Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 13

Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 13
I E I N I NG 13 Upp af rófum hljóm- listarinnar Svo heitir greinarkorn í september- heíti . Rosicrucian . Digest og er þar endurprentað úr indversku vikublaði. Höfundur greinarinnar er Negrasöngvar- inn góðkunni, Paul Robeson, sem loks hefur nú fengið leyfi til þess að fara að heiman úr Bandaríkjunum, en um það var honum lengi neitað af grunsemd um vissar pólitískar skoðanir. I þessari litlu grein eru mjög eftirtektarverðar athug- anir, og er greinin á þessa leið: ,,Fyrir mörgum árum hefði ég ekki talið það hrósunarefni, eins og nú, að vera Negri. Mér var þá ekki ljóst, að unnt væri að miklast af slíku. Síðan hef ég uppgötvað margt. Slíkt hófst þegar á stúdentsárum mín- um. Þá komst ég í kynni við rúsSneska skólabræður. Ég heyrði þá syngja alþýðusöngva sína og mig undraði skyldleiki þeirra við hljómlist Negr- anna. Hvað gat verið bogið við okkar fyrirlitnu hljómlist, ef hún líktist mjög hinni dáðu rússnesku? Áttum við eitt- hvert vanmetið dýrmæti? Voru kannske hinir fyrirlitnu Negrar, sem hafa verið að basla við að tileinka sér slitrur hinn- ar samúðarsnauðu menningu Vestur- landa, raunverulega í samræmi við hina markverðu menningarhætti Austur- landa. Ég tók að athuga þetta nánar og * fika mig áfram. komst að því að ég — Negrinn — gat sungið rússneska söng- va eins og heimaalinn Rússi. Ég, sem þurfti að taka á öll mínu til þess að ráða við frakknesku og þýzku, gat talað rúss- nesku með fullkomlega réttum fram- burði eftir sex mánaða nám, og nú veitir mér eins létt með kínverskuna. Ég komst að raun um, að þetta var mér kleift sökum þess, að Afríku tungu- málin, sem talin hafa verið frumstæð H sökum einsatkvæðisgerðar þeirta, hafa gersamlega hina sömu frumbyggingu og kínverskan. Ég uppgötvaði einnig, að auðvelt er að snúa kínverskum ljóð- um á afrikönsku, þótt ógerlegt megi heita að koma þeim á enska tungu. Einnig varð mér ljóst, að venja Afríku- manna að hugsa í táknmyndum, var skyld því, sem hinir miklu kínversku hugsuðir hafa tamið sér. Þá fékk ég og vitneskju um, að sérfræðingar höfðu ) undrast mjög skyldleika hinnar fomu kínversku og afrikönsku listar. Sömu- leiðis komst ég að raun um, að þótt ég nyti ekki enskrar tungu lengra fram en til Shakespeare, þá naut ég min ágæt- lega með Pushkin, Dostoievsky, Tolstoi, Laotsze og Confuciusi. Þessa skildi ég vel. I þeirra hópi fannst mér ég vera fullkomlega heima hjá mér. Hér er þá ástæða til að staldra við mikilvæga athugun. Það kom nokkuð fyrir Evrópu með komu upplýsingar- tímabilsins. Fram að því var list, bók- menntir og hljómlist í skyldleikabönd- um við menningarverðmæti Austur- landa. Upplýsingartímabilið setti greind og skynsemi ofar innblæstri og brjóst- viti. Uppskeran varð kynslóð, sem sigr- aði náttúruöflin og settist til valda í heiminiun. En list þeirrar kynslóðar hefur orðið að borga brúsann. I hlutfalli við sigurgöngu vísindanna hefur verið hin stöðuga hnignun vestrænnar listar. Vitsmunaleg list verður ritjuleg og ófrjó. Þetta er alvörumál. Hvert leiða vest- ræn yfirráð heiminn, ef öll list veslast út af? Jesús, hinn austurupprunni, sagði sannleikann: ,,Hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignaðist allan heiminn, en fyrirgerði sálu sinni.“ “ Vissulega eru þessar athugasemdir hins gáfaða og Iærða söngsnillings, þótt Negrablóð renni í æðum hans, mjög athyglisverðar. I heiðni báru menn út böm sín, og þegar menningin cifneitar í verki ef ekki í orði bæði himninum og hjarta mannsins, þá ber hún út sína eigin sál. Æpa ekki ,,umskiptingarnir“ í list, bókmenntum, músík og siðum, á hverju götuhomi? Hrópar ekki soltin sál heimsins á eitthvað huggunarríkara, hugljúfara og guðdómlegra? Hefur ekki þjóðsagan um umskiptinginn orðið að vemleika í menningarsögu síðustu alda? Þráir ekki allur heimurinn góða bamið. -------00O00------- Týndursonur Eitt mesta áfall mannkynsins var það, að einmitt þegar framfarimar í tækni og náttúruvísindum vom sem hrað- stígastar, og vöxtur vélamenningar og viðskipta örastur, má segja, uppal- arinn — hugsjóna- og trúarlífið — hafi dáiS frá uppeldisstarfinu og óstýri- látu aíkvœmi sínu, sem síðan hefur verið ofurselt látlausum styrjöldum, hörmungum og kreppum í „landinu langt í burtu“ frá föðurhúsunum. -----00O00----- MA í Noregi 30 ára og í hröðum vexti I október sl. var bindindisfélag ökumanna í Noregi — Motorföremes Afholdsforbund — 30 ára. Afmælisgjöfin var eiginlega 10 nýstofn- aðar félagsdeildir. Árið 1946 var félagatala sambandsins 2000, en er nú á 30 ára afmælinu 15000, og er þannig í hröðum vexti. Það hefur unnið mikið og gott verk í landinu bæði á sviði bindindismála og varðandi öryggi í allri umferð. Forustumenn sambandsins eru dug- miklir og snjallir menn. Nýársræða forsetans FRAMHALD AF BLS. 7. vegu. En býsna ósnortið hefur land vort og þjóð verið af hörmungum, sem víða hafa gengið yfir, heimsstyrjöldum, borg- aras|tyrjöldum, kúgun, pyntingum og landflótta. Mættum vér fyrir því halda jafnvægi og heilbrigðri hugsun. Þróun atvinnuveganna hefur verið ótrufluð og hin ytri lífskjör eru í bezta lagi. Og þó liggur eitthvað í loftinu sem truflar. Mér kemur í hug, að það megi líkja heims- ástandinu við lífið í Álftaveri, þegar von er á Kötlugosi. Óhemju orka, sem er hvorki góð né vond í sjálfu sér, hefur verið leyst úr læðingi, og það er undir mannlegri náttúru, sem getur verið ýmist góð eða ill, komið, hvert þessu ógnarafli er stefnt. Aldrei höfum vér átt meir undir mannlegum þroska, vits- munum og drenglund þeirra, sem með æðstu völd fara. Vonina höldum vér því eins fast í og nokkru sinni áður, og göngum að þeim störfum og viðfangs- efnum, sem næst liggja, og þjóðin á framtíð sína og farsæld undir. Mér er kunnugt um, að þeir fara svo að í Álfta- verinu, og leggja ekki árar í bát, þó þeir eigi blind náttúruöfl yfir höfði sér. Oss er falinn þessi reitur til umönn- unar, sem heitir hinu kalda nafni Island, sem hlýjar oss þó um hjartarætur, hve- nær sem það er nefnt. Nýi tíminn hefur leitt í Ijós, að landið er betra og björgu- legra en talið var um langan aldur. Vér höfum tekið mikinn arf í þjóðlegum verðmætum, bæði andlegum og stjómar- farslegum. Kynstofninn er kjarngóður. Er það þá ofætlun að Islendingar geti orðið öndvegisþjóð um lífskjör, stjórnarfar og alla andlega menningu? Þetta er spurning Fjallkonunnar til barna sinna. Allt frá tímum Eggerts Ólafssonar, er Fjallkonan Madonna Islands, ýmist jarðnesk móðir, ,,sem á brjóstum borið og blessað hefur mig,” eða Fjalladrottningin með „viðkvæmt og varmt hjarta, þó varirnar fljóti ekki í gælum,” Og með þeim orðum vil ég ljúka máli mínu, að Fjallkonan hefur ríkulega blessað sín börn, og ætlast til nokkurs af þeim. Að svo mæltu kveð ég með beztu nýársóskum.“ Eining óskar forsetaheimilinu allrar blessunar á nýja árinu. Verði áhrif þessa forustuheimilis þjóðarinnar sem mest, landi og lýð til heilla. ---0O0---- Bláikrosinn á Madagaskar hafur fjölgað fé- lögum sínum um 40 þúsundir á fimm árum og er félagatalan nú alls 90 þúsundir.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.