Leo - 01.12.2003, Qupperneq 7

Leo - 01.12.2003, Qupperneq 7
Hluti keþþertda á Hængsmótinu sl. vor. Fremst á myndinni eru keþþendur frá íþróttafélaginu Akri á Akureyri, og við hliðina á þeim er íþróttafélagið Gnýr frá Sólheimum í Grímsnesi. Þá koma Suðri, Gróska, Örvar og Snerþa. Fjœrst er stór hóþurfrá Iþróttafélaginu Eik frá Akureyri. - Mynd: Jósep Siguijónsson. og kostnaði þannig haldið niðri. Tekjur af blaðinu renna óskiptar í verkefnasjóð klúbbsins en úr honum er úthlut- að fé til styrktar ýmsum góðum málefnum. Stærsta verk- efni klúbbsins og það sem krefst mestrar vinnu er Hængs- mótið sem haldið er í maíbyrjun ár hvert og var mótið í ár það 21. í röðinni. Hængsmótið er íþróttamót fyrir fatlaða og er keppt í boccia, lyftingum, borðtennis og bogfimi. Keppendur í íþróttahöllinni voru 324 að þessu sinni frá 18 íþróttafélögum alls staðar af landinu og hafa ekki áður verið svo margir. íþróttafélagið Akur hélt Norðurlandsmót í boccia haustið 2002 en Hængsmenn tóku að sér að sjá um alla dómgæslu á því móti. Að vanda er mikið sungið af jólalögum á jólafundum. Hér eru Jón Heiðar Ámason og Aðalbjöm Pálsson forsöngvarar á jólafundinum 2002. Hvaleyrarvatn þar sem félögum var gerður góður viður- gjömingur auk þess að vera leystir út með gjöf, bókinni „Græðum hraun og grýtta mela“. Um kvöldið var síðan móttaka í minjasafni Hafnarfjarðar og síðan haldið til há- tíðarkvöldverðar og skemmtidagskrár í Fjörukránni. Þetta var í alla staði hin ánægjulegasta og skemmtileg- asta ferð. Á fyrra starfsári, að fmmkvæði Hængsmanna, var tekin ákvörðun um að Lionsklúbbamir á Eyjafjarðar- svæðinu myndu ráðast í það verkefni að halda alþjóðlegar unglingabúðir Lions hér á landi. Búðimar vom starfrækt- ar í Hrafnagilsskóla dagna 11.-22. júlí, en nánar er greint frá þeim annars staðar í blaðinu í máli og myndum. VERKEFNI Hann Leó okkar, blað þetta sem þú, lesandi góður, hefur í höndunum er aðalfjáröflunarleið Hængs. Blaðið er gefið út í u.þ.b. 7.000 eintökum og borið í hvert hús á Akureyri í byrjun desember, auk þess sem blaðinu er dreift í nær- sveitum og grannbyggðum á Eyjafjarðarsvæðinu. Blaðið er unnið í sjálfboðavinnu að svo miklu leyti sem hægt er VERKEFNASJÓÐUR Úr verkefnasjóði var veitt fé til ýmissa mannúðar- og framfaramála eins og jafnan áður. Má þar nefna verkefni í gmnnskólum sem tengdust bmnavömum og vímuvöm- um. Styrk til sinna góðu verka fengu m.a. Mæðrastyrks- nefnd Akureyrar, Hjálpræðisherinn, íþróttafélagið Akur, íþróttafélagið Eik, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, vegna drykkjarlaugar í Kristnesi, og heimahjúkrun Heilsugæslustöðvarinnar var afhent minningargjöf um góðan vin Hængsmanna, Níels heitinn Halldórsson, en hann samdi myndagátuna í Leó í 25 ár endurgjaldslaust. ÞAKKIR Um leið og við óskum þér, lesandi góður, gleðilegra jóla viljum við þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa komið að starfinu með okkur á liðnum ámm. Án stuðnings og vel- vilja fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga á Akureyri og nágrenni gætum við alls ekki sinnt því starfi sem við inn- um af hendi. Okkar bestu þakkir til ykkar allra. Gleðilega jólahátíð!

x

Leo

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leo
https://timarit.is/publication/847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.