Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 15
13
Breytingar á frumlagsfalli í íslensku
(16) a. Henni líkar þetta ekki.
b. Mér áskotnaðist þessi penni.
bágufall á frumlagi sem hefur merkingarhlutverkið þema er hins veg-
ar furðufall (17a) og þolfall á frumlagi er alltaf furðufall, hvort sem
frumlagið er þema (17b) eða skynjandi (17c):
(17) a. Bátnum hvolfdi.
b. Reykinn lagði um húsið.
c. Mig vantar peninga.
Rökin fyrir þessari tvískiptingu frumlagsfalls eru m.a. þau að ýmsar
sagnir með miðmyndarviðskeytinu -st hafa þágufallsfrumlag sem er
skynjandi (leiðast, gremjast, finnast) eða viðtakandi (hlotnast, berast,
áskotnast) en engin miðmyndarsögn hefur þágufallsfrumlag sem er
þema eða þolfallsfrumlag. Þetta bendir til þess að þágufall á skynj-
anda og viðtakanda sé að einhverju leyti virkt (e. productive) sem
frumlagsfall en þágufall á þema og þolfall sé það ekki. Sú staðreynd að
í flokki skynjunarsagna eru mun fleiri sagnir sem taka þágufallsfrum-
lag en þolfallsfrumlag er enn frekari vísbending um virkni þágufalls-
ins í þessum flokki (sjá Þórhall Eyþórsson 2000, 2001, 2002).9
2.3 Þróun aukafalls á frumlögum
Það er viðtekin skoðun innan málkunnáttufræðinnar (e. generative
grammar) að breytingar á málkerfinu eigi rætur að rekja til þess að
börnum á máltökuskeiði takist ekki að tileinka sér málkerfi hinna full-
orðnu (sjá t.d. Lightfoot 1979,1999).10 Böm eiga erfiðast með að læra
ýmis málfræðiatriði sem ekki falla undir almennar reglur málsins, eins
(1997-98), en hugtakið viðtakandi (sem er þrengra hugtak) á betur við hér (sbr. Jó-
hannes Gísla Jónsson 2000).
9 Upplýsingar um fjölda aukafallssagna í einstökum merkingarflokkum er að
finna hjá Jóhannesi Gísla Jónssyni 1997-98.
10 Talið er að til að ná fullkomnu valdi á tungumáli þurfi að læra það innan hins
svoncfnda markaldurs (e. critical age) sem venjulega er miðaður við kynþroskaaldur-
inn (sjá Lenneberg 1967). Þeir sem eru ekki búnir að læra tiltekið málfræðiatriði fyr-
lr markaldurinn munu því sennilega ekki ná fullkomnum tökum á því eftir það.