Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 7

Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 7
£ I N I NG 7 Árni Óla. einkum áherzlu á þjóðlegan fróðleik. Mjög sker hún sig úr öðrum hliðstæðum ritum að því, að ritstjórinn lítur ekki við neins konar sorpi og lætur eins og lifað verði án þess að fræðast um villi- mennskuna í fenjaskógum kvikmynda- borganna. Árni Óla var snemma með ágætum hagmæltur, en hann lagði kveðskapinn á hilluna í dagsins önn, þó að enn yrki hann stundum vísur og jafnvel heil kvæði af orðsnilli og smekkvísi. Hann fékkst og ungur við sagnagerð og lét frá sér smásögu, sem spáði góðu um framtíð hans sem liðtæks sagnaskálds. Hún heitir Stórhríð og birtist í Iðunni. En dagsönnin, sem sat í dyrunum hjá Árna, bannaði honum einnig að eyða tímanum í sagnagerð. Hann hefur þó á síðari áratugum skrifað bækur, sem sýna, að hann er ekki aðeins snjallur blaðamaður, heldur og góður fræði- maður og rithöfundur. Bækur hans eru orðnar margar, en ég mun hér aðeins nefna Blárra tinda blessað land, Fjöll og firnindi, Frásagnir, Gamla Reykja- vík og Litill smali og hundurinn hans, og er þá nefnt sitt af hverju tæi. Um Litla smalann, sem hefur að flytja mik- inn fróðleik um lífshætti í sveitinni fvrir hálfri öld, er það annars að segja, að hún flytur hrífandi lýsingar á hugsunar- hætti og Ieikjum barna og sambandi þeirra við dýrin og umhverfið. Árni Óla hefur verið templar í meira en tuttugu ár, og síðan 1940 hefur hann starfað í stúkunni Framtíðinni nr. 173. Honum er góðtemplarareglan og siða- kerfi hennar heimur friðar, kærleika og dulhelgi, og hann er mjög vandur að virðingu Reglunnar. Hann er ávallt fús til starfa í stúku sinni, hefur gengt þar ýmsum helztu embættum, flutt fjölda af ræðum og hugvekjum og marga skemmtilega og fróðlega frásagnar- þætti. Hann átti lengi sæti í fram- kvæmdanefnd Stórstúku íslands, en hin síðustu árin hefur hann helgað Fram- tíðinni allt starf sitt sem templar. Árni er í senn karlmenni og prúð- Áramótaávarp ior- setansf hr. Ásgeirs Ásgeirssonar GÓÐIR íslendingar! Við hjónin sendum yður öllum, hverj- um einum og þjóðinni í heild, beztu kveðjur og árnaðaróskir héðan frá Bessastöðum á þessum fyrsta mjall- hvíta degi hins nýbyrjaða árs. Við þökk- um fyrir gamla árið, sem á svo margan hátt hefir verið okkur ánægjulegt og þjóðinni heilladrjúgt. Það er ilmur og bjarmi frá æskudögum yfir þessari miðs- vetrarhátíð, sem hefst þegar Jesúbarnið liggur nýfætt í jötunni, og lýkur þegar vitringarnir hylla konung hins tilkom- andi ríkis. Sólin fer hækkandi á lofti, og frá þessum degi teljum vér 1959 ár eftir Krists burð. Vér þökkum hið liðna, en á þessum degi lítum vér þó meir fram í tímann, og vonin um ár og frið glæðist í brjósti. Miðsvetrarblót eru af- lögð fyrir 959 árum. Vér teljum ekki, að það þurfi blóð fórnardýra til að blíðka goðin, lyfta sólinni á braut og tryggja vetrarafla og vorgróður. En fórnin er þar fyrir ekki fallin úr gildi. Kristnir menn fórna sínu eigin lífi með auðmjúku og þó öruggu hjarta í samstarfi við hin skapandi öfl. Heitstrengingar breytast í lofgjörð og bæn, og drengilega baráttu fyrir bættum hag og gróandi þjóðlífi. Fórn þýðir hjálp, sem beint er að þeim náunga, sem vér náum til. Vér höfum öll margs að minnast og menni djarfur og skorinorður og getur orðið þungorður, en stóryrtur aldrei, hvað þá illyrtur. Hann er drengskapar- maður og hinn mesti tryggðavinur vina sinna, hugsjónamaður og samt raun- sær, alvörumaður og þó mjög kíminn og hefur afarglöggt auga fyrir öllu skop- legu. Hann er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var María Pálsdóttir. Hún lézt 1940. Nú er Árni kvæntur Maríu Guðmunds- dóttur, hjúkrunarkonu, og er hún honum mjög samhuga um rækt við Regluna og þau málefni, sem hún er helguð. Árni Óla hefur elzt vel, og vonandi er, að hann endist líka vel og lengi, vinum sínum til ánægju og hugsjónum og hugðarefnum til velfarnaðar, en hversu sem það fer, þá er fullvíst, að ekki muni hann af sér draga um störf og elju — eða láta síga neitt það merki, er hann hefur hafið. Brotnað gæti hann, en vart bognað og því síður orðið sprek á haug ábyrgðarleysis og tómlætis. Gu&mundur Gíslason Hagalín. Forsetinn, hr. Ásgeir Ásgeirsson margt að þakka frá.liðnu ári, einmuna tíð og árgæzku til lands og sjávar, og þó er jafnan skuggi einhvers staðar á; að þessu sinni landnyrðingurinn á Norð- austurlandi og stopul síldveiði. Það er íslands náttúra, að árferði er breytilegt eftir landshlutum. Sjaldan, ef nokkru sinni, hafa Islendingar haft betur til hnífs og skeiðar og annarra afkomu, en þó eru þar einnig skuggablettir, sem ekki má gleyma. Minnir þetta hvorttveggja á nauðsyn sívakandi skilnings og samúð- ar. Samhjálpin, í hvaða mynd sem er, orkar miklu til jöfnunar.“ Forsetinn vék svo að stjórnarfari og vandamálum þjóðfélagsins, að heim- sóknum forsetahjónanna til allrar þjóð- arinnar undanfarin ár og auknum kynn- um þeirra af þjóðinni og okkar fagra og ástkæra fósturlandi. Einnig að hinum miklu breytingum í þjóðlífsháttum og stórstígum framförum, og mælti svo: ,,í sjálfstjórnar — félags — og mann- réttindamálum eru stórsigrar unnir. Viðfangsefnin eru gerbreytt. ,,Ekki lízt mér á þetta,“ sagði gamall þingmaður við mig fyrir mörgum árum, ,,áður ræddum við frelsi og mannréttindi en nú er eingöngu talað um kjöt og kaup, brýr og vegi.“ Breytingin er eðlileg en svo snögg, að vér höfum ekki enn náð föstum tökum á þeim lögmálum hófs og jafnvægis, sem liggja bak við hin miklu afskipti ríkisvaldsins af öllum þjóðar- búskap í fjárfestingu, endurgreiðslum, niðurgreiðslum, verðlagsákvörðunum o. s. frv. En þetta verður óhjákvæmilega að lærast. Fullveldið gerir oss djarfa, en gætni og forsjá þarf jafnframt í öllum hlutum til að fullveldið fái stáðizt til langframa. Vér lifum á erfiðum tímum, og er það bæði margsagt og margskýrt á ýmsa Framhald á 13. sióu.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.