Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 2

Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 2
2 EINING í AFMÆLISHÓFIÐ 1 veizlusalnum. Allt skal að einu miða hjá okkur bind- indismönnum, eflingu menningar og Vcixandi skilnings þjóðarinnar á þeirri sjálfsögðu lífsvenju, að lifa algáðu lífi og hrekja til fulls af höndum sér þann skaðvald, sem einna mest tjón hefur unnið þjóðinni um aldaraðir. Sjálft afmælishófið var að vísu skemmtilegur þáttur afmælishaldsins, en hitt var þó markverðast, að þetta 75. ára afmæli Reglunnar á Islemdi varð til þess að kynna þjóðinni allverulega enn á ný hið margþætta starf Reglunnar. Blöð og útvarp fluttu af þessu góðar fréttir, og blöðin birtu auk þess ágætar greinar og útvarpið flutti samfelda dag- skrá kvöldið fyrir afmælisdaginn. Höfðu þeir Stefán Ág. Kristjánsson, Einar Bjömsson og Gunnar Dal tekið hana saman, en flytjendur voru auk þessara, stórtemplar, Benedikt S. Bjarklind, Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastj., frú Sigþrúður Pétursdóttir, Indriði Indriða- son, Ingimar Jóhannesson og söngkór templara. Var þarna fluttur góður fróð- leikur og áhrifaríkt efni. Þá gaf Stórstúka íslands út snoturt og vandað afmælisrit, myndskreytt og fróðlegt. Hefur Indriði Indriðason, rit- * Höfundur kristninnar var kross- festur. Lærisveinar hans voru hr jáð- ir og hraktir. Þeim var varpað fyrir villidýr, þeir voru krossfestir og brenndir. Siðbótarmenn miðald- anna sættu sömu kjörum. Braut- ryðjendur vísinda og upplýsingar voru ofsóttir og dæmdir til dauða. Jafnvel svo seint sem á 19. öld báðu þeir embættismenn í Englandi, sem orðnir voru spillingunni samgrónir, siðbótarmanninn John Wesley blessaðan að lofa þeim að vera í friði. Þeim mönnum, sem krefjast þess, að mega una í makindum við nautnabikarinn, þótt á kostnað annarra sé, mega græða á því að verzla með voðan mesta — vopn og eiturvörur, verzla með líf manna og hamingju, græða á eymd og ófarsæld annarra, að mega verzla með heill einstaklinga og þjóða, — þeim finnst ævinlega, að við bind- indismenn, séum að skerða frjáls- ræði þeirra, séum að ganga á rétt þeirra, er við fordæmum forréttindi þeirra, sem eru háskaleg. Þegar Meistarinn rak prangar- ana út úr helgidómi þjóðarinnar, með þeim hörðu orðum, að þeir hefðu gert hús Drottins að ræn- ingjabæli, þá fannst þeim hann vera að ganga á rétt þeirra. — Nei, segir skáldið: ,,Sá kom ei í heiminn að rjúfa rétt, sem ruddi musterið forðum. Sé hneykslið á staðinn heilaga sett, Guð hjálpi þeim lýðumog storðum". (E. Ben.) Áfengissalan er annað mesta hneyksli menningarþjóða. Þetta hneyksli grefur ekki sízt um sig í lífi æskunnar og í lífi f jölskyldunn- ar, og eru þetta ekki einmitt mikil- vægustu helgidómar hvers þjóð- ' félags. Einmitt inn í þenna Edens lund mannlífsins sníglast afvega-' leiðandinn. Einmitt þar mælir fag- urt hin fláráða höggormsstunga áfengistízkunnar. Á þessu 75 ára afmæli Reglunnar á Islandi, mættum við nú, menn hennar, einna helzt biðja herra vín- garðsins, að senda til starfa menn, sem með guðlegum innblæstri og myndugleik hreinsa musteri þjóð- lífsins og hrekja hneyksli hneyksl- anna burt af heilögum stað. Þá mundum við að vísu verðá þess varir, að enn er ekki aldauður sá andi, sem jafnan hefur ofsótt spá- menn og alla þá, sem Drottinn send- ir til þess að heyja heilagt stríð gegn aldagamaalli villimennsku styrj- alda og áfengisóvenju. Við mundum þá sennilega verða að þola meiri andblástur en smáskítlegt nart og ódrengilegan róg, en við mundum þá líka fá „endurlífgunartíma“, eitt- hvað markvert mundi þá gerast og stærri sigrar vinnast til blessunar allri þjóðinni. Nú er þörfin mest á mönnum, sem vilja lifa fyrir heill þjóðarinnar, ekki fyrir eigin hag, heldur velferð heildarinnar og kom- andi kynslóða, lifa, fórna og jafnvel deyja fyrir heill þjóðarinnar, ef þess skyldi gerast þörf. Trúin á mikinn tilgang lífsins og andi mannkærleikans vakti upphaf- lega Regluna til lífs. Þar var vitur- lega lagður gnmdvöllur að alþjóð- legu mannúðarstarfi, og í anda mannkærleikans hefur Reglan starfað um aldarskeið meðal þjóð- anna og í 75 ár á íslandi, og um eitt skeið var hún þjóðarvakning, sem aldrei verður fullþökkuð, og átti þá í fararbroddi ýmsa mætustu menn þjóðarinnar. Gæfa Reglunnar er grundvölluð á bjargi heilbrigðra lífsskoðana. Hún mun því standa af sér storma og flóðöldur upplausn- artímabilsins, standa óhögguð og halda áfram björgunarverkinu. * *

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.