Eining - 01.08.1967, Blaðsíða 14

Eining - 01.08.1967, Blaðsíða 14
14 EINING Mikið heimabrugg I Noregi er áfengissalan ríkisrekstur og yfirleitt á þjóðin greiðan aðgang að iöglegu áfengi, en samt er þar ískyggi- lega mikið um heimabrugg. Þetta nota áfengisdýrkendur, sem engar hömlur á sölu eða veitingum þola, en vildu senni- lega helzt hafa pelann hjá sér í rúminu, eins og ungbarnið. Norsk Presseoversikt nr. 17/67 hef- ur eftir blaði (Farmand) að árið 1956 hafi norska þjóðin drukkið um hálfa- aðra milljón lítra af heimagerðu áfengi, 1962 um tvær milljónir lítra, og 1966 2,7 milljónir lítra. Á árunum 1956—66 hafi þetta heimabrugg aukizt um 125%. Á sama tíma hafi brennivínssala ríkis- ins aukizt um aðeins 25%. — Er það ekki nóg? Velgengni þjóða eykst, áfengisneyzla þeirra vex drjúgum, nautnasýkin áger- ist, siðferði hrakar á mörgum sviðum. Þannig er gott launað. Hver verður svo uppskeran ? ** -jc -x-x Rœktuð pest Víst hljómar það kynlega að tala um ræktctða pest, en þetta er þó kaldur raunveruleikinn. Sálfræðingurinn Svend Skyum Niel- sen, áfengismálaráðunautur dönsku ríkisstjórnarinnar, fullyrðir að í land- inu séu 75.000 fyrirvinnur, sem eigi það áhugamál næstum eitt, að afla sér pen- inga til áfengiskaupa. Séu konur þess- ara manna einnig taldar og börnin, verði það fjórði hluti milljónar í land- inu, sem þjáist sökum áfengispestarinn- ar. Hverjum 14. manni er refsað fyrir »---------------------------------ö B L 1 K Framhald af 13. bls. það var þurrkað á jörðinni eða í garð- inum, og barst með því að nafla barns- ins og inn í blóð þess.“ Aagaardshjónin í Eyjum heitir grein um dönsk myndar- og merkissýslu- mannshjón þar. Um hann segir: „Þessi Dani var ljóngáfaður og átti kímnigáfu í ríkum mæli, léttlyndur, góðviljaður og alþýðlegur valdsmaður. Dugnaðar- eða afkastamaður til vinnu mun hann ekki hafa verið, en sparsamur í meðferð opin- bers fjár og svo eigin og heiðarlegur í hvívetna." Þetta er sannarlega ekki slæm mann- lýsing. Skrifstofukostnaður sýslumanns var eitt árið ein króna. — Geri aðrir betur. Framhald. Pétur Sigurðsson. ölvun við akstur, og svo kalla menn bindindisáróður ofstæki. „Hófdrykkja" reynist mörgum háska- leg. Árið 1960 voru það 11% ungmenna á aldrinum 18—19 ára, sem ekki höfðu bragðað áfengi í Danmörku, en árið 1964 var það aðeins hálft %. Þannig sígur á ógæfuhliðina. Þessa pest rækta þjóðfélögin með áfengissölunni. Yfirlæknir í Noregi segir að þar séu 60—80 áfengissjúklingar, og annarhóp- ur eins stór, sem misnoti áfengi. Hvað er það svo, sem leiðir til misnotkunar? ** -)< -K0< Antabus sparar 35 milljónir órlega Dansk Goodtemplar, 15. marz 1967, getur þess að áfengisvarnalyfið Anta- bus spari þjóðinni um 85 milljónir danskra króna árlega. 18. febrúar sl. var aðaluppfinningamanni lyfsins, dr. med Erik Jacobsen, veittar 50 þús. danskar krónur sem viðurkenning fyr- ir framlag hans í þessu máli. Þá ávarp- aði annar prófessor hann, einnig dr. med. Einar Lundsgaard, og greindi frá því, að á hverju ári væri lyfið nú notað við 3500 ofdrykkjumenn, af þeim réttu við 1400 til 1500.Þegarathugaðer, sagði prófessorinn, hvað það kostar þjóðfé- lagið að rétta við til fulls einn of- drykkjumann, þá er sparnaðurinn á ári um 35 milljónir króna. Áfengissala hefur jafnan verið gróða- vegur, en afleiðingar sölunnar eru líka óhemju kostnaðarsamar. Öll eru þau viðskipti eitt mesta brjálæði þjóða. -K-X Margt gerist í senn Einn er að fæðast, en annar að deyja, einn er að kvongast, hinn dauðastríð að heyja. Einn er í veizlu, en annar í kvölum, einn í fangaklefa, hinn í glæstum sölum. Einn er verið að hengja og annan að pína, þá annar er að dansa við stúlkuna sína. Ýmsir eru að hlæja, aðrir sáran gráta, ýmsa beygir þrenging, en sumir mikið láta. — Þessu verður tilveran sumu svo að haga, en sjálfsagt má þó ýmislegt sníða til og laga. því svo má lengi prýða sem níða. P.S. Listsýning Hallveigarstaða Ekki gat ég stillt mig um að sjá þessa listsýningu, því að ég vænti alltaf góðs af kvenþjóðinni. Ég varð þó fyrir nokkr- um vonbrigðum, en listskyn mitt er nú sjálfsagt ekki þungt á metunum. Höggmyndirnar á sýningunni þótti mér yfirleitt góðar, sumar fallegar. Góð einnig málverkin eftir Gretu Björnsson, Síldarsöltun og Liljublóm. Sömuleiðis Vetrarhiminn eftir Helgu Weisshappel, Sjálfsmynd, og Frá Vestmannaeyjum eftir Júlíönu Sveinsdóttur, — Teppin eftir Ásgerði Ester Búadóttur og Vig- dísi Kristjánsdóttur voru ágæt. Sum málverkin hefði ég ekki viljað hafa í húsi mínu, t. d. málverkið: Kona. Það þótti mér ljótt. Hvað gengur að kvenmönnum, að gera slíkar myndir. Nokkru síðar sá ég í íslenzku dagblaði konumynd af höggmynd, sem gert hafði íslenzk listakona, og það verk hafði ríkisstofnun erlendis keypt, en þessi mynd í blaðinu þótti mér ljót. Nútíminn er umburðarlyndur við afskræminguna. P. S. -x-k -jc -*-x ÁFENGISSALAN 1. apríl til 30. júní 1967. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík . kr. 99.841.703 - - - - Akureyri .....— 11.575.480 - - - - ísafirði .....— 3.446.525 - - - - Siglufirði....— 2.058.450 - - - - Seyðisfirði .... — 2.560.095 - - - - Keflavík .....— 5.969.450 - - - - Vestmannaeyjum — 6.286.656 kr. 131.738.359 Á sama tíma í fyrra var salan, eins og hér segir: Reykjavík ............. kr. 105.228.068 Akureyri ..............— 10.646.365 Isafirði .............. — 3.289.095 Siglufirði ............— 1.902.735 Seyðisfirði ...........— 3.110.760 kr. 124.176.023 Áfengissalan fyrstu sex mánuði þessa árs varð: kr. 247.498.697, en var sömu mán- uði 1966 kr. 219.222.998. Söluaukning um 13%. ÁFENGISVARNARÁÐ. (Heimild: Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins).

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.