Eining - 01.01.1959, Side 9

Eining - 01.01.1959, Side 9
 E I N I NG 9 4 ■V V > Magnús V. Jóhannesson y f i rf ra mf œrz I uf u I Itrú i Hinn 12. desember sl. andaðist hér í borg Magnús V. Jóhannesson yfirfram- færzlufulltrúi. Andlát hans bar að með sviplegum hætti. Hann lézt úr hjarta- slagi, á samkomu sem hann var staddur á og var hann að halda ræðu er yfir hann þyrmdi. Undanfarin ár hafði Magnús ekki gengið heill til skógar, en átt við vanheilsu að stríða, og dvaldi hann því m. a. erlendis sér til heilsu- bótar. Magnús V. Jóhannesson var fæddur í Reykjavík 8. júlí 1891. Hann var kvæntur Fríðu Jóhannsdóttur, hinni ágætustu konu, þau áttu eina dóttur, Svölu, sem er gift Jóhanni Ágústsyni bankaritara. Með Magnúsi er í valinn fallinn einn ágætasti maður sinnar samtíðar, maður, sem með magþættu starfi sínu ,,setti svip á bæinn.“ Magnús var iðnaðarmaður að námi — skipasmiður — stundaði hann þá iðn sína um árabil, en gekk síðar í þjónustu Reykjavíkurbæjar, sat í niður- jöfnunarnefnd og starfaði að innheimtu, en vann lengst að framfærzlumálum, hin síðari ár sem yfirframfærzlufulltrúi bæjarins. Starf framfærzlufulltrúans er erfitt, vanþakklátt og vandasamt, öðrum störfum fremur. En það ætla ég að Magnús hafi Ieyst þann vanda, sem í slíku starfi ber að höndum dag hvern, betur en flestir aðrir. Réttlætistilfinning hans, samvizkusemi, góðvild og dreng- skapur vísuðu honum þar hinn rétta veg, svo sem í öðrum störfum hans og samskiptum. Á ungum aldri gerði Magnús þá heit- koma, en við þá, sem mæta á fjölmennum út- breiðslufundum, enda er tilgangur kynningar- boðana ýtarleg úrvinnsla á einum þætti út- breiðslufundanna, þ. e. kynningu á hinu félags- lega starfi. Auk þess er í kynningarboðunum unnið markvisst að því að fá unga fólkið til að taka þátt í félagslegu starfi. Alkunn er sú staðreynd, að ófélagsbundnum ungmennum er hættara við að lenda í óreglu heldur en hinum félagsbundnu. Niðurstöður af ýtarlegum rann- sóknum i Svíþjóð, þar sem leitað var eftir tölum i þessu máli, sýna að þeim ófélagsbundnu er sex sinnum hættara við að lenda í óreglu heldur en þeim sem taka þátt i einhverju félagsstarfi. Fyrirkomulag það, sem hér hefur verið rætt um og nefnt er kynningarboð, hefur verið fram- kvæmt hjá ungtemplurum i Svíþjóð og Noregi (nefnist þar Ungdomskontakt) undanfarin ár, og hefur gefizt vel. Islenzkir ungtemplarar ætla að gera tilraun á næstunni með svona kynningarboð. Verður fróðlegt að sjá. hvernig tiltekst hér á landi. strenging að neita aldrei tóbaks né áfengis. Það loforð hélt hann alla tíð, svo sem önnur er hann gaf um ævina. Þessa afstöðu hans til tóbaks og áfengis má rekja til biturrar persónu- legrar reynslu, er hann hlaut, sem ungur drengur, vegna áfengisneyzlu föður síns. En hann strengdi ekki aðeins þess heit að neyta ekki sjálfur þessara eitur- nautna, sem svo margan hafa til glöt- unar leitt, heldur tók hann jafnframt þá ákvörðun að vinna ötullega gegn þeim, og við það stóð hann, svo sem aðrar ákvarðarnir sínar, því aðeins 14 ára gamall gekk hann í st. Víking nr. 104. Það var 25. jan. 1905. Víkingur var þá tæplega tveggja mánaða gömul stúka, stofnuð 1. des 1904. Hann var síðan félagi Víkings til dauðadags og heiðursfélagi hin síðari árin. Magnús V. Jóhannesson var að upp- lagi mikill félagsmálamaður, þægileg framkoma, glaðværð og gáfur, ásamt Magnús V. Jóhannesson. hrífandi mælsku skipuðu honum brátt sæti í fremstu röð áhrifamanna innan bindindishreyfingarinnar. Meginstarf Magnúsar í bindindissam- tökum og góðtemplarareglunni var á vettvangi æskulýðsstarfsins innan ung- lingareglunnar, fyrst og fremst, sem gæzlumaður ungl. st. Unnar nr. 38, sem hann var lengur en nokkur annar, samfleytt eða um þrjá áratugi. En því starfi fórnaði Magnús, um fjölda ára, hverri frístund sinni, með þeim árangri að Unnur varð um árabil forystukraftur í æskulýðsstarfi góðtemplarareglunnar í Reykjavík. Skipulags- og félagsmála- hæfileikar Magnúsar sýndu sig svo ótvíræðir í störfum fyrir Unni, sem fyrir hans forgöngu átti lang fjölbreyttustu starfi á að skipa, þar sem nægur hluti félaganna var þátttakandi, að árið 1927 var þess farið á leit við hann, að hann tæki að sér yfirstjórn unglingareglu- málanna í landinu fyrir Stórstúku íslands og tæki sæti í framkvæmda- nefnd hennar, sem stórgæzlumaður unglingastarfs. Það gerði hann og gengdi því starfi samfleytt til ársins 1934, við mikinn orðstír, svo sem vænta mátti, en jafnframt hélt hann áfram forystu sinni í Unni. Mikill er sá fjöldi þeirra unglinga hér í bæ, sem nú eru orðnir fulltíða menn og konur, sem störfuðu á unga aldri með Magnúsi V. Jóhannessyni í Unni. I minningargrein eins þeirra, Sigurðar Guðgeirssonar prentara, segir svo: „Magnús var mikill mælskumaður og þegar svo bar við gat hann hrifið áheyrendur sína svo, að þeir létu ekki eitt einasta orð hans framhjá sér fara. Engan hef ég þekkt er kunni betur skil á því að ræða við börn og unglinga. Frásagnir hans af liðnum atburðum urðu manni ljóslifandi, það var eins og maður væri sjálfur orðinn þátttakandi, eins og maður hefði lifað atburðina sjálf- ur. Ég veit að ég mæli fyrir munn flestra þeirra, er voru meðlimir unglingastúk- unnar Unnar undir handleiðslu Magn- úsar, er ég votta honum þakklæti fyrir störf hans í þágu ungtemplara. Við munum lengi minnast hans og munum alltaf eiga góðar og bjartar minningar frá því samstarfi.“ Magnús lét fleiri mál til sín taka, en bindindismálið, þó að það væri hon- um vissulega kærast. Hann tók all- mikinn þátt í verkalýðsmálum um tíma og stjórnmálum, svo og málefnum kirkjunnar og var safnaðarfulltrúi Lauganessóknar. Um leið og vér Víkingsfélagar kveðjum þenna vin vorn og félagsbróðir á vegamótum, þar sem leiðir hljóta að skilja um sinn, þökkum vér öll störfin, bæði fyrir Víking og Unni á liðnum ára- tugum, þökkum fagurt fordæmi um órofa tryggð við málstað vom. Handtak þitt var löngum þétt og innilegt. Þakkir vorar og vinarkveðjur fylgja þér eftir. Vér blessum minningu þína og sendum ástvinum þínum konu, þinni; dóttur, tengdasyni og dóttursyninum, Magnúsi litla, vorar innilegustu samúð- arkveðjur. Útför Magnúsar fór fram 19. desem- ber sl. að viðstöddu fjölmenni. Séra Garðar Svavarsson jarðsöng og flutti fagra minningarræðu. Af hálfu góð- templara flutti fyrrv. stórtemplar, Bjöm Magnússon, prófessor, snjalla kveðju- ræðu. Einar Björnsson.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.