Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 9
JÓHANNES GÍSLI JÓNSSON OG ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSON
Breytingar á frumlagsfalli í íslensku
1. Inngangur
Eitt af þekktustu sérkennum íslenskrar setningafræði eru frumlög í
aukafalli, eins og feitletruðu nafnliðimir í þessum dæmum:1
(1) a. Jóni sámaði við Maríu.
b. Börnunum finnst þetta skemmtilegt.
c. Hana gmnar örugglega ekkert.
d. Mig dreymdi mjög einkennilegan draum.
Með ýmsum setningafræðilegum prófum má sýna fram á að þessir lið-
ir em fmmlög rétt eins og fmmlög í nefnifalli (sjá t.d. Zaenen, Maling
og Thráinsson 1985, Halldór Armann Sigurðsson 1989:204-209, Jó-
hannes Gísla Jónsson 1996:110-119 og Höskuld Þráinsson 1999:234-
239). Til dæmis kemur fmmlag strax á eftir persónubeygðu sögninni í
svonefndum ýáóieúspumingum, hvort sem það er í nefnifalli (2a) eða
aukafalli (2b):
(2) a. Keypti Jón bílinn?
b. Finnst börnunum þetta skemmtilegt?
Andlag getur hins vegar ekki komið strax á eftir persónubeygðu sögn-
inni í slíkum spumingum eins og sýnt er í (3):
1 Þessi rannsókn fékk eins árs styrk frá Bresku akademíunni (British Academy)
vorið 2001. Við þökkum Ragnhildi Sigurðardóttur, Jóhönnu Barðdal og Ásgrími Ang-
antýssyni fyrir ötult starf að rannsókninni. Einnig þökkum við Sigríði Siguijónsdótt-
ur, Joan Maling, Eiríki Rögnvaldssyni, Diane Nelson, Nigel Vincent, Thor Aspelund
og Halldóri Halldórssyni fyrir veitta aðstoð og umræður um efnið. Þá eiga skólastjór-
ar og kennarar þakkir skildar fyrir að veita leyfi til að framkvæma könnunina og síð-
ast en ekki síst allir þeir nemendur í skólum víðs vegar um land sem tóku þátt í henni.
Loks þökkum við nafnlausum yfirlesurum og ritstjóra gagnlegar athugasemdir við
fyrri gerð þessarar greinar.
íslenskt mál 25 (2003), 7-40. © 2004 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.