Leo - 01.12.2003, Blaðsíða 25

Leo - 01.12.2003, Blaðsíða 25
Lionsklúbburínn HÆNGUR 30 ára íþróttafélag fatlaðra á Ak- ureyri, var stofnað 7. desem- ber 1974. Stofnfélagar voru 39. Aðalhvatamenn að stofn- un þess voru Sigurður Magn- ússon og Magnús Ólafsson. Á fundi 28. nóv. 1974 var þeim Stefáni Ámasyni, Jakob Tryggvasyni, Magnúsi Ólafs- syni og Heiðrúnu Steingríms- dóttur falið að undirbúa stofnun félagsins. Þessir að- ilar báru því allnokkra ábyrgð á tilveru krógans sem hefur vaxið og dafnað síðan. Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins var að kynna líkam- lega fötluðu fólki íþróttir sem það gæti stundað, til heilsubótar og ánægju, einnig með keppni í huga. Árið 1987 var skipt um nafn á félaginu og heitir það nú íþróttafélagið Akur. Félagið er opið öllum, fötl- uðum og ófötluðum, og er nú stór hluti félaganna ófatlaðir einstaklingar. í sögu félags- ins hafa verið 8 formenn: Stefán Árnason, Sigríður Þ. Vilhjálmsdóttir, Júlíana Tryggvadóttir, Snæbjörn Þórðarson, Tryggvi G. Har- aldsson, Rúnar Þ. Bjöms- son, Jakob Tryggvason og Þröstur Guðjónsson, yfirdómari, á Islandsmóti i Boccia Einstakl- ingskeþþni 2003 í Laugardalshöll. Jósep Siguijónsson. For- mennirnir hafa með sam- starfsfólki sínu og þjálfumm leitast við að efla félagið sem mest á hverjum tíma. Félagar í Akri hafa sýnt og sannað getu sína á liðnum árum og hefur félagið ár hvert átt íslandsmeistara í einhveijum greinum íþrótta fatlaðra, allt síðan það hélt fyrsta Islandsmótið, á Akur- eyri 24.-25. mars 1979. Einnig höfum við átt kepp- endur á fjölmörgum erlend- um stórmótum. Það hefur verið lán okkar að þeir einstaklingar sem valist hafa sem fulltrúar fé- lagsins á slíkum mótum, hafa bæði með frammistöðu sinni og prúðmannlegri fram- komu verið sú besta kynning sem hægt er að óska sér. Grunnurinn að þessari vel- gengni hefur verið lagður af þeim sem með elju og ósér- hlífni hafa verið ötulir að byggja félagið og keppendur upp, bæði með þjálfun keppnisfólks og á annan máta. Sá einstaklingur sem lagt hefur mest af mörkum til þjálfunar í félaginu er án efa Þröstur Guðjónsson, sem verið hefur þjálfari hjá félag- inu frá því á öðru ári þess. Við urðum snemma fyrir því láni að Lionsklúbburinn Hængur tók félagið upp á arma sína og hefur stutt það með ráðum og dáð bæði með fjárframlögum til tækja- kaupa og uppbyggingar móta, og ekki síður með miklu sjálfboðastarfi sem hefur gert okkur kleift að halda nokkur íslandsmót með sóma hér á Akureyri. Þeir hafa ennfremur frá 1982 haldið svonefnd Hængsmót fyrir alla félaga íþróttasam- bands fatlaðra. íþróttafélagið Akur, hefur aðsetur sitt og íþróttaað- stöðu á Bjargi við Bugðu- síðu, félagið er sem áður seg- ir opið öllum sem iðka vilja þær íþróttir sem félagið stundar eða styrkja aðra til þess. Hœngur Ljóni Hœngsson með Sigríði Ósk Sigurrósardóttur á Hængsmóti 2003. Æfingatajia hjá Iþróttafélaginu Akrí 2003-2004 Allir æfingatímar félagsins eru í íþróttahúsinu á Bjargi, nema mánudagstíminn í blaki sem er í KA-húsinu. Allir ern velkomnir. Félagið er öllum opið, hvort heldur fötluðum sem ófötluðum, og þeim sem hefðu áhuga á að kynna sér einhveija af þeim greinum sem í boði eru hjá félaginu í vetur, er bent á að hafa samband við viðkomandi þjálfara, eða formann félagsins Jósep Sigurjónsson í síma 462-3365. BOCCIA BOGFIMI BORÐTENNIS Þriðjudaga kl. 17-18 Þriðjudaga kl. 20-22 Þriðjudaga kl. 19-20 Laugardaga kl. 9,30-10,30 Laugardaga kl.10,30-13 Miðvikudaga kl. 18-19 Föstudaga kl. 17-18 Þjálfari: Þröstur Guðjónsson Símar: 461-1197 & 896 1147 Þjálfari: Gunnlaugur Björnsson Símar: 462-2055 & 891 6272 Þjálfari: Elvar Thorarensen Símar: 461-1323 & 863 1255

x

Leo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leo
https://timarit.is/publication/847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.