Leo - 01.12.2003, Blaðsíða 34
34
Lionsklúbburinn HÆNGUR 30 ára
Alþjóðlegar unglingabúðir
Hópurinn íAsbyrgi.
Hluti hópsins við Goðafoss. (þau sem þorðu uþþ
á klettinn!)
A kvöldvöku - limbó!
Eitt af markmiðum Lions er „að
virkja og efla anda skilnings með-
alþjóða heims“. Ein af þeim leið-
um sem alþjóðahreyfingin hefur farið til
þess að ná þessu markmiði er að koma
á alþjóðlegum unglingaskiptum milli
landa. Þau fara fram með þeim hætti að
landshreyfingamar um allan heim bjóða
unglingum frá öðrum löndum til fjöl-
skyldu- og unglingabúða. Á þessu ári
voru það Lionsklúbbamir á Eyjafjarðar-
svæðinu sem sáu um búðimar á íslandi.
Heimsókn unglinganna er þannig hátt-
að að þegar þeir koma til landsins fer
hver og einn til sinnar gistifj ölskyldu og
dvelur hjá henni í tvo daga. Að því búnu
koma allir unglingamir Sciman til ung-
lingabúða og dvelja þar í 12 daga. Að
loknum búðunum fara þau síðan aftur
hvert og eitt til sinnar gistifj ölskyldu og
dvelja hjá henni í viku ef þau koma frá
Evrópulöndum en í hálfan mánuð ef þau
koma annars staðar frá.
Undirbúningur fyrir búðimar í Eyja-
firði hófst þegar veturinn ’01-’02 og var
dagskrá þeirra send út til kynningar
vorið 2002 þar sem kynning á henni
þarf samkvæmt reglum að fara fram að
hausti árinu áður en búðirnar eru
haldnar. Þar af leiðir að ýmsa hnúta
þurfti að hnýta snemma og setja fram
fastmótaðar hugmyndir um dagskrána.
Búðimar hlutu nafnið Arctic Viking
sem tilvísun annars vegar til nálægðar-
innar við heimskautsbauginn en hins
vegar til sögu landsins og uppmna. Við
Lionsmenn fengum inni með búðimar í
Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit og
ber að þakka sveitarfélaginu sérstak-
lega fyrir þann velvilja sem okkur var
þar sýndur. Til búðanna komu þrettán
unglingar frá 9 löndum, fjórir frá Dan-
mörku, tveir frá Noregi og einn frá Sví-
þjóð, Finnlandi, Hollandi, Austurríki,
Slóveníu, Sviss og Kanada. Það vom fé-
lagar úr Lionsklúbbnum Hæng sem
tóku að sér búðastjóm, þeir Baldur Dýr-
fjörð, Dan Brynjarsson og Stefán Vil-
hjálmsson en nutu við þá stjóm dyggr-
ar aðstoðar frá mökum sínum og að
sjálfsögðu undirbúningsnefndinni sem
skipuð var fulltrúum allra klúbbanna.
Dagskrá búðanna var fjölbreytt og
miðaði að því að unglingamir fengju að
kynnast innbyrðis og að þau fengju að
kynnast landi og þjóð. Unglingamir
komu með flugi til Akureyrar þann 11.
júlí 2003 en þann dag vom þeim kynnt-
ar aðstæður í búðunum og nánasta um-
hverfi. Þá um kvöldið var síðan haldin
formleg opnunarhátíð þar sem fulltrúar
klúbba á svæðinu og fulltrúar fjölum-
dæmisstjómar Lions hittu unglingana
og áttu með þeim góða kvöldstund þar
sem snæddur var séríslenskur matur.
Á öðmm degi var síðan farið yfir
skipulag og reglur búðanna og óskir og
þarfir unglinganna auk þess að farið var
í skoðunarferð um næsta nágrenni, í
sund á Akureyri o.fl.. Að því búnu hófst
síðan undirbúningur íyrir kvöldvöku
þar sem unglingamir kynntu sjálfan
sig, heimabæ sinn og þjóð. Var það mjög
fróðlegt og skemmtilegt og ýmislegt
kom fram sem minnir á hve lík samfé-
lögin em þegar grannt er skoðað, ekki
síst daglegt líf fólksins.
Á sunnudeginum 13. júlí var síðan
lagt upp í ferð að Kröflu með viðkomu
við Goðafoss og í Námaskarði. Frá Víti
við Kröflu var síðan haldið upp í þriggja
daga gönguferð yfir Leirhnjúk og nýja
og gamla hraunið sem úr honum hefur
komið til norðvesturs hjá Litlu Kröflu
og niður í Gæsadal undir Gæsafjöllum
eða nánar tiltekið undir Tjaldfelli. Þar
var gist í skála Kísiliðjunar sem stend-
ur við Gæsadalsvötn. Flestir í hópnum
vom vel á sig komnir og gekk ágætlega
að fóta sig um íslenskt landslag. Allir
komust klakklaust í skála og tóku vel
til matar síns eftir nokkuð langan og
strangan dag, jafnt unglingamir í hópn-
um sem og þeir Lionsmenn sem tóku að
sér að fylgja hópnum þennan fyrsta
dag.
Á öðmm degi var síðan haldið norð-
ur með Gæsafjöllum og austur með Kví-
hólafjalli og Bæjarfjalli og gengið að
náttúmundrinu Litla Víti á Vítishæðum.