Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Qupperneq 50
48
Katrín Axelsdóttir
bók I 1987 og de Leeuw van Weenen 2000. Sögumar em frá 13. öld
nema ein sem er frá 14. öld. Málið á handritinu er því líklega að mestu
leyti 13. aldar mál þótt ýmislegt hafi vitanlega getað skolast til í með-
fömm 14. aldar skrifara.
Fornaldarsögur Norðurlanda. Tímasetningar þessara
sagna em oft mjög óvissar. Hér vom athugaðar þær sögur sem em
taldar með nokkurri vissu frá 13. og 14. öld. Þeim er skipt í tvo hópa,
annars vegar sögur frá 13. öld og hins vegar sögur frá því um 1300 og
frá 14. öld.11 Dæma var leitað í tölvu og þau svo borin saman við
Fornaldar sögur Norðurlanda I-IV 1950.
Sturlunga. Samtíðarsögur frá 13. öld. Þórður Narfason (d.
1308) safnaði að öllum líkindum saman sögum Sturlungu. Dæma var
leitað í tölvu og þau svo borin saman við vandaða textaútgáfu (Sturl-
unga saga I—II 1906-1911). Elstu handrit em frá síðari hluta 14. aldar
('Ordbog over det norróne prosasprog. Registre 1989:398-399).
Guðmundar saga biskups. Þessi Guðmundar saga er eftir
Amgrím ábóta Brandsson, samin um 1345. Dæma var leitað í Bysk-
upa sögum III 1948. Elsta handrit er talið frá bilinu 1350-1365
('Ordbog over det norrpne prosasprog. Registre 1989:253).
Ritin/ritaflokkamir em í u.þ.b. réttri tímaröð (bæði í töflu 2 og öðr-
um töflum í greininni) þótt vissulega séu einhverjar sögur Sturlungu
eldri en sumar sagnanna í Möðmvallabók og einhverjar 13. aldar fom-
aldarsögur yngri en Sturlunga, svo að dæmi séu tekin.
Fjöldi þvísa og þeima í vísum er hafður í svigum fyrir aftan heild-
artölur í töflu 2; þannig merkir t.d. 3 (1) að eitt dæmi af þremur alls sé
úr kveðskap.12
11 Sögumar frá 13. öld eru: Gautreks saga, Hálfs saga og Hálfsrekka, Hervarar
saga og Heiðreks, Hrólfs saga Gautrekssonar, Ragnars saga loðbrókar, Sögubrot af
fomkonungum, Tóka þáttur Tókasonar, Völsunga saga, Þáttur af Ragnarssonum og
Örvar-Odds saga. Frá því um 1300 og frá 14. öld eru: Bósa saga, Egils saga einhenda,
Gríms saga loðinkinna, Göngu-Hrólfs saga, Hálfdanar saga Brönufóstra, Hálfdanar
saga Eysteinssonar, Helga þáttur Þórissonar, Ketils saga hængs, Noma-Gests þáttur,
Sturlaugs saga starfsama, Sörla þáttur, Þorsteins þáttur bæjarmagns og Þorsteins saga
Víkingssonar. Með yngri sögunum vora einnig flokkaðar Asmundar saga kappabana
og Friðþjófs saga frækna. Þær eru taldar frá því seint á 13. öld eða frá 14. öld.
12 Þess ber að geta að kveðskapur er ekki hafður með í Möðruvallabók I 1987.