Eining - 01.08.1967, Blaðsíða 8
8
E I N I N G
EINING
Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur
menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stór-
stúku íslands, kostar 100 kr. árg., 10 kr. hvert eintak.
Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík.
Sími: 41956.
Hver verður þáttur þeirra?
Austurlandamaður, R. D. Mathur, minnir á, að fyrir
austan Suez sé meira en tveir þriðju allra jarðarbúa. Þessi
hluti heims sé líkur eldfjalli, sem tekið sé að bæra á sér. Vel
geti það breytt lífi og kjörum alls heimsins hvað gerizt hjá
700.000.000 Kínverja, 500.000.000 Indverja, hjá milljónum
Ástralíu, Malasíu og Vietnam.
Sagt er að í Indónesíu einni hafi 800.000 manns farizt í
átökunum um völdin. Sumir segja að þetta hafi verið eins
konar próf á styrkleika aflanna, sem takast á frá Peking og
Moskvu, og að áhrifin frá Moskvu hafi borið sigur af hólmi.
Hver sem sannleikurinn er í þessu máli, þá sé þetta saga um
harmleik, sem afstýra verði í öðrum heimsálfum.
Þá segir R. D. Mathur að það kosti 240 þúsund dollara að
fella hvern Viet-cong-hermann. Rússar leggi þeim til her-
gögn, en Bandaríkin hinum og herstyrk einnig.
Kínverjar, sem fórnað hafi öllu og milljónum mannslífa
í byltingu til að búa þjóðinni betri lífskjör og bjartari fram-
tíð, séu nú komnir að raun um, að þeir geti ekki lifað í sátt
og samlyndi. Enn sé milljónum mannslífa fórnað í valda-
togstreitu þeirra, sem fyrir skömmu voru félagar. Þúsundir
mæðra verði að sætta sig við að synir þeirra komi ekki heim
að kvöldi, og þúsundir kvenna verði ekkjur á einum sólar-
hring og verði svo að heyja lífsbaráttuna óstuddar.
I Bihar-ríkinu í Indlandi hálfsvelti 43 milljónir manna
eða standi andspænis hungurdauðanum. Þar sé það úrlausn-
arefni, hvort barnið skuli fá eitt egg eða meira, eða hrís-
grjónaspón eða hátta matarlaust.
Höfundurinn fer svo allmörgum orðum um þörf Austur-
landa, margt, hafi verið reynt, einræði og fleira. Indland
þurfi t.d. að fá hundruð af þyrlum, til þess að konur og karlar
geti flogið um allt landið til að kenna fólkinu að lifa, fyrst
og fremst heiðarlegu lífi. Bezta hjálpin sem nokkur þjóð geti
veitt, sé hin andlega og siðferðilega viðreisn. — Hér við
mætti víst bæta, að slíkt sé þörf heimsins yfirleitt.
Ráðherra vegsamar bindindi
I sambandi við 70 ára afmæli Einars Gerhardsen, fyrrv.
forsætisráðherra Noregs, átti norska blaðið Vort Land sam-
tal við hann. Ein spurning blaðamannsins var þessi: Hvernig
hafið þér, maður svo mikið út á við í spennu nútíðarinnar,
getað komizt hjá hinni svokölluðu forstjóraveiki — hjarta-
krankleik? Ráðherrann svarar: „Ég hef ávallt verið óvenju
heilsuhraustur. Eitthvað get ég sjálfsagt þakkað því, að ég
er bindindismaður. Sá, sem ekki drekkur, gengur oftast fyrr
til náða en hinn. Hann getur horfið tímanlega úr samkvæm-
um, en þeir sem áfengis neyta sitja oft við skál frameftir
nóttu. Eg hef einnig búið við gott sálarsamfélag í fjölskyld-
unni. Samræmisgott fjölskyldulíf er mikill styrkur þeim
manni, sem þarf að fást við margt utan heimilisins. Ég hef
ástundað að verj a þeim afgangstíma, sem mér hefur hlotnast,
á heimilinu. Ég snæði ávallt morgunverð minn í samveru
konu minnar og barna, og þegar ég hef ekki verið í ferðalög-
um, hef ég undantekningarlítið verið daglega heima við mið-
degisverðarborðið, þótt ég hafi ekki haft til þess nema eina
klukkustund. Þá hefur það einnig verið mér ávinningur, að
öll fjölskyldan á sameiginlegt áhugamál, þar sem eru stjórn-
málin.“
Þessi voru orð ráðherrans. Skynsamlega mælt. — Reglu-
samt líf og farsælt fjölskyldulíf. Er nokkuð betra?
Einar Gerhardsen hefur verið bindindismaður og tekið
þátt í slíkri starfsemi allt frá æskuárum, og enn er hann
góður liðsmaður í bindindissamtökum verkalýðshreyfingar-
innar. Trúmennska hans við það góða málefni bilaði ekki,
þótt hann yrði forsætisráðherra, en sumir þola ekki að hækka
í tign. íslendingar hafa einnig átt og eiga enn ráðherra, sem
hafa þolað það, en fleiri hefðu þeir mátt vera.
„Ekki sæmir konungum aS drekka vín, né höf 'öingjum
áfengur drykkur,“ segir heilög ritning. Mikilvægt er, að leið-
togar séu góðar fyrirmyndir í einu og öllu. Þá vísa þeir veg-
inn.
Eins og þér hafið tekið á móti Kristi, Drottni
Jesú, svo skuluð þér lifa í honum, rótfastir og
byggðir á honum, vera staðfastir í trúnni, eins og
yður hefur verið kennt, og skara fram úr í þakk-
látssemi. Gætið þess, að enginn verði til þess að
hertaka yður með heimspeki og hégómavillu, sem
byggist á mannasetningum, er runnið frá heims-
vættunum, en ekki frá Kristi. Því að í honum býr
öll fylling guðdómsins líkamlega, og þér hafið, að
því er þér heyrið honum til, öðlast hlutdeild í
þessari fylling, enda er hann höfuð hvers konar
tignar og valds.
Kólossubréfið, 2, 6-10.
Skara fram úr % þakklátssemi. Gott íhugunar-
efni nútíðarmanninum í löndum nægtanna- Þegar
slíkt hugarfar skortir, þá fylgir þeirri vöntun
gremja, friðleysi, öfund, óánægja og gæfuleysi,
og hvað gagnar svo manninum, þótt hann eignist
allt, ef hann bíður tjón á sjálfum sér. — Trúin á
guðlega forsjón veitir þá guðsfylling, sem er allri
annarri auðlegð betri.