Richard Beck er, riti svo um alla þessa menn, er nefndir voru, og aðra fleiri, án þess að þar sé margt vel sagt, uppbyggilegt og gott til fróðleiks. Þar er í orðsins beztu merk- ingu hollt og gott lesmál, og dr. Beck vill hvorki ljá nafn sitt né starfskrafta neinu öðru en því, sem nytsamtlegt er og gott til fróðleiks og uppbyggingar, en slíkir menn eiga mest allra manna hrós skilið fyrir störf sín í þágu mannkyns og menningar. Öll list, hvort sem eru ritstörf eða annað, sem ekki er vígð hinu g|óða, fagra og göfuga, er í þjónustu myrkravaldanna, neikvæð og óvinur lífsins. Það er ekki æsi- málið né upphrópanir skrípamjmda, sem þoka mannkyni áfram á þroskabrautinni til fullkomins sigurs yfir dýrseðlinu, nei, það er aðeins hitt, sem runnið er frá hinum tæru upp- sprettum manngöfgis og góðvildar, sannleiksástar og réttlæt- is. Öll skrif dr. Richards Beck og öll hans störf eru af þess- um rótum runnin, og þess vegna skulu þau mikils metin. Hann er og vandvirkur maður, sem býr fögrum og göfgum hugsjónum, vandaðan og fallegan búning. Bókin, / átthag- ana andinn leitar, er falleg og hrein — hrein og falleg. Þessi orð um bókina má gjarnan endurtaka og undirstrika. Að öðru leyti verður ekki fjölyrt um hana hér, því vandi er nokkur, að gera upp á milli efnis bókarinnar. Myndir þeirra manna, sem skrifað er um í bókinni, prýða hana, auk myndar höfundarins sjálfs, en vafalítið verður eig- in \ac^ci c^\ Svo hefur Drottinn, hinn heilagi í Israel, sagt: „Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða. í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera“, en þér vilduð það ekki . . . Fyrir því dregur Drottin það, að miskunna yður, og fyrir því heldur hann kyrru fyrir, unz nann get- ur líknað yður, því að Drottinn er Guð réttlætis, sælir eru allir þeir, sem á hann vona . . . Hann mun vissulega miskunna þér, þegar þú kallar í neyðinni, hann mun bænheyra þig, þegar hann heyrir til þín . . . , og eyru þín munu heyra þessi orð kölluð á eftir þér, þá er þér víkið til hægri handar eða vinstri: „Hér er vegurinn ! Farfó hann!“ Jesaja 30, 15-21. Hin mikla ógæfa mannanna á öllum tímum, hefur ekki verið sú, að vita ekki, heldur hitt, að vilja ekki. „Þér vilduð það ekki“, segir hið heilaga orð. Ef hugur og hjarta mannsins er opið fyrir rödd Guðs í samvizkunni, mun guð réttlætisins vissulega tjá honum hvað sé hið sanna og rétta í hverju máli, hver sé „vegurinn“. Ef menn aðeins elskuðu réttlæti, mundu þeir breyta grandvarlega og réttlátlega. Um Krist var sagt: „Hann elskaði réttlæti, en hataði ranglæti“. Og allir kristnir menn vita, hver breytni hans var. Hann hafði hreinar hendur og hreina samvizku, og gat því fellt rétta úrskurði: „Gefið þá keisar- anum það, sem keisarans er, og Guði það sem guðs er“. endum bókarinnar oftast litið á heilblaðsíðumynd af þeim hjónunum, höfundinum og konu hans á þeirra vistlega heim- ili. Þetta er mjög falleg og elskuleg mynd. Endist þeim aldur sem lengst til þess að vinna hið góða verk. Pétur Sigurðsson. Á degi neyðarinnar. Snjall kennari í Noregi, sem einnig hefur verið stórtemplar Norðmanna, sagði við mig, að fyrir heimsstyrjöldina síðari, hefðu menn þar í landi oft yppt öxlum, þegar Guð var nefndur, en er ógn-ir styrjaldarinn- ar skullu á þjóðinni, kom í ljós þörfin á Guði. Á þeim árum var kristindómurinn og þjóðhollustan sterkustu taugarnar í lífi Norðmanna, sagði þessi ósvikni sonur Noregs. P. S. Áfengisneyzla unglinga í Svíþjóð hefur fjórfaldast ó seinustu f jórum órum. Áfengisnautn sænskra unglinga hefur fjór- faldast á s.l. fjórum árum, segir í bréfi, sem sænska fræðslumálaskrifstofan hefur sent sænsku ríkisstjórninni. í bréfinu fer fræðslumálastjórnin fram á, að fjárfram- lög til tómstundaiðju séu stóraukin og séð fyrir hæfum mönnum til að stjórna þeirri starfsemi. Þróun seinustu ára hafi leitt til þess, að æskufólk kemst fyrr, og fremur en áður í andstöðu við ýms sjónarmið heimila, skóla og samfélagsins yfirleitt. Þá segir að afbrot æskufólks, sem eingöngu megi rekja til áfengisneyzlu, hafi meira en fjórfaldast miðað við árið 1953. Tekur þetta til æsku- fólks á aldrinum 15—17 ára. Áfengisneyzla yfirleitt hafi og farið vaxandi. Athugun, sem fram fór 1938 sýndi, að aðeins ein af hverjum þrettán stúlkum og einn af hverjum átta drengjum innan við 17 ára aldur höfðu smakkað áfengi. Athug- un í kringum 1950 sýndi, að þriðja hver stúlka og helmingur piltanna innan við 17 ára aldur hafði neytt áfengis. Vitað er, að þróunin í þessa átt hefur verið enn örari allra seinustu árin. Tím. 12. sept. 1957. -------ooOoo------- Hóstúkuþingið 1958 verður í Haag, dagana 12.—18. júlí. Heims- sýningin mikla í Brussel stendur misseris skeið, frá 19. apríl til 19. okt., sama ár. Er enginn efi á, að þangað liggur leið margra á næsta ári, og ættu templarar að haga svo ferðum sínum, að þeir gætu komið um leið á hástúkuþingið í Haag. -------ooOoo------- Þannig komst upp um hann. Maður nokkur ók ölvaður heim til sín. Er hann opnaði bílskúrinn, brá honum, því að þar var enginn bíll. Hann ók því i hendingskasti á lögreglustöðina og kvartaði yfir því, að bílnum snum hefði verið stolið.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.