Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 14

Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 14
14 EINING HRAFNHILDUR Skáldsaga eftir ÁstríZi Torfadóttwr. Mannstu, Hrafnhildur fyrsta daginn á Hrauni, hversu þig langaði til að mega búa í Iitla húsinu hennar Bergljótar? Ó, að eg gæti þurrkað út öll árin síðan og öll þau tár, sem runnið hafa á þessum árum, og flutt þig og lífsreynsluna mína með mér í litla húsið. — Nei, þangað átt þú aldrei eft- ir að koma, þeim rétti hef eg fyrir löngu glatað.“ Rödd Péturs var grátklökk, og bæði stóðu þau samtímis og ósjálfrátt upp og gengu í áttina til hvers annars, en þá heyrðist létt fótatak frammi í anddyrinu og hurðinni var hrundið upp og kveikt, og Begga kom inn. ,,Ó, mamma. Hví í ósköpunum ertu í myrkrinu? Eg fékk hjartslátt, er eg sá að alls staðar var dimmt, hélt að eitthvað hefði orðið að þér. — Hann Gunnar, en sá skrökháls, sá skal fá það, hann sagði, að kominn væri gestur og eg ætti að koma strax heim.“ ,,Það var satt sem Gunnar sagði, Begga mín, þú hefur aðeins ekki gefið þér tíma til að líta í kringum þig,“ sagði Hrafnhildur. Pétur hafði orðið á bak við hurðina, er heni var hrundið upp. Nú gekk hann til dóttur sinnar, rétti henni hendina, og heilsaði. Bergljót horfði undrandi á ókunna manninn. — ,,Eg sé, að þú þekkir mig ekki, Begga mín“, sagði hann þíðlega, ,,en geturðu ekki hugsað þér, hver eg muni vera“. ,,Nei“, sagði hún. „Eg minnist þess ekki að hafa séð yður áður“. „Þetta er hann pabbi þinn, elskan mín“, sagði Hrafn- hildur“. Andartak stóð Begga og horfði á föður sinn. Svo ljómaði andlit hennar og hún hrópaði upp yfir sig: „Nei! ert þú pabbi minn? Ertu nú loksins kominn?“ Og hún flaug um háls föð- ur síns og leit svo í kringum sig. „Er Peddi litli ekki með þér“, spurði hún. Það brá skugga fyrir í svip Péturs. „Hvers vegna spyr þú um þetta, Begga mín“, sagði hann og leit til konu sinnar um leið. „Af því, að mamma talar ævinlega um ykkur báða í einu og eg bjóst við, að þið munduð koma báðir“. „Pétur litli er sem stendur hjá móður sinni“, svaraði faðir hennar. „Ha, hjá henni mömmu“, spurði Begga og horfði undr- andi á foreldra sína. „Hann á ekki sömu mömmu og þú, elskan mín“, sagði móðir hennar blíðlega. Eg er ekki mamma hans, vesalings- ins. — Hvernig líður honum annars, aumingjanum“, spurði hún og sneri máli sínu að Pétri. „Eins og við er að búast eftir það uppeldi, sem hann hefur fengið“, svaraði Pétur alvarlegur. „Blessaður litli Peddi minn. Kannske mamma eigi enn eftir að geta gert eitthvað fyrir þig“, sagði Hrafnhildur lágt og viknaði við. Alger þögn varð nú í herberginu, þar til Pétur leit á vasa- úr sitt og sagði: „Það er nú víst mál að leita sér að náttstað. Skipið kemur víst ekki fyrr en í fyrramálið“, og hann sýndi á sér fararsnið. „Eg er hrædd um“, sagði Hrafnhildur, „að dóttur okkar geðjist ekki, að þú farir án þess að þiggja nokkuð“. „Nei, pabbi, þú ferð ekki eitt einasta fet strax“, gall við í Bergljótu, „eg er varla búinn að sjá þig ennþá, og nú skal eg segja þér, hvemig eg vil hafa þetta. Við mamma látum kvöldmatinn á borðið í snatri og svo sefur þú í nótt í rúminu hans Gunnars“. Hún var nokkuð hraðmælt, en Pétur brosti til hennar og sagði: „Þú ert víst messti kvennskörungur, dóttir g'óð, en hvað ætlar þú að gera við vesalings Gunnar, ef eg á að sofa í rúmi hans?“ „Eg held að hann geti sofið einhvers staðar úti í bæ, t. d. hjá Lalla læknis eða hjá einhverjum öðrum skólastrák“. „Jæja, þannig viltu ráðstafa þessu, Begga mín, og það er víst bezt að hlýða litla kvennskörungnum mínum“, og Pétur gekk til dóttur sinnar og klappaði henni blíðlega á kinnina. Kvöldið varð ánægjulegt. Reyndar var ekki margt talað af hálfu gömlu hjónanna, en friður ríkti og notalegheit. Begga iðaði af ánægju og fjöri og spurði um margt. „Ó, hve eg hlakka til að vera hjá ykkur fyrir austan og Ieika mér við stelpurnar hennar Önnu, og svo skal eg alltaf vera með annan fótinn inn á Hrauni hjá þér, pabbi minn“. Pétur varð dálítið alvarlegur, en sagði ekkert. Begga hélt því áfram: „Eg vil þúsund sinnum heldur vera fyrir austan hjá ykkur, en fara suður með mömmu og Gunnari“. „Farið þið Gunnar suður?“ spurði Pétur og sneri sér að konu sinni. „Já, Gunnar ætlar að stunda læknanám við háskólann, ef hann nær góðu prófi í vor og eg hef lofað að fara með hon- um suður. Þá langar mig til að leggja för mína austur um land, ef því verður við komið, og vera þá nokkra daga hjá Önnu minni og sjá börnin hennar“. „Það verður víst öllum þar gleðifregn að eiga von á ykk- ur“, sagði Pétur. Eg hef víst gleymt að bera ykkur innilegustu kveðjur þeirra allra. Bergljót systir bað mig að segja þér, að nú væri hún búin fyrir löngu að leggja niður bládeplóttu skupluna sína. Hún sagði, að þú mundir skilja, hvað hún ætti við með þessum skilaboðum. Hún hefur, blessuð gamla konan yngst um mörg ár síðan hún kom úteftir“. Nokkru fyrir miðnætti fylgdi Bergljót föður sínum til herbergis Gunnars. Þar var fátæklegt inni. Ekkert nema hvítskúrað borð, tveir stólar, bókahilla og rúmið. „Eruð þið mjög fátækar, Begga mín?“ spurði Pétur, er hann hafði litast um í herberginu“. „Nei, nei, pabbi minn. Nú líður okkur ágætlega. Gunnar vinnur á hverju sumri í síld og innvinnur sér vel. Eg vinn hálfan daginn í verzlun og svo sendir Hákon, bróðir mömmu alltaf peninga mánaðarlega. Nú erum við ekki fátæk, pabbi minn, en sumarið sem Gunnar lá í sjúkrahúsinu og Hákon var í sjómannaskólanum, þá höfðum við mamma lítið“. „Hefur Gunnar legið veikur?“ — „Já, næstum því heilt ár, og þá afréð hann að læra læknis- fræði, ef hann fengi aftur heilsuna“. „Þykir þér vænt um Gunnar, Begga mín?“ — „Ójá, strákgreyið. Hann er svo undur góður við okkur mömmu. Eg er viss um, að ef hann efnast, setur hann mömmu í glerskáp“, sagði Begga og hló við. En eg stríði honum oft, það verð eg að kannast við. Eg kalla hann oft hinn eingetna. Hann reiðist aðeins stundum, segir annars að sér sé sama þótt hann eigi hvorki föður, bróðir né systir, honum sé nóg að eiga mömmu mína að, og ekkert geti skilið þau“. ,„Það er ljótt af þér, Begga mín, að stríða honum á því, sem hann á enga sök á“. „Þetta er aðeins í gamni. Sérðu, þetta er hún mamma

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.