Okkar á milli - 01.12.1988, Blaðsíða 3

Okkar á milli - 01.12.1988, Blaðsíða 3
Tilviljun réð því að ég hélt lífi - segir Jerzy Kosinsky, höfundur Skræpótta fuglsins Höfundur Skræpótta fuglsins, Jerzy Kosinsky hefur skrifað langa frásögn um bók sína, þar sem hann skýrir m.a. frá því hvernig hún varð til og lýsir við- brögðum fólks við henni eftir að hún kom út. Hér á eftir verður gripið niður í þessa athyglis- verðu ritsmíð á örfáum stöðum, en hún er birt í heild aftan við söguna í íslensku útgáfunni. Þúsundir barna létust Þegar ég kom til Bandaríkj- anna, var ég staðráðinn í að stíga þaðan í frá aldrei fæti á landið (Pólland) þar sem ég hafði dvalið stríðsárin. Tilviljun einber réð því að ég hélt lífi, og alltaf hafði níst mig vitneskjan um hundruð þúsunda annarra barna sem látist höfðu... „Þeir tattórvera alla jafnóðum og þeir koma,“ skrifaði gyðing- ur í fangabúðum stuttu fyrir dauða sinn í gasklefanum. „Sérhverfærsittnúmer. Fráþví augnabliki hefur þú glatað sjálfi þínu og.hefur breyst í númer... Heilar okkar eru orðnir sljóir, hugsanirnar eru takmarkaðar: Þetta nýja mál veröur ekki skil- ið...“ Tilgangur minn með því að semja skáldsögu var að rann- saka „þetta nýja mál“ hrotta- skaþarins og óhjákvæmilega andstæðu þess, mál angistar og örvæntingar... Hræöileg sjón Þeir sem kusu að líta á bókina sem sögulegt skáldverk hefðu sem hægast getað vitnað í raunverulegan efnivið. Engir virtust hins vegar hafa gefið sér tíma til að lesa tiltæka vitnis- burði svo sem framburð nítján ára stúlku sem lýsir hefndarráð- stöfunum sem austurevrópskt þorp mátti þola fyrir að hafa skotið skjólshúsi yfir óvin þýska ríkisins. „Það var hræðileg sjón sem máist ekki úr huga mínum ævi- langt“, skrifar hún. „Eftir að þorpið hafði verið umkringt tóku þeir að nauðga konunum, síð- an var gefin skipun um að brenna það ásamt öllum íbúun- um. Þessir trylltu villimenn æddu að húsunum með eldi- branda og þeir sem hlupu frá Bók mánaðarins Fullt verð: 1.890 kr. Okkar verð: 1.490 kr. Bókin var síðast prentuð 1976 og hefur ekki verið fáanleg síð- an og. mun ekki fara á almenn- an markaðfyrir jólin. voru skotnir eða hraktir aftur inn í eldinn. Lítil börn voru þrifin frá mæðrum sínum og fleygt á bál- in...“ Aðeins þrír lifðu Besta sönnun þess að ég var ekki að ýkja hrottaskapinn og grimmdina sem einkenndi stríðsárin í Austur-Evrópu var ef til vill sú, að gamlir skólafé- lagar mínir skrifuðu mér og töldu söguna barnabók í sam- anburði við lífsreynslu þeirra sjálfra... Árið 1938 komu sextíu skyld- menni mín saman á síöasta ár- lega ættarmót sitt. Meðal þeirra voru mikilsmetnir menningar- frömuðir, læknar, lögfræðingar og fjármálamenn. Af þessum fjölda lifðu aðeins þrír styrjald- arlokin... OKKAR AMILLI 3

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.