Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Side 36
34 Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson
þágufallshneigðar hjá sögnunum á mynd 12 er 30% í könnun Ástu og
35,9% í okkar könnun. Samkvæmt því hefur þágufallshneigð með
þolfallssögnum aukist um 5,9 prósentustig frá því að könnun Ástu var
gerð og aukningin er tölfræðilega marktæk í sögnunum vanta (F =
8,152 og p = 0,004) og langa (F = 4,690 og p = 0,031). Hlutfall þol-
falls er alls staðar hærra hjá Ástu nema með sögninni gruna þar sem
það er jafnt og í okkar könnun (sbr. mynd 11).
Niðurstöður Bjöms Gíslasonar (2001), sem lagði sitt próf aðeins
fyrir á höfuðborgarsvæðinu, vom einnig þær að þágufallshneigð hjá
þolfallssögnum hefði aukist á síðustu tuttugu ámm. Tölur um einstak-
ar þolfallssagnir í könnun Bjöms vom sem hér segir: kitla (54%),
svima (53%), vanta (50%), verkja (40%), dreyma (40%), langa
(33%), minna (29%) og gruna (24%). Þágufallshneigð hjá kvíða fyrir
og hlakka til var hins vegar 35% með hvorri sögn.
Sú aukning á þágufallshneigð sem orðið hefur á undanfömum
tveim áratugum þarf ekki að koma á óvart. Það er eðlilegt að mál-
breytingar breiðist út og nái smám saman til fleiri málhafa en áður. Þá
má benda á að ytri aðstæður í íslensku málsamfélagi em að ýmsu leyti
hagstæðari fyrir málbreytingar nú en fyrir tuttugu árum. Böm veija
meiri tíma með jafnöldmm sínum en áður, t.d. á leikskólum, og em
því ekki í eins nánum tengslum við fullorðið fólk. Af þessu leiðir að
bömin eiga erfiðara með að tileinka sér málkerfi hinna fullorðnu, þar
á meðal ýmis óregluleg atriði eins og fmmlög í þolfalli.
6. Niðurlag
Hér hafa verið leidd rök að því að flestar þær breytingar sem em að
verða á frumlagsfalli í íslensku feli í sér að óreglulegt fall víkur fyrir
reglulegu falli. Þetta gerist vegna þess að bömum á máltökuskeiði
tekst ekki að læra hið óreglulega frumlagsfall. Þannig fer málbreyting
af stað en útbreiðsla hennar er svo háð ýmsum ytri þáttum í málsam-
félaginu.
Tilgangurinn með þeirri rannsókn sem hér hefur verið skýrt frá var
að kanna útbreiðslu breytinga á frumlagsfalli, einkum með samanburð