Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 27
25
Breytingar á frumlagsfalli í íslensku
Einnig er greinilegt samband á milli frumlagsfalls og menntunar
móður í flokki skynjunarsagna með þolfallsfrumlagi eins og fram
kemur á mynd 2:
Mynd 2: Frumlagsfall og menntun móður: þolfallssagnir (meðaltal).
% □ nf. n þf. ■ þgf.
Hér er sýnt meðaltal allra skynjunarsagna með þolfallsfrumlagi sem
kannaðar voru. Eins og sjá má er hið upprunalega þolfall fátíðara og
þágufall algengara eftir því sem menntun móðurinnar er minni. Mun-
urinn á þágufallshneigð á milli allra hópanna er tölfræðilega marktæk-
ur.17 Á hinn bóginn eru hópamir mjög svipaðir að því er varðar notk-
un nefnifalls.
ir (tölumar eiga við það hversu mikill munur sé á málnotkun þátttakenda eftir því
hvort menntun móður er af flokki 1 eða 2, flokki 1 eða 3, flokki 2 eða 3; p-gildið segir
til um það hversu miklar líkur séu til að munurinn sé tilviljun — sé p = 0,03 merkir
það t.d. að líkumar séu 3%):
menntun móður 1 og 2: F = 4,325 og p = 0,038;
menntun móður 1 og 3: F = 17,688 og p = 0,000;
menntun móður 2 og 3: F = 5,313 og p = 0,022.
Samsvarandi tölur fyrir kvíða fyrir eru t.d. þessar:
menntun móður 1 og 3: F = 9,798 og p = 0,002.
í tölfræðilegri úrvinnslu í þessari könnun var aðeins reiknuð marktækni fyrir þágu-
fallshneigð og í meginmáli er aðeins getið um mun sem er tölfræðilega marktækur.
17 Tengsl þágufallshneigðar við menntun móður:
menntun móður 1 og 2: F = 15,899 og p = 0,000;
menntun móður 1 og 3: F = 53,928 og p = 0,000;
menntun móður 2 og 3: F = 13,573 og p = 0,000.