Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 18
16 Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson
3.2 Prófblaðið
í þessari könnun var lagður fyrir samfelldur texti sem fjallaði um
stelpuna Rakel en hann var sniðinn eftir texta sem Ásta Svavarsdóttir
(1982) notaði. Þátttakendur áttu að setja persónufomafnið hún í mis-
munandi beygingarmyndum í eyður í staðinn fyrir sémafnið Rakel (sjá
Viðauka). í síðustu þremur málsgreinunum átti þetta fomafn þó að
koma í staðinn fyrir samnafn í kvenkyni enda var þar verið að prófa
sagnir sem ekki geta tekið með sér frumlag sem táknar lifandi vem
(þ.e. hvolfa, reka (á land) og Ijúka). Kvenkynsorð vom notuð vegna
þess að persónufomafn í kvenkyni eintölu hefur mismunandi beygingar-
myndir í öllum föllum (hún, hana, henni, hennar).
Formáli var að könnuninni þar sem reynt var að villa um fyrir þátt-
takendum þannig að þeir áttuðu sig ekki á markmiði hennar (sjá Við-
auka). Látið var líta út eins og könnunin snerist um notkun fomafna
en ekki frumlagsfall.
I textanum var fmmlagsfall með 26 sögnum prófað en valdar vom
algengar sagnir sem ætla mátti að bömin þekktu. Þessum sögnum má
skipta í fjóra meginflokka eins og hér er sýnt:
(18)a. Sagnir með nefnifallsfmmlagi (6): œtla, leita, svara, geta',
hlakka til, kvíðafyrir
b. Skynjunarsagnir með þolfallsfmmlagi (8): gruna, dreyma,
langa, minna, vanta, kitla, svíða, svima
c. Skynjunarsagnir með þágufallsfmmlagi (9): finnast, takast,
leiðast, batna, þykja, detta í hug, liggja á, létta, blœða
d. Sagnir með þema-fmmlagi í aukafalli (3): Ijúka, hvolfa\ reka
(á land)
Segja má að könnunin hafi aðallega beinst að skynjunarsögnum með
aukafallsfmmlagi og skynjunarsögnunum kvíða fyrir og hlakka til.
Nefnifallssagnimar ætla, leita, svara og geta vom fyrst og fremst til
samanburðar við þessar sagnir. Þema-sagnimar Ijúka, hvolfa og reka
(á land) vora hafðar með til að kanna framlagsfall með þeim flokki
aukafallssagna sem hafa tilhneigingu til að taka nefnifallsfmmlag.
1982 og í réttara hlutfalli við íbúafjölda á landinu öllu. Hins vegar kannaði Ásta bæði
Suðurland og Suðumes sem okkar könnun náði ekki til.