Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Síða 44
42
Katrín Axelsdóttir
hinn bóginn til í norsku (sjá Noreen 1923:315). Ein norsku myndanna
var síðar stundum notuð í íslensku fyrir norsk áhrif (þ.e. sem norvag-
ismi), en hvarf síðan aftur, myndin þessor í nf.kvk.et. og nf. og
þf.hk.ft. (sjá Stefán Karlsson 1978:91).3
Fyrst verður litið á forsögu ábendingarfomafnsins (2) og eldri at-
hugunum á þessu efni gerð nokkur skil (3). Síðan taka við eigin
athuganir á efninu og samanburður við eldri athuganir (4). Að því
búnu verður reynt að leita skýringa á breytingunum og setja þær í
samband hverja við aðra (5). í lokin verða helstu niðurstöður dregnar
saman (6).
2. Forsagan
Ábendingarfomafnið sjá er sprottið af öðm ábendingarfomafni, sá.4
Aftan við það fomafn bættist bendiögn (þ. deiktische Partikel) sem
byrjaði á s (-si, -s eða -se). Þetta gerðist í norður- og vesturgermönsku
málunum en ekki í gotnesku. í fmmnorrænu virðist ögnin alltaf hafa
verið -si, sbr. rúnaáletranir: sa-si (nf.kk.et.), su-si (nf.kvk.et), þat-si
(nf.hk.et.), þan-si (þf.kk.et.), svo að dæmi séu nefnd.5 Agnimar hættu
síðan í flestum tilvikum að vera agnir í þessum málum. Hið eiginlega
ábendingarfomafn hætti sjálft að beygjast en aftan við agnimar bætt-
ust beygingarendingar sterkra lýsingarorða og beygingarendingar
sjálfs ábendingarfomafnsins. Þannig er t.d. til í íslensku myndin þessu
(þgf.hk.et.), með óbeygðum stofni og þágufallsendingu sterkra lýsing-
arorða (sbr. gulu), en ekki *því-si, þar sem stofninn er beygður, en
ögnin -si er óbreytanleg.
Hér með er þó ekki öll sagan sögð því að í norrænu hefur
bendiögnin -a stundum bæst við en ekki -si. Þessa -a sér t.d. stað í
nf.kk.et. sjá (< *se-a), þar sem a-ið hefur raunar lengst, og í þf.kk.et.
þenn-a. Svo em enn fremur til myndir sem hafa bæði -s- (< *-si7) og
-a, t.d. því-s-a (þgf.hk.et.).
3 Um myndina þessor er stuttlega rætt í 4.1 og 5.1.
4 í þessum kafla er stuðst við Krahe og Meid 1969:61, 66-68.
5 Sjá Krahe og Meid 1969:67. Þar eru einnig nefnd fleiri dæmi úr rúnaáletrunum.