Eining - 01.08.1967, Blaðsíða 13
EINING
13
Þetta málverk af Vestmannaeyjahöfn mála'ði Freymóður listmálari Jólianns-
son sumarið 1966. Það hangir í afgreiðslusal Sparisjóðsins og er gjöf lians
til Eyjafólks til minningar um farsæl viðskipti og örugg um aldarfjórðungs-
skeið, þar sem ekki hefur enn tapazt ein króna af lánum sjóðsins til Eyjabúa.
Málverkið er stórglæsilegt.
um mörgu hetjum á erfiðum árum þjóð-
arinnar. Fækkar velgengnin slíkum
mæðrum? Vonandi ekki.
Einar Sigurfinnsson hefur víst verið
bindindismaður alla sína ævi og síðan
laust eftir aldamótin síðustu, hefur
hann verið í bindindisfélögum eða stúk-
um, yfir 60 ár, en tekið þátt í margvís-
legum félagsstörfum. Um ungmennafé-
lagshreyfinguna segir hann: „Hún hef-
ur bæði fyrr og síðar bjargað barnaláni
fjölmargra foreldra og þannig unnið
þjóðfélaginu íslenzka ómetanlegt gagn.“
I ritinu er góð mynd af Einari og
sonum hans, af þeim er einn þeirra
þekktastur, Sigurbjörn, okkar ágæti
biskup.
Margt er frásagnarvert í þessu ævi-
ágripi. Einar Sigurfinnsson minnist á
kreppuárin um og fyrir 1930: „Margir
urðu alls staðar frá að hverfa, fengu
enga vinnu eftir langa leit. Vonsviknir
rölta þeir að verkamannaskýlinu, daprir
í bragði. Setja sig þar niður og hvíla,
sumir þreytulegri að sjá, en þó að þeir
hefðu þrælað allan daginn í togaralest-
inni. Heima er bjargarlítil kona og börn,
sem skortir flest það, sem til þæginda
telst, já, líka brýnustu nauðsynjar."
Margur maðurinn mætti nú minnast
þessara ára og gleðjast yfir góðum kjör-
um sínum.
Sólveig Pálsdóttir, IjósmóSir, heitir
ein greinin í Bliki. Fróðleg er hún
einnig og furðuleg saga. Þar eru m.a.
þessi orð:
„Fyrir fáum árum sýndi Ragnar Ás-
geirsson, ráðunautur, Byggðasafni Vest-
mannaeyja þá góðvild að gefa því mynd-
ina hérna á blaðsíðunni til hægri. Mynd-
in er af ömmu hans, Sólveigu Pálsdótt-
ur, ljósmóður, sem var ein hin merkasta
kona, er hér hefur búið og starfað."
Þessi kona vann aðdáunarvert starf á
tímum mikilla erfiðleika. 1 frásögninni
segir:
„Á þessum tímum var líf Eyjabúa
átakanlega ömurlegt. Fátæktin var ó-
skapleg, eftir að einokunarverzlunin
hafði mergsogið Eyjabúa og búalið um
tveggja alda skeið. Húsakynni Eyja-
fólks voru fádæma léleg og sóðaskapur
og önnur ómenning á háu stigi. Fá-
fræði og þekkingarleysi almennt ríkj-
andi á flestum sviðum.“
Við þetta bættist svo ginklofasjúk-
dómurinn, sem herjaði þar árumsaman.
„Um það bil 7 börn af hverjum 10, sem
fæddust í Eyjum þá, veiktust af gin-
klofa (krampa) á fyrstu 5—12 dögum
ævinnar og létust öll."
Þegar Sólveig Pálsdóttir kom til Dan-
merkur til náms í ljósmæðrastörfum,
varð hún ekki lítið undrandi, er hún
fékk að vita, að „engin stúlka gat öðlast
leyfi til náms í þessari fæðingarstofnun,
nema hún hefði fyrst alið barn sjálf, —
sjálf fætt af sér barn.“
Þarna urðu þó valdhafarnir að slaka
til, en frásögn þessi minnir á einstöku
moðhausa, sem stundum halda því fram,
að menn geti ekki rætt og ritað um
bindindi og áfengismál, hafi þeir ekki
þambað áfengi sjálfir.
Eftir drengilega sókn, en næstum
fjögurra ára „vangaveltur" dönsku
stjórnarvaldanna, fékkst leyfi til að
koma upp fæðingarstofnun í Eyjum.
Um skeið starfaði svo danskur læknir
við þessa stofnun og undir handleiðslu
hans höfðu 23 konur fætt, þar af höfðu
7 mæður „ekki getað mjólkað börnum
sínum eða gefió þeim brjóst, sökum þess
að vartan var fallin inn. Orsakir: Of
þröngur klæðnaður um brjóstin.“
Oft hefur fatatízkan verið gæfuleg
eða hitt þó heldur. Öfgarnar margvís-
legar og fáránlegar.
Danski læknirinn og íslenzka ljós-
móðirin unnu að rannsókn á ginklofa-
veikinni. I frásögn Bliks segir svo:
„Allur þvottur var „breiddur á blæ“ í
Eyjum á þessum tíma eða þurrkaður á
steingörðum, sem mold fauk yfir í
þurrastormum. Hér leyndist bölvaldur-
inn. Sóttkveikjan lifði í jarðveginum og
komst úr honum í naflabindið, þar sem
Framhald á 14. bls.
1
Landlyst, húsið sem Sólveig Pálsdóttir og eiginmaður liennar, Matthias
Markússon, reistu. Fæðingarstofnunin, sem reist var á sínum tlma, var
við vesturenda hússins. Þetta mun vera elzta mynd, sem til er af húsinu.