Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 11

Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 11
EINING 11 steinhöggvari. Var því næst gerðarbeið- andanum mæld lóð undir hús að stærð eins og að framan greinir í tjörnina fyr- ir sunnan slökkvitólahúsið og skyldi bil- ið frá því vera I6V2 alin, húsið snúa frá austri til vesturs, og austurgafl þess vera í beinni stefnu við austurgafl slökkvitólahússins. Hver mundi nú á dögum lá ungum hjúum, er stofna vildu eigið heimili, þótt ein heitasta ósk þeirra væri að eignast þak yfir höfuðið? Ég hygg, að enginn mundi lá slíkt, — enda sanna það óteljandi strit-stundir og fjölmarg- ir frídagar, sem ungu heimilisstofnend- urnir hér í Reykjavík og víðar fórna nú á dögum, til þess að geta eignast sitt eigið hús, eða að minnsta kosti sína eigin íbúð. Reykjavjkurþær okkar tíma virðist gera sér ljóst gildi þessara nýju heimil- isstofnana og lætur byggendunum nú í té góðar lóðir við götur, sem vatns- leiðslur, frárennslisæðar, rafmagns- og símalínur hafa þegar verið lagðar í, enda er fjárhagur og geta bæjarfélags- ins með allt öðrum og ákjósanlegri hætti nú en þá var, er Reglan ákvað að byggja sitt hús hér. Engin fyrirgreiðsla á nútímavísu átti sér heldur stað þá. Stúkunni Eining- unni var vísað út í Tjörn með sínar byggingarfyrirætlanir, — sitt heimili. En þar bjó hún líka sjálf til jarðveginn, grunninn, sem hún og Reglan hér í Reykjavík byggði á og hefur starfað á, fram á þenna dag. Eins og flestir Islendingar, sem komn- ir eru til fullorðinsára munu sennilega vita, þá barst Góðtemplarareglan til landsins frá Noregi árið 1884 með stofnun stúkunnar Isafoldar á Akureyri. Þaðan breiddist reglan vestur og suður og hér í Reykjavík var fyrsta stúkan, Verðandi nr. 9 (eða 9. stúkan á öllu landinu) stofnuð 3. júlí 1885 í gamla barnaskólanum, þar sem nú er lögreglu- stöðin. Fyrstu fundi sína hélt þessi fyrsta Reykjavíkurstúka í Borgarasalnum svo- nefnda, þar sem nú er Verzlun Harald- ar Árnasonar (herradeildin). En þar komst hún ekki fyrir, eftir 3 til 4 mánuði, og stofnuðu þá nokkrir af félögum hennar nýja stúku, Framtíð- ina nr. 13. Nokkrum vikum síðar stofnuðu svo 14 af félögum þessarar stúku enn nýja stúku, Eininguna nr. 14, hinn 17. nóv, Sú stúka hélt fundi sína fyrst á ,,Hermes“, húsi Þorláks kaupmanns Johnson, Iækjargötu 4, þar sem nú er Verslun Ingibjargar Johnson. Síðar flutt Einingin fundi sína í samkomusal- inn í Glasgow, en húsið brann nokkru síðar. Stúkurnar 3 ræddu fljótt um það hver í sínu lagi og sameiginlega, að koma sér upp húsi, — eigin heimili. Þær héldu hlutaveltur og söfnuðu á ýmsan annan hátt peningum í húsbygg- ingarsj)óðinn. Þegar á 6. fundi Einingarinnar kaus sú stúka nefnd í málið. Þær reyndu all- ar þrjár að ná samkomulagi um fram- gang málsins, en urðu ekki á eitt sátt- ar. Verðandi og Framtíðin vildu fyrst safna sem mestu af kostnaðarverði byggingarinnar og byggja svo. En Ein- ingin vildi helzt hefjast handa þegar í stað og safna fénu á eftir. Leið þannig ár án samkomulags og framkvæmda. En á meðan lyfti Hafnarfjarðarstúkan Morgunstjarnan nr. 11 því grettistaki að byggja yfir starfsemi sína fyrsta Góð- templarahúsið á landinu, — glæsileg- an sal, — sem gat rúmað alla íbúa Hafnarfjarðar, sem þá voru, og jafnvel fleiri. Hús Morgunstjörnunnar var 18 álna langt, 12 álna breitt og 5V2 alin undir þakskegg. Engar skuldir hvíldu á því fullgerðu, við neinn mann utan Reglu, segir í Islenzkum Good-Templar, frá þessum tíma. Var smíði Góðtempl- arahússins í Hafnarfirði Iokið fyrir jól og það vígt 17. desember, 1886. Þessa mikla merkisviðburðar minntust Hafn- arfjarðarstúkurnar á myndarlegan hátt á sjötugsafmæli hússins í fyrra. Hvött af eldmóði og stórhug Hafn- firðinganna, samþykkti Einingin á auka- fundi 27. janúar 1887 að byggja ein. Áður hafði stúkan átt þess kost að fá Glasgow keypta, en hafnað því. Á aukafundi þessum lá fyrir tilboð frá 8 Einingarfélögum um útvegun efn- is til byggingarinnar. Ennfremur lá þá fyrir tilboð frá þeim snikkurunum Geir Zoega og Gunnari Gunnarssyni um að taka að sér smíði hússins fyrir 1.200,00 kr., er skyldu endurgreiðast þeim með 100,00 kr. á ári, eða á 12 árum, með 5% ársvöxtum. Húsið skyldi verða 28 álna langt og 12 álna breitt og vegg- hæð 7 álnir. Hér er listi yfir áætlað efni í húsið: 18 bjálkar, 12 álna á 6/- .... 108,00 29 bjálkar, 12 álna á 5/50 . . 159,50 538 fet af trjám á 0/18 .... 96,84 19 tylftir gólfb. 12 feta á 10/- 190,00 31 tylft kl.borð 14 fóta á 10/- 310,00 24 tylftir þakb. 14 fóta á 10/- 240,00 150 járnplötur á 2/40 ........ 360,00 30 tré 14 feta á 2/50 .... 75,00 Saumur í þak..................... 12,00 37 t. þilb. (panel) 14 f. á 6/- 222,00 24 t. panelborð 12 feta á 5/50 132,00 6 t. panelborð 8 feta á 4/- . . 24,00 2 kassar gler á 16/-............ 32,00 4 t. gólfb. 10 feta á 9/- . . 36,00 4 t. gólfborð 14 feta á 11/- 44,00 2V2 tylft gólfb. 14 feta á 11/- 27,50 3 bjálkar 12 feta á 5/50 . . 16,50 5 bjálkar 12 feta á 5/50 . . 27,50 8 tylftir borð 8 feta á 7/- . . 56,00 480, fet gerikti á 0/07 .... 33,60 290 fet battingsplankar á 0/07 20,30 124 fet tré á 0/18 .............. 22,32 112 fet planki á 0/14 .... 15,68 1 tylft valborð á 28/-........... 28,00 500 múrsteinar................... 35,00 kalk fyrir . .................... 15,00 Listar með lofti og gólfi . . . 15,00 Saumur fr........................ 30,00 Lásar og lamir .................. 40,00 1 ofn og 1 maskína með rörum 125,00 Samtals eru þetta kr. 2.548,74 En ekki er þess getið í fundargerð- um Einingarinnar, hver teiknað hafi húsið. Á fundi Einingarinnar 13. febrúar (1887) — fyrsta fundi eftir síðari lóðaútmælinguna segir Guðlaugur Guð- mundsson, að tekið muni til starfa á morgun (14. febr.) Væri verkstjóri fenginn og leyfi til að taka möl niðri í sandi og frammi á melum, segir í fund- argerðinni. Hann bað þá, sem hefðu lofað dagsverkum, að gefa sig fram, og þau reyndust 112 gjafadagsverkin, en alls urðu þau 200. Menn voru beðnir að hafa með sér verkfæri og áhöld, s. s. skóflur, börur og þ. u. 1., því erfitt mundi með öðru móti að afla þessara tækja. Menn voru þrungnir kappgirni og bygg- ingaráhuga. Næsta dag komu margir til vinnu og verkið hófst í raun og veru. Þetta voru ekki innantóm orð og ráðagerðir. Þetta var heilög hugsjón. Menn óku mölinni og jarðveginum á sleðum yfir ísinn á tjörninni, menn báru þetta jafnvel á börum milli sín, og áður en ísa leysti um vorið var tjörn- in uppfyllt á hinu umrædda svæði —

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.