Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Side 52
50
Katrín Axelsdóttir
dæmin eru hluti af sama orðalaginu (íslenzk fomrit 12 1954:397-
398):
(2) a. Bið ek svá guð hjálpa mér í þvísa ljósi ok í pðra
b. Biðju vit guð svá hjálpa okkr í þvísa ljósi ok í Qðru
í skýringu neðanmáls segir að í þvísa Ijósi ok í QÖru merki ‘í þessum
heimi og öðrum’ og bent er á að orðalagið sé samhljóða lagatexta Grá-
gásar (íslenzk fornrit 12 1954:397, sbr. Grágás I 1852:79).15 Njálu-
höfundur hefur tekið þessa setningu, og reyndar ýmislegt fleira, orð-
rétt upp úr lögunum, og dæmin tvö um þvísa eru hluti af stöðluðu,
föstu orðalagi. Þau eru því vart marktæk.16 Hlutfall þvísa í Guðmund-
ar sögu biskups eftir Amgrím ábóta Brandsson er reyndar nokkuð hátt.
En Amgrímur var áhugamaður um fomyrði (sbr. Katrínu Axelsdóttur
2001:109-110), svo að þessi notkun hans á þvísa er kannski ekki ann-
að en málfyming. Fjögur af dæmunum íimm um þvísa í sögunni em í
sambandinu þvísa nœst. Notkunin er því nokkuð sérhæfð og hér er því
e.t.v. einnig um staðlað, fast orðalag að ræða.
Myndin þeima kemur nokkmm sinnum fyrir í óbundnu máli, en
eins og nefnt var í 1 hefur myndin verið talin bundin við skáldamál.
Þeima kemur tvívegis fyrir í Jómsvíkingasöguhandritinu. I báðum til-
vikum kemur myndin fyrir í sama orðalaginu: með þeima hœtti
(Jómsvíkinga saga 1969:161, 185). í Heimskringlu kemur þeima þrí-
vegis fyrir í óbundnu máli, þar af tvisvar í sama sambandi og í Jóms-
víkinga sögu: með/við þeima hcetti (Heimskringla I 1893-1901:141,
Heimskringla II 1893-1901:15). f fomaldarsögum em tvö lausamáls-
dæmi og annað þeirra er með þeima hœtti (Fornaldar sögur Norður-
landa I 1950:213). Þetta bendir til þess að þeima hafi lifað lengst í
föstu orðalagi, sbr. það sem sagt var um þvísa í Möðruvallabók og
Guðmundar sögu.
Hlutfall þeima í Guðmundar sögu er býsna hátt, rétt eins og þvísa.
15 í sumum handritum Njálu er myndin þessu á þessum stöðum, sbr. Njála I
1875:797-798, Brennu-Njálssaga 2003:249-250.
16 Þess eru mörg dæmi að fomar og úreltar beygingarmyndir hafi lifað áfram í
föstum orðasamböndum, t.d. að koma e-m í opna skjöldu, á alla vegu.