Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 30
28 Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson
Hér er mjög lítill munur á landshlutum. Þolfall er notað í rúmum 50%
tilvika, þágufall í um 40% tilvika og nefnifall er á bilinu 4,8-6,7%.
Þannig verður ekki ráðið að þágufallshneigð hjá þolfallssögnum sé
bundin við einhvem landshluta öðmm fremur. Þó er þágufallshneigð
marktækt minni á höfuðborgarsvæðinu en á Norðurlandi eystra (F =
4,792 og p = 0,029) þótt ekki muni nema 3,3 prósentustigum.
Athyglisvert er að þágufallshneigð er fátíðari á höfuðborgarsvæð-
inu en á öðmm stöðum, bæði að því er snertir kvíðafyrir og hlakka til
og þolfallssagnir. Augljósasta skýringin á þessu er sú að menntun er
almennt meiri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu en
greinileg tengsl em á milli menntunar móður og þágufallshneigðar
(sbr. 4.3.1 hér að framan).
4.3.2.2 Höfuðborgarsvæðið
Á höfuðborgarsvæðinu var könnunin lögð fyrir í tíu skólum (sjá töflu
1), sjö í Reykjavík en þremur í sveitarfélögunum sunnan Reykjavíkur:
Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði (skammstafað Kó/Ga/Ha á mynd-
um 6 og 7). Reykjavík var skipt í tvö svæði, vesturhluta (Rvk-v) og
austurhluta (Rvk-a), eins og gert var í rannsókn Sigríðar Sigurjónsdótt-
ur og Joan Maling (2001). Með vesturhluta Reykjavíkur er átt við þann
hluta borgarinnar sem er fyrir vestan Grafarvog, Árbæ og Breiðholt.
Fjórir skólanna (11-14) em í vesturhlutanum en þrír (15-17) í út-
hverfunum. Heildarfjöldi þátttakenda í Reykjavík var 376; þar af vom
214 í vesturhlutanum en 162 í úthverfunum. í skólunum þremur sunn-
an Reykjavíkur (18-20) vom þátttakendur 172. Samtals vom því þátt-
takendur á höfuðborgarsvæðinu 548.
Notkun fmmlagsfalls með kvíðafyrir og hlakka til á höfuðborgar-
svæðinu er sýnd á mynd 6 á næstu síðu.19 Hjá báðum sögnum er hið
uppmnalega nefnifall algengast í vesturhluta Reykjavíkur og þar á
eftir koma Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður. Þágufallshneigð
er hins vegar mest í austurhluta Reykjavíkur í báðum sögnum og er
19 f könnun Sigríðar Sigurjónsdóttur og Joan Maling (2001) voru sveitarfélög í
nágrenni Reykjavíkur (Mosfellsbær, Kópavogur og Hafnarfjörður) talin með úthverf-
unum. Okkar könnun leiðir hins vegar í ljós að niðurstöður úr sveitarfélögunum
sunnan Reykjavíkur eru frábrugðnar niðurstöðum úr Reykjavík (bæði í vestur- og
austurhluta) og því þarf að sýna þær sérstaklega.