Eining - 01.08.1967, Blaðsíða 12

Eining - 01.08.1967, Blaðsíða 12
12 EINING BLIK Tómthúsið Vestri-Lönd, íbúðarhús hjónanna Sigfúsar Árnasonar, organista, og frú Jóninu K. Brynjólfsdóttur. Myndin er tekin af málverki, sem sýnir suðurhlið hússins. í vesturtnda hússins liafði Sigfús póstafgreiðsluna (1896- 1904). Gengið var þar inn um dyr á skúrnum til vinstri. — Brynjólfur Sig- fússon seldi Vestur-Lönd 1908 hjónunum Friðriki Svipmundssyni og Elínu Þorsteinsdóttur. Söluverð var kr. 2.120.00. íbúðarhús þetta reif Friðrik Svip- mundsson 1909, er liann hóf að byggja íbúðarhús sitt, Stóru-Lönd, sem enn stendur þar. ÁRSRIT VESTMANNAEYJA 26. árgangur 1967. etta ágæta rit hefur dafnað vel á gáþessum sl. þrjátíu árum. T.d. var 8. árgangur aðeins 32 bls., en þessi 26. árg. er 368 bls. Margir síðustu árgang- arnir eru allmyndarlegar bækur. Rit- stjóri og útgefandi Bliks er Þorsteinn Þ. Víglundsson, fyrrv. skólastjóri, en nú sparisjóðsstjóri í Vestmannaeyjum. Undanfarin ár hefur ritið flutt mik- inn þjóðlegan fróðleik, margvíslegt efni, einnig gaman mál, og jafnan verið mjög myndskreytt. Það er fljótsagt, að þessi síðasti árgangur er blátt áfram afrek, hið merkasta plagg. Það er engin smá- ræðis vinna sem ritstjórinn hefur lagt í þessa bók. Þorsteinn á sannarlega skilið bæði hrós og þakkir fyrir þá eljusemi og allan þann fróðleik, sem hann hefur safnað þar og virðist engan veginn vera laus í reipunum. Engin leið er til þess að Eining geti fært lesendum sínum neinn verulegan skammt af þessum fróðleik. Þeir sem girnast hann, verða sjálfir að lesa ritið. Efnisski'á þess er 28 þættir og af þeirn hefur ritstjórinn skrifað sjálfur 13 eða 14, og eru sumir þeirra langir, eins og t.d. fyrsti þáttur ritsins, Frumherjar, sem er að miklu leyti um Söngfélag Vestmannaeyja og Vestmannakórinn. I þessum þætti er minnst á margt fólk, t. d. hin mei'ku hjón, Sigfús Ái’na- son, organista, söngstjóra og póstaf- gi’eiðslumann og konu hans, Jónínu K. N. Brynjólfsdóttur, og þeirra fyrir- myndar hamingjuheimili, en svo kemst einhver „fúla í hamingjueggið á bænum þeim,“ segir í frásögninni, og er það vissulega sorgarsaga, að slík fyrirmynd- ar sambúð snýst í óhamingju. Því þai’f kjarnafólk að láta óhöpp verðaaðvaran- legu tjóni? Hjónin slitu samvistum, sökin var víst Sigfúsar, en hefði ekki átt að valda hruni, sérstaklega vegna barnanna. — Hann fluttist um skeið til Canada og þangað skrifar Brynjólfur sonur hans eftir fráfall móðurinnar: „Daufir eru og dapurlegir dagarnir hjá okkur syst- kynunum heima á Löndum. Okkar hjart- kæi-a móðir er fallin frá og faðirinn vestur í Ameríku. Já, við erum búin að missa okkar hjartkæru og heittelskandi móður. Þar er skai’ð fyrir skildi." Faðirinn skrifar börnunum á þessa leið: „Hin sæla framliðna móðir ykkar var mér einnig jafnhjartkær eins og hún hafði nokkru sinni vei’ið, áður en nokk- uð ósætti átti sér okkar á milli. öllu þessu hef ég gleymt og útrýmt úr huga mínum fyrir löngu.“ Sigfús Árnason kom seinna heim aft- ur til Islands. Gaman er að lesa um Vestmanna- kór undir stjórn Bi-ynjólfs Sigfússonar. Árið 1944 fór hann söngför til Reykja- víkur og fleiri staða, og fékk hvarvetna góðar móttökur. Sjáleg mynd er af kórn- um í ritinu. Á sínum tíma kom svo ann- ar söngstjóri að kórnum, Haraldur Guð- mundsson, og 1951 óskaði ríkisútvarpið þess að kórinn syngi inn á segulband nokkur lög. Kórinn æfði af kappi í heil- an mánuð, maður kom frá útvarpinu og tók upp sönginn, og var talið að prýði- lega hefði þetta tekizt, en þá gerðist harmsaga mikil. 31. janúar flaug Glit- faxi frá Vestmannaeyjum til Reykja- víkur og þar um boi’ð var maðurinn frá útvarpinu með segulbandið. Glitfaxi fórst og allir og allt með honum. Flug- skilyrði voru vond og sagt var að önn- ur flugvél hefði neitað að fljúga þessa leið þennan dag. Næsti þáttur ritsins er um Betelsöfn- uðinn í Vestmannaeyjum 40 ára. Svo tekur við Æviágrip Einars Sigui’finns- sonar. Það skrifar ritstjórinn og gerir því góð skil. Víða segir þó Einar frá sjálfur og eftir hann eru þar allmöi’g ljóð. Saga hans er merk og lærdómsrík, rifjar upp gamla og góða menningu. Þegar Einar minnist móður sinnai’, eru orð hans m. a. á þessa leið: „Aldrei heyrðist æðruorð. Aldi’ei gætti óánægju í orðurn hennar né lát- bragði, hvað sem á bjátaði og hvei’su þröngur, sem efnahagurinn var. Alltaf var mamma hin sama, glöð, hlýoi'ð og bætandi allt, svo sem unnt var. Hún var innilega trúuð og bænin hennar „indæl iðja.“ Þar þykist ég hafa hlotið skýi’- inguna á hinu næsta yfii’náttúx’lega sálarþreki og styrk, sem hún hafði yfir að í’áða. Með böi’nin á handleggnum gekk hún að vinnu í eldhúsi og fjósi og stundum úti við. Með þau í keltunni eða við brjóstið spann hún og prjónaði. Þágerð- ist það stundum, að hún sagði sögur okk- ur hinum eldri á meðan hún innti hin stöi’fin af hendi. Þá sátum við eða stóð- um í kringum hana. Stundum kenndi hún okkur vísur, þulur, bænir eða sálmavers og bjó okkur þannig vega- nesti, sem bezt hefur enzt og i’eynzt.“ Þessi 15 bai’na móðir var ein af hin-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.