Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 32
30 Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson
Tölumar um þágufallshneigð á myndum 6 og 7 sýna mun innan
höfuðborgarsvæðisins en svipaður munur kom fram í könnun Sigríð-
ar Sigurjónsdóttur og Joan Maling (2001) á nýju þolmyndinni.20 Skýr-
ingin á þessum mun er e.t.v. sú að menntun er almennt minni í austur-
hluta Reykjavíkur en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því má
ætla að böm þar verði meira vör við þágufallshneigð. í könnun okkar
kom fram að meðaltalsmenntun mæðra í austurhlutanum er 2,0 á móti
2.3 í vesturhlutanum og Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Hins veg-
ar er ekki nóg að líta aðeins til menntunar móður í þessu sambandi
heldur verður jafnframt að huga að menntun annarra í nánasta um-
hverfi bamsins (t.d. íbúa í sama hverfi) vegna þess að málfar ellefu ára
bama mótast einnig af þeim. Það kemur fram í því að þágufallshneigð
er almennt mest í úthverfunum, óháð menntun móður. Þannig er þágu-
fallshneigð 49,5% í úthverfunum hjá bömum mæðra í lægsta mennt-
unarhópi en 39,5% í vesturhlutanum og 43,3% í Kópavogi, Garðabæ
og Hafnarfirði. Hjá bömum háskólamenntaðra mæðra er þágufalls-
hneigð 37,5% í úthverfunum en 33,5% í vesturhlutanum og 34,4% í
sveitarfélögunum sunnan Reykjavíkur.
4.3.3 Kyn
Skipting þátttakenda eftir kynjum var nánast alveg jöfn, 416 strákar
og 426 stelpur (en þrír þátttakendur gátu ekki um kyn). Á em sýndar
niðurstöður fyrir kvíða fyrir og hlakka til eftir kynjum.
Hjá kvíða fyrir er lítill munur á fmmlagsfalli á milli kynja. Nefni-
fall og þolfall er lítið eitt algengara hjá strákum en þágufallshneigð er
aðeins meiri hjá stelpum. Hjá hlakka til er meira þágufall hjá strákum
en stelpum og sá munur er tölfræðilega marktækur (F = 11,072 og p =
0,001). Þolfall er greinilega algengara hjá stelpum en nefnifall er svip-
að hjá kynjunum.
20 Raunar skar vesturhluti Reykjavíkur sig mjög úr í könnun Sigríðar Sigurjóns-
dóttur og Joan Maling 2001 því þar samþykktu töluvert færri þátttakendur nýju þol-
myndina en annars staðar. Munurinn á þágufallshneigð í vesturhluta Reykjavíkur og
á öðrum svæðum var miklu minni í okkar könnun. Hafa ber í huga að nýja þolmynd-
in er mun yngri breyting en þágufallshneigð og því er skiljanlegt að útbreiðsla henn-
ar sé ekki jafnvíðtæk.