Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 18

Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 18
18 EINING I Hvöt málgagn Sambands bindindisfélaga í skólu-m, 23. árgangur, 1—3. tbl. 1958. Þetta er töluvert myndarlegt rit, 47 blaðsíður, myndskreytt og fjölbreytt að efnisvali. Það er unga kynslóðin, sem hefur þar orðið. Hrafnhildur Brynjólfs- dóttir, í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, skrifar um Fjölskyldu þjóSanna. Þar eru þessar setningar: ,,Það er átakanlegt að sjá litla kínverska snáðann með tóma skálina útrétta og bænina, þörfina og skortinn svo skýrt meitlaða á andlitið, að það sker mann í hjartað að horfa á þetta, en geta ekkert hjálpað, ekki sízt vegna þess, að maður hefur nóg sjálfur.“ Það er ung stúlka, sem talar út frá tilfinningum hins ósvikna konuhjarta. Gott er það, að sem víðast bóli á þessum tilfinningum, því væri þeir nógu margir meðal þjóðanna, sem þannig finndu til og hefðu hjartað á réttum stað, mundi vera unnt að ráða bót á skorti sumra, en draga úr óhófi annarra, og einnig bæta böl þeirra, sem áfengisneyzlan kvelur. I ritinu er meðal annars skýrsla Vilhjálms Einarssonar um ferðalög hans á vegum S. B. S. 1957 og heim- sóknar hans í skólana og til ýmissa félaga, og lejdir Eining sér að endur- prenta hér Lokaorð skýrslunnar, sem er gott íhugunarefni, jafnt ungum sem öldruðum: ,,Ég vil nota tækifærið nú, þar sem skýrslugerð þessi er síðasti liðurinn í störfum mínum á vegum S. B. S., að þakka þær alúðarmóttökur, sem ég hlaut alls staðar. Þær móttökur voru svo góðar, ekki sízt vegna almennrar vel- vildar og vinsemdar við þann málstað, sem ég stóð fyrir, bindindið á vín og tóbak. Skólaæskan í heild er bindindis- söm, auðvitað með undantekningum þó. Verði misbrestur á því, er það vegna þekkingarskorts eða umhugsimarlevsis, nema hvorttveggja fari saman. Það er algjörlega tómt mál að tala um nautna- sýki meðal skólaæskunnar, og allur málflutningur um bindindi verður að miðast við það. Unga fólk, kastið af herðum ylckar ábyrgðarlausu kæruleysi og hugsunar- leysi. Aflið ykkur réttra, hlutlausra upp- lýsinga um málin, bæði bindindis- mál og önnur þjóðnytjamál. Blindið ekki ykkur sjálf í {iví, að þið séuð eitt- hvað undrafólk, sem vísindalegar niður- stöður nái ekki yfir. Við, þú og ég, getum orðið hinu ægilega böli, áfengi og tóbaki, að bráð ef við bjóðum hætt- unni heim. Hvað er dapurlegra en að sjá mann eyða ævinni blindaðan tóbaks- reyk, ráfandi með flöskuna, sem trygg- asta förunautinn. Frelsi er óþekkt hug- tak fyrir þessa stétt manna. Þeir lifa ánauðugir, jafnvel þó þeir séu í frjálsu landi. Ungu menn og konur. Horfið og hugsið hátt. Notið ykkur þá ótölulegu þroskamöguleika, sem nútímaþjóðfélag býður þegnum sínum. Lærið að njóta lífsins á heilbrigðan hátt. Það er ekki hægt að njóta lífsins við ástundun reyk- inga og víndrykkju, sem hvorttveggja sóar heilsunni. Án heilsunnar verða öll veraldleg völd og auður minna en einskis virði. Enn stendur forn-gríska máltakið í fullu gildi: Takmarkið er: „Heilbrigð sál í hraustum líkama.“ Megi bindindisstarf í íslenzkum skólum ávallt þroskast og dafna. Það er bezti starfsgrundvöllurinn til þess að ná hinni forn-grísku hugsjón.“ Vilhjálmur Einarsson. Vilhjálmur Einarsson. ----o---- Áfengi og manndráp 1 september sl. stóð 37 ára maður 1 Noregi fyrir rétti, kærður fyrir manndráp. Hann hafði farið í heimsókn til vaktmanns á ferju. Þar komu svo tveir sjóliðar, ungir menn. Þeir ætluðu um borð i ferjuna, en vaktmaður hafði lagt bann við slíku. Lenti þá i orðasennu milli hins ákærða og annars sjóliðans. Endaði hún á þá leið, að hinn ákærði sló unga manninn, Sem féll við og dó næstum strax. Blóðrannsókn fór fram og kom í ljós, að áfengismagn í blóði hins ákærða var 1 promille, vaktmannsins 2,46 og var því svo ölvaður að hann mundi ekkert af því, sem fram fór, en i blóði unga sjóliðans var áfengis- magnið 2 til 2,5 promille. Læknar sögðu, að sjóliðinn hefði borðið lít- inn útvortis áverka, en sennilega hefði heila- blæðingin orðið svo mikil og ör að til dauða dró brátt sökum þess, hve ungi maðurinn var ölv- aður. Skyldu ekki flestir lanldsmenn hins unga manns hafa verið fúsir til að leggja nokkuð á sig, jafnvel stofna lífi sinu í hættu til þess að bjarga honum úr sjávarháska? En þótt áfengis- neyzlan sé stöðugt að glata mannslífum, einnig hér á Islandi, valda hryllilegum slysum, glæpum og botnlausum ófarnaði, fást þjóðir ekki til að taka frá vanþroska mannkyni þenna, einn skæð- asta bölvald þess. — Þetta er önnur versta brjál- semi manna, hin eru styrjaldirnar. Hvort tveggja vitnar jafnt um óvit og skort á siðgæðisþroska ^ og menningu. -------ooOoo-------- Trygging óþörf „Þú verður að láta tryggja innanstoksmuni þína fyrir þjófnaði. Hugsaðu þér, ef einhver stæli dýrindis minkapelsi frúarinnar” sagði maður nokkur við kunningja sinn. „Alveg óþarft,” svaraði hinn. „frúin hefur séð fyrir þessu, því að þegar ég kom heim i gær- w kveldi ofurlítið fyr en venjulega, stóð piltur í klæðaskápnum til þess að lita eftir pelsinum." -------ooOoo-------- Þannig er um flest þar I kvöld ganga flestir menn í Asíu soltnir til hvilu. Flestir menn í Asíu kunna hvorki að lesa né skrifa. ** Flest allir í Asiu eru bláfátækir. Flest allir í Asíu hafa aldrei séð læknir. Flestir hafa þar aldrei heyrt orð um lýð- frelsi og lýðræði. Flestir menn í Asíu hafa aldrei kynnst nein- um borgaralegum réttindum. Flestir i Asíu trúa þvi, að allt annað væri betra en það, sem þeir búa við, og eru ráðnir í að tileinka sér eitthvað annað. Flest allir í Asiu halda, að fyrsta sporið til frjálsræðis og bættra lífskjara sé það, að losna við nýlenduarðrán Vesturlanda. ► Flest allir í Asiu vantreysta öllum hvítskinn- um. Folkets Val 000 Hætta tóbaksneyzlunnar vekur stöðugt meiri athygli meðal menning- 4 arþjóða. í sumar sem leið var alþjóðleg ráð- stefna í London varðandi þetta mál. Heilbrigðis- málaráðune.vti Breta telur sig hafa nægar sann- anir þess, að tóbaksreykingar valdi lungna- krabba og fleiri sjúkdómum. Sagt er að þing og stjórn Breta muni láta vandamál þetta til sin taka. Arið 1957 reyktu Svíar og tóku í nefið fyrir 948 milljónir sænskra króna, og þó rúmlega það. Þetta nálgast einn milljarð árlega. Menn kvarta sáran, og oft af fullri ástæðu, undan þungum álögum, en leggja þó á sig hina miklu byrði skaðnautnanna. Lengra nær menning 4 okkar ekki. Svíar taka i nefið árlega 2710,5 þungalestir af neftóbaki. „Hættan af tóbaksneyzlunni er orðin slík, að gegn henni þyrftu allir að vinna,” segir í sænska blaðinu Folkets Vál.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.