Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 53
51
Saga ábendingarfomafnsins sjá
Kannski er þetta málfyming en einnig er hugsanlegt að Amgrímur
ábóti noti þeima fyrir norsk áhrif. Amgrímur var í Noregi 1327-1329
en frá því er sagt í Laurentius sögu biskups (Laurentius saga
1969:122-123). Norsku myndinni þessor bregður alloft fyrir í Guð-
mundar sögu Amgríms, sjá nmgr. 27 hér á eftir.
Niðurstaðan hér er því sú að þvísa hafi þegar á tíma elstu íslensku
handritanna átt mjög undir högg að sækja og þegar líða taki á 13. öld
se hún að mestu horfin á kostnað þessu. Myndin þeima þekktist í
óbundnu máli en var alla tíð sjaldgæf.
Þeima lifði reyndar lengur í skáldamáli. Samkvæmt Bimi K. Þór-
ólfssyni (sjá 3.2) kemur þeima fyrir í elstu rímum. í orðabók um
rímnamálið (Finnur Jónsson 1926-1928:406) em þrjú dæmi um
myndina þeima. Þau em í Þrymlum, frá um 1400, og Sálus rímum og
Níkanórs, frá því snemma á 15. öld.
Þótt langt sé síðan myndimar þvísa og þeima hurfu úr málinu em
þó dæmi um lærða notkun þeirra í síðari alda máli. í Seðlasafni Orða-
bókar Háskólans (OH) em þrjú dæmi um þvísa og eitt um þeima, og
eru dæmin öll frá 19. og 20. öld.
4.2 Breyting 1: sjá —> þessi
Til að kanna þessa breytingu vom athuguð sömu rit og nefnd vom í
4-1, og eitt til viðbótar, Ólafs saga helga hin sérstaka. Niðurstöður
talninga em settar fram í töflum 3 og 4. Aðeins er tekið tillit til dæma
úr óbundnu máli.
Tafla 3 byggist á elstu handritum, Möðmvallabók,17 fomaldarsög-
Urn, Sturlungu og Guðmundar sögu biskups og sýnir hlutfall mynd-
anna sjá/þessi, bæði í kk. og kvk. Rauntölur em í svigum.
17 Sögumar em allar nema ein frá 13. öld. Þær em þó taldar mjög misgamlar. Frá
fyrri hluta 13. aldar em Egils saga, Kormáks saga og Hallfreðar saga, frá miðri 13. öld
eru Bandamanna saga, Víga-Glúms saga, Droplaugarsona saga, Ölkofra þáttur og
Laxdæla saga, frá síðari hluta 13. aldar em Njála og Fóstbræðra saga og ffá 14. öld er
svo Finnboga saga. En þar sem hlutfall sjá/þessi var mjög svipað í hverjum aldurs-
hópi eru sögumar allar reiknaðar saman í töflu 3.