Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 22
20
Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson
Ekki þarf að fara mörgum orðum um nefnifallssagnimar œtla, leita,
geta og svara en hið háa hlutfall nefnifalls með þessum sögnum er í
fullu samræmi við það sem aðrar kannanir hafa sýnt (sjá Astu Svav-
arsdóttur 1982 og Bjöm Gíslason 2001). Aðrir sagnflokkar verða
ræddir í sérstökum undirköflunum hér á eftir.
4.2 Einstakir sagnflokkar
4.2.1 Skynjunarsagnimar hlakka til og kvíðafyrir
Eins og tafla 2 sýnir er nefnifall mun algengara með kvíða fyrir en
hlakka til. Þessi munur tengist e.t.v. þeirri staðreynd að kvíða sem
áhrifssögn tekur aðeins með sér frumlag í nefnifalli (sbr. Eg kvíði
þessu en ekki *Mig/Mér kvíðirlkvíður þessu). Þetta bendir til þess að
kvíða fyrir hafi merkingu sem samrýmist betur nefnifallsfrumlagi en
hlakka til. Þá má nefna að hægt er að nota kvíða fyrir til að tjá hugs-
un um óvissan atburð í framtíðinni (19a), í svipaðri merkingu og
nefnifallssögnina óttast. Það er hins vegar varla mögulegt með hlakka
til (19b) sem fyrst og fremst tjáir tilfinningu gagnvart atburðum í
framtíðinni sem em á einhvem hátt fyrirsjáanlegir (19c):
(19)a. Ég kvíði fyrir því að Jón verði reiður.
b. ??Ég hlakka til að Jón verði ánægður.
c. Ég hlakka til að fara í sumarfrí.
Enn fremur má nefna að beygingarmyndin kvíðir var notuð á próf-
blaðinu (sjá Viðauka) en ekki kvíður sem einnig er möguleg í 3. pers.
et. nt. ffsh. í 1. pers. et. er hins vegar mun algengara að nota beygingar-
myndina kvíði en kvíð {ég kvíði frekar en ég k\nð) og því kann að vera
að kvíðir kalli fremur á nefnifallsfmmlag en aukafallsfmmlag.
4.2.2 Skynjunarsagnir með þolfallsfmmlagi
Þolfall á fmmlagi er misalgengt eftir sögnum þar sem það er uppruna-
legt (36,4—65,4%). Þágufallshneigð er líka misalgeng hjá þolfalls-
sögnum (25,4—60,4%). Nefnifall er hins vegar innan við 4% á öllum
sögnum nema gruna (7,0%), dreyma (9,3%) og minna (21,8%).
uðu eignarfall, skrifuðu beygingarmynd sem ekki er til eða endurtóku sémafnið
Rakel.