Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 46
44
Katrín Axelsdóttir
breytinga á beygingunni varð Jón (1874:13-14) ekki heldur var, en
reyndar er ekki alveg Ijóst hvort hann athugaði öll ofangreind rit með
tilliti til breytinga í öðrum föllum en nf.et.
Myndina þessi í nf.et. (bæði í kk. og kvk.) fann Jón (1874:14) hins
vegar í ýmsum yngri ritum, t.d. Morkinskinnu, Heimskringlu og skýr-
ingum á Háttatali Snorra Sturlusonar, en hann taldi lfklegt að þau væru
öll frá fyrri hluta 13. aldar. Enn fremur fann Jón bæði sjá og þessi í
nf.et. í Jómsvíkinga sögu, Egils sögu og Laxdælu.
Jón Þorkelsson (1887:25) benti síðar á mjög gamalt dæmi um
myndina þessi í nf.kk.et., í kvæðinu Geisla eftir Einar Skúlason, sem
talið er ort til flutnings 1153.
3.2 Fjórtánda og fimmtánda öld
Bjöm K. Þórólfsson (1925:46) segir að myndin sjá sé algeng bæði í
elstu rímum og í óbundnu máli fram um 1400 en á 15. öld sé hún hins
vegar mjög sjaldgæf í fmmsömdu óbundnu máli. Myndimar þessi,
þessar, þessa og þessari, þessarar, þessara (þgf.kvk.et., ef.kvk.et. og
ef.ft.), þ.e. myndir með annars vegar einkvæðum og hins vegar tví-
kvæðum stofni (þess-lþessar-), segir Bjöm (1925:47) að séu notaðar
jöfnum höndum alla 14. og 15. öld. Myndina þenna (þf.kk.et.) segir
Bjöm (1925:46-47) einhafða í elstu rímum, þ.e. þegar úr verður skor-
ið eftir rími, en hann nefnir að þennan sé aftur á móti algeng mynd á
15. öld. Myndin þeima (þgf.kk.et. og þgf.ft.) kemur fyrir í elstu rím-
um (Bjöm K. Þórólfsson 1925:47).
3.3 Sextánda öld
Oddur Gottskálksson (um 1515-1556) þýddi Nýja testamentið og
kom þýðing hans (NT) út árið 1540. Jón Helgason (1929:79) segir að
myndin sjá komi tvívegis fyrir í NT en annars sé notuð myndin þessi.
Bæði dæmin um sjá eru í nf.kk.et. Jón segir að þgf.kvk.et. og
ef.kvk.et. séu alltaf þessari, þessarar.6 í þf.kk.et. er yfirleitt myndin
þennan(n), en sjaldan þenna (Jón Helgason 1929:79).
6 Hann minnist ekki á ef.ft., en það er væntanlega þessara, þ.e. með tvíkvæðum
stofni, sbr. þgf.kvk.et. og ef.kvk.et.