Okkar á milli - 01.12.1988, Page 8

Okkar á milli - 01.12.1988, Page 8
Nr.: 2296 Fullt verð: 1.494 kr. Okkarverö: 1.150 kr. Nr.: 2297 Fulltverð: 1.156 kr. Okkar verð: 925 kr. Nr.: 2398 Fullt verð: 1.494 kr. Okkarverð: 1.150 kr. Dansað á ystu nöf hins mögulega Áttunda fórnarlambið er fimmta skáldsaga Birgittu H. Halldórs- dóttur, en áður hafa komið frá hennar hendi sögurnar Inga, Háski á Hveravöllum, Gættu þín Helga og i greipum elds og ótta. Lesendahópur Birgittu fer sívaxandi, enda er ritfærni hennar ótvíræð og frásagnar- gleðin mikil. Sagan gerist í Reykjavík og á Vesturlandi, og eins og í fyrri sögum Birgittu blómstrar ástin hjá sögupersónunum. En það er ekki friðsamlegt í kringum þá ástarelda. Hvað eftir annað er lífsdansinn stiginn á ystu nöf hins mögulega, þar sem enginn fær séð hvort framundan er líf eða dauði. Unnendur spennu- bóka, sem fjalla um ástir og af- brot, fá hér góða sögu í hendur, þar sem byggt er á íslenskri hugsun og aðstæðum. ífallvöltum draumaheimi Hollywood Skáldsagan Allt fyrir þig er eftir Danielle Steel, en hún er í fremstu röð þeirra sem nú skrifa fjölskyldu- og ástarsögur. Bæk- ur hennar seljast í milljónum eintaka og eru í efstu sætum metsölulista í Evrópu og Ame- ríku. Þetta er sjöunda bókin eftir Daniellu Steel, sem kemur út á íslensku. Aðalpersóna sögunnar er ein efnilegasta leikkona í Holly- wood. Hún giftist glæsilegum milljónaerfingja og líf hennar tekur algjörum stakkaskiptum. Hún leggur leiklistina á hilluna og helgar líf sitt manni og börn- um. En skyndilega verðurmað- ur hennar gjaldþrota og skilur hana eina eftir með fimm börn. Þetta er saga af ólíkum ein- staklingum, sem verða að tak- ast á við raunveruleikann í fall- völtum draumaheimi Holly- wood. Saga af tveim nútímakonum á f ramabraut Skáldsagan / skugga skelfing- ar er eftir Mary Higgins Clark, en áður hafa komið út á ís- lensku eftir þann höfund sög- urnar Hvar eru börnin og Viðsjál er vagga lífsins. Allar þessar bækur hafa hlotið einróma lof þeirra sem lesið hafa, enda vel skrifaðar og spennandi. Söguhetjan er ung kona sem er sjónvarpsfréttamaður og hefur tekið að sér að gera þátt um öldungadeildarþingkonu sem sækist eftir embætti varafor- seta Bandaríkjanna. Þegar far- ið er að grafast fyrir um fortíð hinnar mikilsvirtu þingkonu, kemur sitthvað óvænt og ískyggilegt fram í dagsljósið. í sögunni fléttast saman undar- leg og ógnvekjandi örlög þess- ara tveggja kvenna á þann hátt, að erfitt er að leggja bókina frá sér fyrr en hún hefur verið lesin til enda. 8 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.