Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 20
18 Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson
víkur vera meiri en í úthverfunum og menntun á höfuðborgarsvæðinu
var meiri en úti á landi.
3.4 Aðferðafrœði
Eins og áður hefur komið fram var notaður texti í þessari könnun þar
sem þátttakendur voru beðnir að setja mismunandi fallmyndir for-
nafnsins hún inn í eyður fyrir fmmlag (sjá Viðauka). Kosturinn við
þessa aðferð er sá að með henni má safna upplýsingum frá fjölmörg-
um einstaklingum á skömmum tíma og auðvelt er að bera saman ein-
staklinga þar sem allir gera sama verkefnið. Þar að auki er hægt að
stjóma því fullkomlega hvaða sagnir em kannaðar.
Helsti ókosturinn við skriflegar kannanir af þessu tagi er sá að þær
fela ekki í sér eðlilegar málaðstæður og því er óvíst að hve miklu leyti
svör nemendanna endurspegla raunvemlega málnotkun þeirra. Hugsan-
legt er að þátttakendur geri sér leik að því að svara út í hött. Niðurstöð-
ur könnunarinnar benda þó til þess að svo hafi ekki verið. Til dæmis var
hlutfall nefnifallsfrumlags með sögnunum svara, ætla, geta og leita á
bilinu 98,2-99,8% (sjá 4. kafla) sem er mjög nálægt því 100%-hlutfalli
sem búast mátti við með þeim. Einnig getur verið að einhverjir þátttak-
endur hafí litið á könnunina sem eins konar próf og því svarað í sam-
ræmi við það sem þeir töldu rétt mál. Slíkt er alls ekki útilokað en erfitt
er að meta hversu mikil áhrif það hefur haft á niðurstöðumar.
Rétt er að benda á að mismunandi aðferðafræði getur leitt til ólíkra
niðurstaðna. Samkvæmt könnun Finns Friðrikssonar (2003), sem
byggð er á upptökum á tali sjötíu og tveggja einstaklinga, er þágufalls-
hneigð 14,3%. í könnun okkar mældist þágufallshneigð hins vegar á
bilinu 25,4-65,4% (sjá töflu 2). Þessi munur stafar sennilega af því að
hlutfall ffumlags í fyrstu persónu eintölu var mjög hátt í talmálssafni
Finns en við könnuðum aðeins þriðju persónu eintölu. Þágufalls-
hneigð virðist vera minni í fyrstu persónu eintölu en í öðmm persón-
um, eins og kom fram hjá Ástu Svavarsdóttur (1982) og raunar einnig
í könnun Finns.
Loks er að árétta að könnun okkar veitir fyrst og fremst upplýsing-
ar um frumlagsfall í máli ellefu ára bama. Því er óvarlegt að draga of
víðtækar ályktanir af niðurstöðunum fyrir aðra aldurshópa.