Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 16

Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 16
16 ÞorvarOur Þorvarösson, prentsmiOjustjóri, — Stórtemplar 1921—1923. Sjötíu ogr fimm af hundraði alls mannkynsins neytir ekki áfengis, en þessi drekkandj fjórði hundraðshluti er að mestu leyti í löndum kristinna manna. Lítil sæmd er það kirkju hinna kristnu, og er varla von á góðu ef æðstu mennl kirkjumála veita i veizlum áfenga drykki bæði kennurum og prestum. Dugar þá slíkum mönnum lítt að átelja drykkjusiði. Einar H. Kvaran, rithöfundur og skáld — Stór- templar 1923—1921). t EINING Keflvíkingar gáfu hið réffa fordæmi Með miklum myndarbrag stóðu þeir kraftar, sem verjast vilja vandræðum og ómenningu, saman í Keflavík um það að hafna opnun áfengisútsölu þar. Bind- indishugsjónin á sterka og ágæta liðs- menn í Keflavík. Málflutningur þeirra að þessu sinni var hinn prýðilegasti og rök- færslan örugg. Andstæðingar bind- indisins eiga aldrei völ á neinum hald- góðum rökum og málstaður þeirra er vondur, og þess vegna óverjandi, þótt hann sigri oft í krafti nautnasýki og gróðahyggja. Annað hefur hann hvergi sér til stuðnings. Af 2149 kjósendum greiddu 1112 atkvæði. Sögðu 619 nei við opnun áfengissölu í Keflavík, en 487 já. Hefði áreiðanlega illa til tegizt, ef bindindis- menn á staðnum og liðsmenn þeirra hefðu ekki verið vel á verði.Þeir menn sem stöðugt rægja templara og reyna að telja þjóðinni trú um að starfsemi þeirra sé gagnslaus, segja alltaf ósatt. Bæði í Keflavík og Vestmannaeyjum hefði nú verið opnaðar áfengissölur, ef templarar hefðu ekki látið málið til sín taka, en vitað er, hvaða áhrif opin áfengisverzlun hefur á hverjum stað. ----ooOoo--- Það bjargaði Fróðleiksþörf aldrei fékk ég satt, því fór nú svona um ,,pundið“ en Guð gef mér hjarta hlýtt og glatt, því hef ég gæfuna fundið. Síráin Oft í byljum velta verst veldi heimsins stinn og há. Stráin þola storminn bezt, því stráin eru mjúk og lág. P. S. ------ooOoo----- Frumleg refsing Lögreglan í Tyrklandi notar óvenjulega aðíerð til þess að refsa þeim mönnum, er sekir gerast um ölvun við akstur. Lögreglan setur hinn seka upp í jeppabíl og ekur með hann út úr borg- inni, 25 kílómetra út fyrir allt sem kallast geta vegir eða samgönguleiðir, skilur manninn þar eftir og veifar höndum til hans um ieið og lögreglumennirnir aka heimleiðis. Hinn brot- legi á ekki annars kostar en röita alla vega- lengdina heim á leið. Auglýst eftir vinnufólki „kaupamaður óskast að Nesi, sem kann að mjólka kýr og tvær vinnukonur." SigurOur Jónsson, skólastjóri. —- Stórtemplar 1921—1929. Sagt er, að þegar erkibiskupinn af Canter- bury, Geoffrey Fisher, var ungur pestur hafi hann gefið saman ung hjú í heilagt hjónaband. Þegar lokið var athöfninni spurði brúðguminn, hvað hann skuldaði. „Ég set ekkert ákveðið upp,“ svaraði hinn ungi klerkur, „gjaldið verður að fara eftir því, hvers virði yður finnst athöfnin vera." Þá sneri brúðguminn sér að brúðurinni og sagði: „Elskan mín, þú hefur gert mig eigna- lausan til lífstíðar." Páll J. Ólafsson, tannlæknir. — Stórtemplar 1929—30.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.