Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 45
43
Saga ábendingarfomafnsins sjá
Ábendingarfomafnið sjá hefur því átt sér nokkuð flókna forsögu.
Þama etja kappi tvenns konar bendiagnir, sterk beyging lýsingarorða
°g beyging ábendingarfomafnsins sá. Og á fomíslenskum tíma er
þessum hræringum ekki lokið. Þar em til myndir sem enda á -si (t.d.
Þessi), -a (t.d. þenna), bæði á -s- og -a (t.d. þvísa), myndir sem beygj-
ast sem sterk lýsingarorð (t.d. þessu) og myndir sem hafa enn stofn
sem beygist eins og fomafnið sá (t.d. þvísa). í beygingunni em tvær
mdóevrópskar rætur (eins og í fomafninu sá), ein sem hófst á s, og gat
af sér .v-ið í myndinni sjá, og önnur sem hófst á t, og gat af sér þ-ið í
Öllum öðmm myndum. Þetta er mikil fjölbreytni. Svo flókin beyging
hlýtur að hafa verið nokkuð óstöðug, enda varð raunin sú að hún
breyttist í átt til einföldunar.
I hinum germönsku málunum einfaldaðist beyging fomafnsins
einnig. í fomensku, fomsaxnesku og fomháþýsku em engar myndir
lengur sem byrja á .y. Og það var ekki aðeins í norrænu sem beyging-
arendingar bættust við hinar óbreytanlegu bendiagnir. Það gerðist líka
1 hinum germönsku málunum. Óbreytanleg ögn aftan við beygt orð
(þ-e. svokölluð innri beyging eins og t.d. í því-sa) var sjaldgæft fyrir-
brigði í germönskum og reyndar indóevrópskum málum og þess
Vegna kannski ekki mjög lífvænlegt.
Eldri athuganir
Um breytingar á beygingu sjá úr fomu máli hafa ýmsir fjallað. Þá hafa
verið tekin saman yfirlit um breytingamar eða skoðuð afmörkuð tíma-
bil í sögu beygingarinnar. Hér verða teknar saman helstu niðurstöður
þessara eldri athugana. Byrjað er á umfjöllun um elsta tímann og síð-
an sagt frá athugunum á notkuninni á síðari öldum. Loks er sett fram
(á mynd 1) yfirlit um skeið breytinganna skv. eldri athugunum.
Áf Tólfta og þrettánda öld
Jón Þorkelsson (1874:13) segist ekki hafa fundið myndina þessi í
nf-et. í elstu ritum. Hann segist meðal annars hafa leitað í íslendinga-
bók Ara fróða, Fyrstu málfræðiritgerðinni, Ágripi, Elucidariusi, Hóm-
ilíubókinni í Stokkhólmi og Jartegnabók Þorláks biskups. Annarra