Eining - 01.01.1959, Page 11

Eining - 01.01.1959, Page 11
EIN ING 11 in acj,ci cj\ Og nú, Israel, hvers krefst drottinn, Guð þinn, af þér nema þess, að þú óttist drottin, Guð þinn, og gangir ávallt á hans vegum, og að þú elskir hann og að þú þjónir drottni, Guði þínum, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni, með því að halda skip- anir drottins og lög hans, þau er ég legg fyrir þig í dag, og þér er fyrir beztu .... Því að drottinn, Guð yðar, hann er Guð guðanna og drottinn drottnanna, hinn mikli, voldugi og ógurlegi Guð, sem eigi gerir sér mannamun og þiggur eigi mútur. Hann rekur réttar munaðarleysingjans og ekkjunn- ar og elskar útlendinginn, svo að hann gefur honum fæði og klæði. Elskið því útlendinginn, því að þér voruð sjálfir útlendingar í Egiptalandi. Drottin, Guð þinn, skalt þú óttast, hann skalt þú dýrka, við hann skalt þú halda þér fast og við nafn hans skalt þú sverja. Hann er þinn lofstír og hann er þinn Guð. 5. Mósebók 10, 12,13, 17-21. Um þessi áramót væri sennilega enginn boð- skapur til íslenzku þjóðarinnar veigameiri en þessi, að ganga á vegum Guðs og þjóna honum af öllu hjarta og allri sálu, og gæta vel alls réttlætis, sem er hverjum manni og hverri þjóð ,,fyrir beztu,“ eins og þarna er sagt, því að enn gildir fyrirheitið, að sé ríki Guðs leitað fyrst og fremst og það eflt á meðal manna, muni allt annað veitast að auki, en um þetta ,,allt annað“ gera þjóðirnar hávaða, heyja styrjaldir, gleyma Guði sínum og bíða svo hryllilega ósigra á öllum sviðum. — Gefi guð oss hyggni og hjartalag til þess að velja um þessi ára- mót veg farsældar og friðar, vegu Guðs. FriObjörn Steinsson, bóksali á Akureyri. 1 húsi hans var fyrsta góO- templarastúkan á lslandi stofnuO, og hann var einn áhugasamasti stofnandi stúkunnar og frumherji reglunnar á lslandi. Björn Pálsson, verzlunarmaöur. Stórtemplar 1886. Fyrsti stórtemplar á lslandi. A f m œ I i s I j ó ð Sungið á sextugsafmœli barnast. Svövu L A G : Þú, vorgyðja, svífur úr suðrænum geim. Við myndum hér fylkingu’ af fullhugasveit með framsóknar-vilja og mætti; sem bræður og systur við bindum vor heit með batnandi lífsvenju-hætti, með sannleika’ að vopni, þá sigrast hver þraut, því sækjum fram ótrauð á vorhugans braut. Hvert blóm, sem að upp vex, er barn eins og við, sem birtu og yls þarf að njóta; og hvar, sem þið farið, þá leggið oss lið svo lífsfylling megum við hljóta. Frá kœrleikans mætti allt líf fær sitt Ijós og litauðgi sína hver blómstrandi rós. Og hvað er svo frjálst eins og fuglar á grein, sín fagnandi vorljóð er syngja? Og hvað er svo bjart eins og barnslundin hrein, er bjöllurnar vonanna klingja með sakleysi æskunnar, syngjandi vor, og sólvermda krafta, með líf og með þor? Ingþór Sigurbjörnsson.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.