Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Síða 23
Breytingar á frumlagsfalli í íslensku
21
Að öllu jöfnu ætti þágufallshneigð síst að koma fyrir hjá þeim þol-
fallssögnum sem eru algengastar. Ástæðan er sú að böm heyra slíkar
sagnir oftar en aðrar sagnir og eiga því auðveldara með að læra hið
upprunalega þolfall hjá þeim en þar sem þolfall er furðufall á fmmlög-
um verður að læra það sérstaklega (sjá kafla 2.2 og 2.3 hér að fram-
an). Tíðni þolfallssagnanna í þessari könnun samkvæmt íslenskri or5-
tíðnibók er sýnd í (20). Til hægðarauka em tölumar um þágufalls-
hneigð úr töflu 2 endurteknar í (21) (sagnir með minnsta þágufalls-
hneigð fyrst):
(20) Tíðniröð þolfallssagnanna skv. íslenskri orötíðnibók:
minna (178), langa (107), vanta (56), dreyma (33), gruna (29),
svíða (6), kitla (4), svima (2)
(21) Notkun þágufalls með þolfallssögnunum:
minna (24,9%), dreyma (25,4%), gruna (27,2%), langa (39,8%),
vanta (45,4%), kitla (45,8%), svíða (52,9%), svima (60,4%)
Tíðnitölum úr Islensk orðtíðnibók ber reyndar að taka með þeim fyrir-
vara að þar er enginn greinarmunur gerður á því hvort sögn er notuð
með nefnifallsfmmlagi eða aukafallsfrumlagi. Þannig er minna al-
gengasta sögnin hér vegna þess hve oft hún tekur með sér nefnifalls-
fmmlag, bæði í germynd (sbr. e-r minnir e-n á e-ð) og miðmynd (sbr.
e-r minnist á e-ð). Gera má ráð fyrir að í tölunum fyrir gruna, svíða
og kitla séu líka einhver dæmi um nefnifallsfrumlag.
Tölumar í (20) og (21) sýna að þágufallshneigð er algengust með
sjaldgæfustu sögnunum (þ.e. kitla, svíða og svima) og algengari með
vanta en langa. Tíðni er þó greinilega ekki eini þátturinn sem skiptir
máli. Til dæmis er þágufall minna notað með dreyma og gruna en
langa og vanta þótt fyrmefndu sagnimar séu sjaldgæfari. Þessar sagn-
ir eiga það sameiginlegt að þær tákna ekki tilfinningu (hvorki andlega
né líkamlega) og það kann að ráða einhverju um þessa niðurstöðu.
Auk þess tekur gruna með sér nefnifallsfmmlag þegar andlagið er
nafnliður (sbr. e-r grunar e-n um e-ð) og dreyma kemur stundum fyrir
með nefnifallsfrumlagi í máli fullorðinna (Halldór Halldórsson
1982:168-169).