Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Blaðsíða 47
45
Saga ábendingarfomafnsins sjá
Guðbrandsbiblía (GB) sem kennd er við Guðbrand biskup Þor-
láksson (1541-1627) kom út 1584. Guðbrandur mun ekki hafa þýtt
allt verkið sjálfur heldur einnig notast við þýðingar annarra á ýmsum
hlutum biblíunnar, breytt þeim og lagfært þær (Halldór Hermannsson
1916:33-34, Guðrún Kvaran 1990:12). Þýðingu Odds Gottskálks-
s°nar á Nýja testamentinu tók hann í biblíu sína nær óbreytta (Guð-
rún Kvaran 1990:12). Bandle (1956:353) nefnir að í GB hafi báðum
■yd-myndunum úr NT verið breytt í sá. Það kann að benda til þess að
Guðbrandi hafi verið myndin sjá framandi, þar sem hann breytti
henni í sá en ekki þessiP Ef myndin sjá var Guðbrandi töm var lítil
ástæða til að breyta henni. En svo er vitaskuld hugsanlegt að Guð-
brandi hafi þótt fara betur á því að nota fomafnið sá. Á þessum
Iveimur stöðum í NT virðist merking fomafnsins sá reyndar ekkert
síðri:7 8
(l)a. Sia madr suaradi og sagdi þeim (Jóh. 9,30)
b. full eflandi þat at sia væri kristr (Post. 9,22)
1 þgf.kvk.et., ef.kvk.et. og ef.ft. er alltaf tvíkvæður stofn, þessar-, og
þf-kk.et. er oftast þennan(n) (Bandle 1956:353).
3-4 Yfirlit um eldri athuganir9
Myndin þessi í stað sjá er þekkt frá miðri 12. öld. Sjá er þó algeng
mynd fram um 1400 og er enn þekkt um 1540 en virðist gleymd
nokkrum áratugum síðar. Tvíkvæður stofn (þessar-) í þgf.kvk.et.,
ef-kvk.et. og ef.ft. er orðinn jafnalgengur og sá einkvæði (þess-) þeg-
ar á 14. öld, og breytingunni er lokið á fyrri hluta 16. aldar. Mynd-
inni þennan (þf.kk.et.) óx mjög ásmegin á 15. öld. Þetta má sýna á
mynd:
7 Um breytingar Guðbrands á eignarfomöfnunum okkarr, ykkarr og yð(v)arr í
Nýja testamentinu, sjá Katrínu Axelsdóttur 2002:131.
8 I síðari biblíuútgáfum er líka farið að dæmi Guðbrands; merkingin er ekki talin
‘þessi’:
(i) a. Maðurinn svaraði og sagði við þá (Jóh. 9,30)
b. er hann sannaði, að sá hinn sami væri Kristur (Post. 9,22)
9 Svipað yfirlit er hjá Stefáni Karlssyni 1989:23.