Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 43
KATRÍN AXELSDÓTTIR
Saga ábendingarfomafnsins sjá
1* Inngangur
I þessari grein er fjallað um beygingu ábendingarfomafnsins sjá (nú
þessi) í fomíslensku og þær breytingar sem á beygingunni hafa orðið.1
Þær em allnokkrar, og athyglisverðar, ekki síst ef litið er til þess hversu
fáar breytingar hafa orðið á íslenskum beygingum í aldanna rás.
I elstu íslensku handritunum beygðist sjá eins og sýnt er í töflu 1
(sbr. Noreen 1923:315).
Tafla 1: Beyging ábendingarfomafnsins sjá í elstu íslensku
EINTALA FLEIRTALA
KK. KVK. HK. KK. KVK. HK.
NF. sjá sjá þetta þessir þessar þessi
þf. þenna þessa þetta þessa þessar þessi
þgf. þessum þessi þessu, þvísa þessum þessum þessum
EF. þessa þessar þessa þessa þessa þessa
Hér em til glöggvunar feitletraðar þær myndir sem síðar hafa horfið
eða tekið einhverjum breytingum. Auk þessara mynda var til myndin
þeima í þgf.kk.et. og þgf.ft. en hún hefur verið talin bundin við skálda-
mál (sbr. Finn Jónsson 1901:78, Krahe og Meid 1969:68, Bjöm K.
Þórólfsson 1925:47). Eins og sjá má í töflu 1 var í þgf.hk.et. til mynd-
in þvísa auk myndarinnar þessu, sem varð með tímanum einráð. Aðrar
fomíslenskar myndir virðast hafa verið sárasjaldgæfar, og koma ekki
frekar við sögu hér.2 Mun fleiri myndir en koma fram í töflu 1 vom á
1 Ég þakka Helga Guðmundssyni, ritrýnendum og ritstjóra fyrir yfirlestur og góð ráð.
2 Þetta eru t.d. myndimar þanna (þf.kk.et., við hlið þenna, sjá Konráð Gíslason
1897:152, Finn Jónsson 1901:79) og þissa (þf.kvk.et., við hlið þessa, sjá Finn Jóns-
son 1901:79). Þær eru svo sjaldgæfar að þær eru vísast pennaglöp.
íslenskt mál 25 (2003), 41-77. © 2004 íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.