Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 3

Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 3
E1 NI NG 3 Forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir. höfundur tekið það saman, en formála skrifar stórtemplar. Laugardaginn 10. janúar — afmælis- daginn — messaði fyrrverandi stór- templar, Björn Magnússon, prófessor, í dómkirkjunni. Ekki gat ríkisútvarpið með nokkru móti sýnt þá rausn að út- varpa þessari afmælismessu menningar- félags, sem búið er að starfa í landinu í 75 ár og vinna þjóðinni ómetanlegt gagn margvíslega. Beiðni um þetta var þver- neitað og er slíkt jafn-furðulegt sem ótrúlegt Um kvöldið, kl. 6,30, hófst svo afmælishófið með borðhaldi. I stuttu ávarpi bauð stórtemplar velkomna hina « tignu gesti, forsetahjónin og biskups- hjónin, og aðra gesti. Borgarstjórinn gat ekki komið því við að taka þátt í samsætinu. Aðalafmælisræðuna flutti Ólafur Þ. Kristjánsson, en minni íslands Indriði Indriðason, rithöfundur. Sagðist þeim báðum prýðilega vel. Skemmtiatriði voru þessi: Frú Guðrún Tómasdóttir söng nokkur lög með undirleik Magnús- ar Blöndal Jóhannssonar, og var þeim ♦ vel fagnað. Eitt lagið var eftir hinn unga píanóleikara og varð söngkonan að endurtaka það. — Sjö ungmeyjar úr imgmennastúkunni Hálogalandi sungu og Iéku á gítar nokkur alþýðulög, sem ævinlega eru jafnhugþekk. Þá las Þór- Ieifur Bjalmason, námstjóri og rithöf- undur, skemmtilegan kafla úr óprentuðu handriti, og var þetta hin bezta skemmtun. Stutt ávörp fluttu svo forsetinn, hr. » Ásgeir Ásgeirsson, biskupinn, hr. Ás- mundur Guðmundsson og forseti Iþróttasambands Islands, Benedikt G. Waage. Ávarp biskups er prentað á öðrum stað í blaðinu. Stórtemplar bar fram þakkir til allra, sem ræður höfðu flutt og skemmt, þakkaði einnig gjafir, sem stórstúkunni höfðu borizt, fagra blómakörfu frá Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund og borðfána frá ÍSÍ, las einnig allmörg heillaskeyti. Veitingar voru myndarlegar, þrí- rétta-málíð, sérlega ljúffengur og góður matur og vel fram borinn. Pétur Daníels- son hótelstj. sá um þenna þátt afmælis- hófsins, sem ekki var með öllu vanda- laus, sökum húsnæðisins. Hófið varð að fara fram í gamla templarasalnum, sem alltaf er vistlegur og góður, en meira og þægilegra húsrúm hefði þó verið æski- legt, en það var ófáanlegt, nema leyfð- ar væri áfengisveitingar. Þannig er félagsmenning okkar. Má furðulegt heita, að Alþingi skuli fást til að semja óheppilega áfengislöggjöf, aðeins til að skapa gróðaveg nokkurra félagshúsa og hótela, hversu mikið tjón sem það veldur siðgæði og menningu þjóðarinn- ar, en sú hlið er öllum ljós. Að lokinni máltíð var kaffi drukkið í loftsal hússins og að síðustu hófst dans- inn. Sunnud. 11. jan. var svo haldinn mjög fjölmennur fundur stórstúkunnar, klukkan 4,30. Þar fór fram stigveiting, Indriði Indriðason flutti erindi og nokkr- ir fleiri tóku til máls. Stórtemplar stjómaði fundi. Frá einu var skýrt á þessum fundi, sem ekki má þeygja yfir. Frú Ragnhildur Þorvarðsdóttir, vara- templar stórstúkunnar, skýrði frá því, að nokkru fyrir jól hefði verið áformað að gera áklæði á öll embættismannaborð stórstúkunnar, 11 aðtölu, enáklæði þessi eru þannig gerð, að þau nái utanum öll borðin að framan og til beggja hliða niður á gólf. Þau eru gerð úr völdum dúkum og á þau saumað nafn stórstúk- unnar, táknmyndir og nokkurt útflúr. Allt er þetta mikil vinna, og nú fóru í hönd allar jólaannirnar, en konumar létu sér ekki bregða. Þær gegnu að verki með sínum venjulega dugnaði. Verkið var hafið 2. janúar, þá fyrst var búið að fá allt efni, og 8. janúar var verkinu lokið, unnið auðvitað af sumum nótt og dag. Og nú skreyttu þessi áklæði fundarsal stórstúkunnar. Fyrrv. stór varatemplar, Sigþrúður Pétursdóttir, hafði svo gefið hvítu blúndudúkana á öll borðin. Þannig vinna konurnar. Þeirra þáttur er slíkur, að hann má ekki koma í skuggann og hann ber að þakka hið bezta. Allt var afmælishald Reglunnar 75 ára mjög ánægjulegt, með menningar- brag og mjög til hvatningar alþjóð varð- andi það menningarmál, sem er bar- áttumál allra bindindismanna. -----ooOoo------- „Hver heimsótti þig i gaerkveldi, dóttir góð?" spuðri faðirinn. „Greta,” svaraði stúlkan. — „Skilaðu kveðju minni til hennar og segðu henni,” sagði faðirinn, „að hún hafi gleymt reykpípunni sinni.” Biskupshjónin, herra Ásmundur Guómundsson og frú Steinunn Magnúsdóttir. Myndin er tekin á vígsludegi biskups. Ávarp biskups Ég stend upp til þess að árna heilla góðtemplarareglunni á íslandi á 75 ára afmæli hennar. Væri hér um einstakling að ræða, væri hann gamall orðinn, en allt öðru máli er að gegna um þjóð- lífshreyfingu. Hún er enn ung á þess- um aldri. Þegar vér óskum hamingju á afmælisdegi, horfum vér ekki aðeins fram, heldur einnig yfir það, sem liðið er, og samfögnum yfir því, sem áunnizt hefur. Og hér er það mikið og margt, eins og alkunnugt er, og of langt fyrir mig að telja. En í nafni Þjóðkirkju Is- lands vil ég þakka það og biðja, að það megi verða sem ávaxtaríkast fyrir siðmenningu þjóðarinnar. Ég fagna því samstarfi, sem hefur átt sér stað með góðtemplarareglunni og og kirkjunni og á sér enn stað í ýmsum greinum, enda byggir reglan einnig fyrst og fremst á kristilegum grundvelli. Ýmsir hinna ágætustu presta hafa verið í brautryðjenda floltki reglunnar og eru það enn í dag. Frækomið, sem sáð var á Akureyri þennan dag fyrir 75 árum, hefur sann- arlega fallið í góðan jarðveg og borið ávöxt að þrítugföldu, sextugföldu, og hundraðföldu, og akur þess verið ísland allt. ,,Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá“ er mælikvarðinn, sem Kristur leggur á líf mannanna. Fyrir því stendur nú góðtemplarareglan á Islandi í björtu Ijósi, og hugsjón hennar blasir við háleit og fögur. Mér kemur í hug átakanleg og dýr-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.