Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 10

Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 10
10 E I N ING Góðtemplarahúsið í Reykjavík 70 ára Þetta afmæli hússins var 2. október sl, og var þá myndarlegt samkvæmi í húsinu að kvöldi dags. Hófinu stjórn- aði Indriði Indriðason, æðstitemplar þingstúku Reykjavíkur, en aðalræðuna flutti Freymóður Jóhannsson, listmál- ari, og rakti hann sögu hússins. Meðan setið var að kaffidrykkju fór fram ýmislegt til skemmtunar. Guðrún A Símonar, óperusöngkona, söng nokkur lög og var söng hennar mjög fagnað. Þá söng tvöfaldur kvartett úr 10 GT kórnum, undir stjórn Ottós Guðjónssonar. Karl Guðmundsson, gamanleikari fór með skemmtiþáttinn Gullna hliðið og fleira. Stutt ávörp fluttu Stórtemplar, Benedikt Bjarklind, lög- fræðingur, Þorsteinn J. Sigurðsson, um- dæmistemplar og fleiri. Þar á meðal séra Friðrik Friðriksson, hinn þjóðkunni öldungur, og má sízt gleyma orðum hans, en þau voru m. a. þessi: ,,Eg tel það einn þáttinn í handleiðslu Guðs á mér, að hann leiddi mig inn í regluna til þess að kynnast því ágæta fólki, sem þar var að störfum“. Fleiri templaraöldungar voru í sam- kvæminu, svo sem Ágústa Ágústsdóttir, Arndís Þorsteinsdóttir, séra Sigurbjörn Á. Gíslason og Kristin Thorberg. Allt templarar frá fyrstu árum reglunnar hér á landi. I erindi Freymóðs er mikill fróðleik- ur um húsmálið, sem réttmætt er að varðveitist hér í blaðinu, og fer það hér á eftir. Saga hússins: Fyrir réttum 70 árum eða 2. október 1887, var hér í þessum sal samankom- ið fjölmenni reglufélaga héðan úr Reykjavík og nágrenni, ásamt ýmsum boðsgestum meðal áhrifamanna bæjar- félagsins og landsins, s. s. landshöfð- ingja og frúar hans. Salur þessi, sem við erum nú sam- ankomin í, var þá fullsmíðaður og húsið vígt með viðhöfn. Er sagt, að húsa- vígslusiðir hafi þá verið viðhafðir í fyrsta sinn hér á landi, og hafi allir dáðst mjög að. Frásögn af vígslu hússins er að finna í októberblaði íslenzks Good-Templars 1887 og er hún á þessa leið. — Allir Góðtemplarar bæjarins, sem voru í bænum voru viðlátnir og gengu í hátíðagöngu kl. 4 e. m. frá gamla fundarstaðnum (leikfimishúsi barnaskólans) og til hins nýja húss. Þar voru þá komnir ýmsir bæjarmenn s. s. landshöfðingi og frú hans. Við vígsluathöfnina sjálfa var: Jón Ólafsson alþingismaður F. Æ. T. Indriði Einarsson, revisor Æ. T. Guðlaugur Guðmundsson, málafærsl- um. V. T. Árni Gíslason, leturgrafari, Kap. Áður en athöfnin byrjaði, afhenti Jón Ólafsson Indriða Einarssyni skraut-ein- kenni frá ýmsum Reglubræðrum í Rvík, í viðurkenningarskyni fyrir starfa hans í þarfir Reglunnar. Athöfnin sjálf fór svo fram, að fyrst var sunginn söngur eftir Jón Ólafsson, þar á eftir var les- inn kafli úr biblíunni. Þá stökkti F.Æ.T. vatni um húsið, eftir að höfð höfðu ver- ið upp orð þau, sem venja er til, — að lokum, eftir að Kap. hafði lesið stutta bæn, var sungið kvæði það, eftir Jón Ólafsson, sem hér fer á eftir : Jón Ólafsson. (og kvæðið er prentað í blaðinu, þó því sé sleppt hér) Eftir vígsluna héldu ýmsir meðlimir Reglunnar ræður. Þannig lýsir hinn Islenzki Good- Templar vígslunni haustið 1887. Og sagt er að vígslugestir hafi verið 360 manns. Þess skal getið, að Jón Ólafsson var þá Stórtemplar Því miður hefur mér ekki tekizt að ná í fundargerðabók Stúkunnar Verð- andi, frá fyrstu árum þeirrar stúku, né heldur fundargerðabók stúkunnar Fram- tíðarinnar nr. 13, svo það sem ég segi hér hef ég að mestu eftir minningarrit- um Templara, Bindindishreyfingunni á íslandi, eftir Brynleif Tobiasson, riti Sveins Jónssonar 1935 um húsmál stúknanna í Reykjavík, ~ fundargerða- bókum stúkunnar Einingarinnar frá fyrstu árum þeirrar stúku, svo og sam- tölum við ýmsa eldri félaga Reglunn- ar hér í Reykjavík. Hinn 8. maí 1880 hélt byggingar- nefnd Reykjavíkur fund með sér, sam- kvæmt beiðni landshöfðingja, til þess að taka ákvörðun um, hvar fyrirhugað Alþingishús skyldi standa. Var á fundi þessum ákveðið, að það skyldi standa þar sem það síðar var reist og fullgert 1881 og stendur enn í dag. Áður hafði verið gert ráð fyrir, að það yrði reist Dómkirkju-breiddinni fjær Austurvelli, þannig, að framhlið Alþingishússins væri í áframhaldandi stefnu af suður- eða bakhlið dómkirkjunnar. Hafði Balt byggingameistari þinghússins ekki talið fært að láta það standa svo nærri tjörninni, vegna þess, hve grunnurinn væri ótraustur. Frá þessu er sagt hér, vegna þess að vald Alþingis hefur, vegna staðsetning- ar Alþingishússins, eða staðsetningar Góðtemplarahússins í nálægð þess, frá upphafi vofað yfir þessu húsi. Þarna sunnan við mun þá hafa stað- ið Slökkvitólahús bæjarins. Svo er það laugardaginn 29. janúar 1887 að byggingarnefnd Reykjavíkur kemur saman og tekur fyrir beiðni frá Góðtemplarastúkunni Einingin um að fá útmælda lóð í tjörninni vestur af slökkvitólahúsinu undir 12 álna breitt og 28 álna langt hús með 6 álna út- byggingu við gafl. ca. 17X7,30 m. Nefndin veitti hina umbeðnu útmæl- ingu og skyldi húsið standa 20 álnir vestur frá slökkvitólahúsinu og í beinni línu við það, — en jafnframt var áskil- ið, að Einingin, eða sérhver seinni eig- andi hússins væri skyldur til, ef lands- sjóður þyrfti á hinni útmældu lóð að halda og krefðist hennar, að flytja það burtu á aðra lóð, er þá skyldi útvísuð á einhverjum stað, er sem kostnaðar- minnst væri að flytja það á. Á fundi daginn eftir (sunnudaginn 30. jan.) samþykkti Einingin að bjóða systurstúkunum Framtíðinni og Verð- andi samlag um bygginguna á lóð þeirri, er henni var mæld út í gær, gegn hlut- fallslegu framlagi frá þeirra hendi, seg- ir í fundargerðinni. Ekki varð af samkomulagi því, um bygginguna, sem Einingin bauð upp á hinn 30. janúar. Hinar stúkurnar höfnuðu, enda mun lóðarúthlutun þessi fljótlega hafa vakið einhverja óánægju, eða þótt óheppileg, því 12 dögum síð- ar, eða fimmtudaginn 10. febrúar kom byggingarnefnd saman á ný og nú fyrir sunnan slökkvitólahúsið, og var þá tekin fyrir beiðni frá Jóni Ólafssyni bæjarfulltrúa fyrir hönd góðtemplara- stúkunnar Einingarinnar í bréfi dags. s. d. um útmælingu undir hús handa stúkunni á téðum stað, 28 álna langt með útbyggingu við gafl 6 álnir og 12 álna breitt. Hafði Einingin fallið frá út- mælingu þeirri, er gerð var handa henni 29. f.m. fyrir vestan slökkvitólahúsið. Af hendi stúkunnar voru viðstaddir Jón Ólafsson bæjarfulltrúi, Guðl. Guð- mundsson cand. jur. og Júl. Schou

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.