Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 5
*
EI NI NG
5
Kræddir um sig sjálfa. En það voru
menn, sem töldu sig bera ábyrgð á
öðrum, skildu þýðingu fordæmisins,
töldu ekki á sig að taka afstöðu, var
ekki sama, hvernig öðrum reiddi af,
vildu ekki skorast undan að hafa sem
bezt áhrif. Þeir hugsuðu samfélagslega.
Þegar stúkunum fjölgaði, gerði þörf-
in á tengilið og sameiginlegri forystu
vart við sig. Stórstúka íslands var stofn-
uð á Jónsmessudag 1886, í lestrarsal
Alþingis, sem landshöfðingi léði til
fundarhaldanna.
Á þinginu mættu 17 fulltrúar frá 14
stúkum. (Einn þeirra kom að vísu ekki
fyrren gerðhafði verið formleg samþykkt
um stofnun stórstúkunnar.) Allir voru
fulltrúarnir eða urðu síðar þjóðkunnir
menn. Stórtemplar var kosinn Björn
Pálsson ljósmyndari, en hann fór fljót-
lega af landi burt, og tók þá Jón Ólafs-
son ritstjóri og alþingismaður við
embættinu.
Hér er þess enginn kostur að rekja
sögu stórstúkunnar eða reglunnar, ekki
einu sinni þótt aðeins væri stiklað á
stærstu atriðunum. Því síður er imnt að
rekja sögu bindindismálanna hér á landi
í heild, því að fleiri bindindisfélög en
reglan hafa starfað hér og starfa.
Þessi saga er saga um sigra og ósigra.
Það væri saga um sigra vínhneigðra
einstaklinga, sigra þeirra á sjálfum sér
og ástríðu sinni. Stundum hefur það
verið fullnaðarsigur, en því miður
hefuroftaðeinsverið um stundarsigur að
ræða, enda eru freistingarnar margar,
sem aðrir hafa lagt og leggja enn fjrrir
meðbræður sína, sem veikir eru á
svellinu í þessum efnum.
Þessi saga er um vöxt og viðgang
einstakra stúkna, þar sem skiptast á
blómaskeið og hnignunartímar.
Það er saga um baráttu reglunnar
fyrir bindindi, baráttu til þess að gera
þjóðina bindindissama. Sú barátta hefur
ekki aðeins verið háð við deyfð og tóm-
læti, sinnuleysi og skilningsskort, heldur
hafa ýmsir menn fyrr og síðar beinlínis
beitt sér til þess að spilla árangri af starfi
bindindismanna, stundum með háði og
spotti, stundum með fortölum og áróðri,
stundum með áhrifum á lög og reglu-
gerðir. Það hefur jafnvel átt sér stað,
að erlendir menn — framleiðendur
vína — hafa reynt að draga úr aðgerð-
um í bindindisátt hér á landi, — og
orðið vel ágengt.
I þessari baráttusögu mætti nefna
marga sigra og marga ósigra.
Meðal sigranna mætti minnast þess,
þegar staupasala í búðum var afnumin
1887 og aðflutningsbann á áfengi var
sett á alþingi 1909 að undangenginni
þjóðaratkvæðagreiðslu, en þau lög
ásamt banni á áfengisölu tóku gildi 1.
jan. 1915.
Þess mætti einnig minnast, að þá
voru margir af æðstu embættismönnum
Benedikt S. Bjarklind, lögfr.
Stórtemplar síðan 1957.
sunnanlands. Hinn 3. júlí 1885 — eftir
hálft annað ár — var fyrsta súkan
stofnuð í höfuðstaðnum, stúkan Verð-
andi, og gekk í hana margt ungra
menntamanna.
Hver var þá tilgangur þessara
manna, sem stofnuðu stúkurnar eða
gegu í þær?
Þar mun tvær ástæður einkum
hafa komið til greina, þótt fleira styddi
að.
Sumir menn voru drykkfeldir og vildu
notfæra sér til verndar þann styrk, sem
félagsskapurinn veitir, styrk vitundar-
innar um, að aðrir séu sama sinnis.
Svo voru aðrir, sem ekki voru
Björn Magnússon, prófessor,
Stórtemplar, 1952—1955.
Brynleifur Tobíasson, menntaskólakennari,
rithöfundur og áfengisvarnaráöunautur.
Stórtemplar, 1921,-1927 og 1955—1957.
landsins í hópi templara: ráðherrann,
landlæknirinn, bæjarfógetinn í Reykja-
vík, háyfirdómarinn og forseti samein-
aðs Alþingis, og biskupinn og dóm-
kirkjupresturinn í Reykjavík voru bind-
indismenn, þótt ekki væru þeir góð-
templarar.
En ósigra er einnig að minnast í þess-
ari sögu. Það nægir að nefna samþykkt
Spánarundanþágunnar 1922 og afnám
bannsins 1935.
Hins verður þá líka að minnast, að
bindindismenn hafa hrundið mörgum
Séra Kristinn Stefánsson,
Áfengisvarnaráöunautur.
Stórtemplar, 191,1—1952.
Lengst allra í því embœtti.